Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 41
Ritrýnd fræðigrein
í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og t.d.
heilbrigðisþjónustuna. Vancouver-skólinn byggir á þeim
skilningi að sérhver einstaklingur sjái heiminn með sínum
augum, að sýn hans mótist af fyrri reynslu og eigin túlkun á
reynslunni sem hefur áhrif á hvernig hann upplifir heiminn og
lifir sínu lífi (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Í rannsóknarferlinu
er farið í gegnum sjö vitræna meginþætti sem eru stöðugt
endurteknir í rannsóknarferlinu (sjá mynd 1).
Yfirlit yfir 12 þrep rannsóknarferlisins í Vancouver-skólanum
ásamt því hvernig þeim var fylgt í rannsókninni eru sett fram í
töflu 2.
Þátttakendur
Sjö konur, sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi í bernsku,
tóku þátt í rannsókninni. Þær voru valdar með tilgangsúrtaki
með aðstoð fagaðila á sviðinu. Þær voru á aldrinum 30–65
ára þegar viðtölin fóru fram. Ofbeldið hófst hjá þeim öllum
um 4–5 ára aldur svo þær muni eftir. Þær hafa allar orðið
Tafla 2. Rannsóknarferill Vancouver-skólans eins og honum var fylgt í þessari rannsókn.
Rannsóknarþáttur Hvað gert var í þessari rannsókn
Þrep 1. Að velja samræðufélaga (úrtakið). Valdar voru 7 konur sem höfðu orðið fyrir sálrænu áfalli vegna
kynferðislegs ofbeldis í bernsku. Tilgangsúrtak.
Þrep 2. Að vera kyrr. Áður en byrjað var á samræðum var staldrað við til að átta sig á
fyrirframgerðum hugmyndum um fyrirbærið og reynt að leggja þær til
hliðar.
Þrep 3. Að taka þátt í samræðum. Gagnasöfnun. Tvö viðtöl við hverja konu, samtals 14 viðtöl. Viðtölin voru í formi
samræðna.
Þrep 4. Að hefja gagnagreiningu. Skerpt vitund varðandi orð. Unnið var samhliða að gagnasöfnun og gagnagreiningu.
Þrep 5. Að hefja greiningu á þemum. Textinn lesinn yfir nokkrum sinnum til að svara spurningunni: Hver er
kjarninn í því sem konan er að segja?
Þrep 6. Að átta sig á heildarmynd í reynslu hvers
einstaklings.
Mikilvægustu atriðunum raðað upp í eina heildarmynd og fundinn rauði
þráðurinn í frásögn hverrar konu.
Þrep 7. Að staðfesta heildarmynd reynslu hvers einstaklings
með honum sjálfum.
Hvert einstakt hugtakalíkan var kynnt fyrir hverri konu.
Þrep 8. Að átta sig á heildarmyndinni – meginniðurstöður. Lokaúrvinnsla krafðist lýsingar og túlkunar rannsakenda og þurfti að vera
að öllu leyti byggð á rannsóknargögnunum.
Þrep 9. Að bera saman niðurstöðurnar við rannsóknar-
gögnin eða rituðu samræðurnar til að sjá hvort þær séu í
samræmi.
Öll viðtölin voru lesin yfir aftur til að tryggja þetta.
Þrep 10. Að velja rannsókninni heiti sem lýsir niðurstöðum
hennar.
Tíminn læknar ekki öll sár: Langvarandi afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í
bernsku fyrir heilsufar og líðan íslenskra kvenna.
Þrep 11. Að sannreyna niðurstöður með meðrannsakendum. Niðurstöðurnar voru bornar undir nokkrar af konunum.
Þrep 12. Að skrifa upp niðurstöður rannsóknarinnar. Það krafðist þess að rödd allra kvennanna fengi að heyrast. Vitnað var
í það sem þær sögðu til að segja frá fyrirbærinu eins trúverðuglega og
hægt er.
Byggt á Sigríður Halldórsdóttir, 2003, bls. 251.
Mynd 1. Vitrænt vinnuferli Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.
7. Að
sannreyna
1. Að vera
kyrr
2. Að
ígrunda
3. Að koma
auga 4. Að velja5. Að túlka
6. Að raða
saman