Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 27 Það hefur verið opinber stefna stjórn- valda undanfarin ár að hvetja aldraða til að vera sem lengst heima og fara ekki á hjúkrunarheimili fyrr en engan veginn er hægt að fullnægja hjúkrunarþörfum þeirra heima. Með því að sinna fólki heima er einnig hægt að spara í uppbyggingu öldrunarheimila og veita jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama eða minni pening. En hvernig er þetta framkvæmt í raun- veruleikanum? Á höfuðborgar svæðinu og á Akureyri er boðið upp á heima hjúkrun og heimaþjónustu allan sólarhringinn þannig að með aðstoð og vilja ættingja og hins aldraða er þetta framkvæmanlegt. En í minni sveitar félögum, svo ekki sé talað um í dreifbýli, er þetta ekki svona einfalt. Yfirleitt er ekki í boði heimahjúkrun eða heimilishjálp nema hluta úr degi og ekki nema virka daga. Ef hinn aldraði þarf meiri þjónustu en sem þessu nemur og ættingjar geta ekki hlaupið nægjanlega undir bagga þá er yfirleitt eina úrræðið að sá aldraði flytjist á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Eftir að hafa starfað á hjúkrunar- og dvalar- heimili í yfir 15 ár get ég fullyrt að þó svo nær allir séu sáttir og ánægðir með að dveljast á stofnun myndu mjög margir kjósa að búa lengur heima og skrefið að fara á hjúkrunarheimili er mörgum erfitt. Dalvíkurbyggð er dæmigert lítið sveitarfélag á landsbyggðinni. Hér eru íbúar tæplega 2000. Hér er lítil heilsugæslustöð þar sem boðið er upp á heimahjúkrun í um það bil hálfu stöðugildi. Bæjarfélagið sér síðan um heimaþjónustu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Fjárveitingar til þessarar þjónustu gera þó ekki ráð fyrir að hægt sé að sinna hverjum og einum nema að hámarki einu sinni til tvisvar í viku að jafnaði. Vitaskuld er þó reynt að bregðast við einstaka tilfelli og veita aukna þjónustu í skamman tíma. Ef aldraður einstaklingur þarf meiri þjónustu en þetta er hægt að komast í dagþjálfun á hjúkrunarheimili virka daga en um leið og það dugar ekki lengur til og viðkomandi þarf þjónustu utan dagvinnutíma eru engin úrræði í boði nema stofnanaþjónusta. Fullur vilji er fyrir því bæði á heilsugæslustöðinni og hjá bæjarfélaginu að auka þjónustuna í heimahúsum en fjármagn frá ríkinu til aukinnar heimahjúkrunar hefur ekki fengist. Ég sé fyrir mér að í sveitarfélögum á stærð við Dalvíkurbyggð veitti ríkið ákveðna upphæð til hjúkrunarþjónustu við aldraða óháð því hvort þjónustan væri veitt í heimahúsi eða á stofnun. Sveitarfélagið legði einnig til þá upphæð sem þarf í heimaþjónustuna og síðan væri það aðila í heimabyggð að ákveða hvernig fjármagnið skiptist á milli þess að sinna öldruðum skjólstæðingum í heimahúsi eða á stofnun. Þjónustan væri síðan öll veitt frá hjúkrunarheimilinu, bæði sú sem veitt er innan heimilisins og við skjólstæðinga úti í bæ. Einnig væri hægt að bjóða upp á blandaða þjónustu þannig að viðkomandi væri að mestu heima en kæmi á hjúkrunarheimili í dagþjálfun og gæti einnig komið þangað í skammtímadvöl. Með þessu fyrirkomulagi verður ekki pressa á hjúkrunarheimilum að vera alltaf með öll rými í notkun heldur væri það metið hvað hentaði hverjum og einum. Einnig sköpuðust þannig tengsl milli hjúkrunarheimilis og skjólstæðinganna úti í bæ þannig að ekki yrði eins erfitt að þurfa hugsanlega að fara til dvalar á hjúkrunarheimili síðar. Ég er sannfærð um að á þennan hátt væri hægt að veita fleirum mun betri þjónustu fyrir sömu eða lægri upphæð en notuð er í þessa þjónustu í dag. Ég skora á Nínu Hrönn Gunnarsdóttur að skrifa næsta þankastrik. ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA ÞANKASTRIK Bjarnveig Ingvadóttir, bjarnveigi@simnet.is Bjarnveig Ingvadóttir er hjúkrunarforstjóri á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, og formaður bæjarráðs í Dalvíkurbyggð. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Eftir margra ára starf við hjúkrun aldraðra er ég sannfærð um að hægt er að veita mun betri þjónustu við þá en gert er í dag.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.