Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Síða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200936 Styrkfé úr B-hluta vísindasjóðs FÍH var afhent á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí sl. að loknum aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samtals sóttu 40 aðilar um styrk en 24 umsóknir voru samþykktar. Hámarksstyrkur var að þessu sinni 460.000 og fengu 13 verkefni þessa upphæð. Úthlutað var 9,5 miljónum sem er svipuð upphæð og í fyrra. Gaman er að segja frá því að rannsókn hennar Öldu Ásgeirsdóttur ‘Vinna og vinnuumhverfi sjúkraliða á Landspítala’ hreppti 1. sæti í samkeppni Vinnís, Vinnuvistfræðifélags Íslands, fyrir verkefni sem þykir skara fram úr á sviði vinnuvistfræðinnar. Samkvæmt áliti dómnefndar er þetta mjög þarft og verðugt rannsóknarefni með viðeigandi og ígrundaðri rannsóknaraðferð. Markmið og niðurstöður fari vel saman sem og hagnýtt gildi fyrir samfélagið. Niðurstöðurnar séu settar fram á skipulegan og skiljanlegan hátt og vinnuvistfræðileg gildi höfð að leiðarljósi sem komi berlega í ljós í ályktun rannsakanda. Í stjórn vísindasjóðs eru Eygló Ingadóttir, Auðna Ágústsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir auk Aðalbjargar Finnbogadóttur, starfsmanns félagsins. Úthlutun úr vísindasjóði 2009 Nafn Heiti verkefnis Úthlutað Alda Ásgeirsdóttir Vinna og vinnuumhverfi sjúkraliða á Landspítala. 300.000 Anna Ólafía Sigurðardóttir Árangur fjölskylduhjúkrunarmeðferðar (meðferðarsamræðna) á Barnaspítala Hringsins, Landspítala. 300.000 Arna Borg Einarsdóttir Allsgáðir framhaldsskólanemar: Hvaða verndandi þættir eru það sem búa að baki þeirri ákvörðun framhaldsskólanema að drekka ekki áfengi? 300.000 Auður Ragnarsdóttir Skipta stuttar meðferðarsamræður (15 mínútna viðtalið) hjúkrunarfræðinga við foreldra langveikra barna/unglinga á dag- og göngudeildum máli? 460.000 Álfhildur Þórðardóttir Heilsutengd lífsgæði kransæðasjúklinga. 460.000 Ásthildur Kristjánsdóttir Öryggi sjúklinga í skurðaðgerð: afstaða lækna og hjúkrunarfræðinga á skurðstofum LSH til öryggismála. 460.000 Bryndís Gestsdóttir Hjúkrunarþarfir og einkenni sjúklinga í líknarþjónustu á Íslandi – langtímarannsókn. 460.000 Bryndís S. Halldórsdóttir Fjölskylduhjúkrunarmeðferð – 15 mínútna meðferðarsamtal á lungnadeild. 460.000 Dóróthea Bergs Hefur innleiðing klínískra hjúkrunarleiðbeininga um mat og varnir gegn næringar- og vökvavandamálum heilablóðfallsjúklinga áhrif á næringarástand, hreyfigetu, fjölda fylgikvilla og lífsgæði þeirra? Samanburður á hópum fyrir og eftir innleiðingu. 400.000 Guðbjörg Helga Birgisdóttir Elín Jónsdóttir Úttekt og mat á starfsemi Reyksímans. 460.000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.