Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 43
Ritrýnd fræðigrein
andvarann og spurði sig „hvar varstu mamma?““ (klökknar)
Allir hafa persónulega línu í kringum sig sem er okkar vörn gegn
áreiti og við misnotkun skaðast þessi lína, eins og Jóna segir:
„Þegar maður lendir í þessu sem lítið barn þá verður maður
svo varnarlaus því það er búið að brjóta þessa persónulegu
línu sem maður hafði ... og þá eiga aðilar auðveldara með að
misnota sér mann.“
Konurnar töluðu flestar um að mæður þeirra hefðu sjálfar verið
fórnarlömb ofbeldis á heimilinu.
Í kringum kynferðislega ofbeldið upplifðu allar konurnar leynd,
ógnun og niðurlægingu. Fjórum konum var nauðgað seinna og
upplifðu þær þá misnotkunina aftur. Ein lýsti því svo:
„Þegar ég lá þarna eftir þetta upplifði ég allt aftur sem ég hafði
gengið í gegnum og dóu svona allar tilfinningar aftur. Ég var
meira í atburðunum þegar ég var lítil heldur en nauðgunina
sjálfa, ég upplifði bara allt aftur.“
Fjórar konur tala um það á svipaðan hátt hvernig þær komust í
gegnum misnotkunina með því að fara út úr líkamanum. Heiða
lýsti því svo:
„Ég fór alltaf út úr líkamanum. Ég bara horfði á sjálfa mig utan
frá og það var líkaminn sem þjáðist, svo kemur sálin aftur ...
Fór út og horfði á líkamann þjást og ég nota stundum þessa
aðferð enn þá.“
Slæm líðan sem barn og unglingur
Mikil vanlíðan einkenndi líf kvennanna í bernsku og á
unglingsárunum, þeim leið illa í skóla, lentu í einelti og voru
í stöðugum ótta. Þær tala um að fólk ætti oftast að geta séð
á hegðun barna ef eitthvað er óeðlilegt. Allar konurnar nema
Tafla 3. Langvarandi afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í bernsku fyrir heilsufar og líðan þeirra íslensku kvenna sem tóku þátt í
rannsókninni.
Upplifun af
áfallinu
Slæm líðan sem
barn og unglingur
Líkamleg vandamál
á fullorðinsárum
Geðræn vandamál
á fullorðinsárum
Erfiðleikar við
tengslamyndun
traust og snertingu
Staðan í dag og
horft til framtíðar
Sjálfsásökun
Sektarkennd
Svefnleysi
Andleg vanlíðan
Hræðsla
Erfiðleikar í skóla
Móðurlífsvandamál Þunglyndi og kvíði
Fæðingarþunglyndi
Erfiðleikar við
tengslamyndun
við karlmenn
Er það sem ég er
í dag
Sálarþjófnaður,
sálardauði Sárs-
auki, Örvænting,
álag, kvöl
Einelti Flókin líkamleg
einkenni
Sjálfseyðingar-
hvöt og sjálf-
skaðandi hegðun
Sjálfsvígshugsanir
Stöðugt
vantraust
gagnvart
öðrum
Að losna aldrei
við skuggann
Varnarleysi, varnargarður
brotinn
Margþætt
líkamleg einkenni
Vefjagigt
Vöðvabólga
Sterk höfnunar-
tilfinning
Erfiðleikar við
snertingu
Mikilvægi
lífsviljans
Leynd, ógnun og
niðurlæging
Verkir Verkir Hræðsla og
ofsahræðsla
Erfiðleikar við
kynlíf
Varanlegur skaði
Innibyrgður
tilfinningalegur
sársauki
Endurminningar,
endurlit
(‘flashback’)
Heimilisofbeldi og
kynferðisleg áreitni
Svefnörðugleikar Endur-
minningar
Erfiðleikar við
tengslamyndun við
börnin
Uppgjöf og
vonleysi en
þörf fyrir frið
í sálina
Að fara úr eigin
líkama
Sjálfskaðandi hegðun
Sjálfsvígshugsanir
Sjálfsvígstilraunir
Átröskun og
áfengisnotkun
Flótti, fælni og
einangrun
Erfiðleikar við
snertingu við börnin
Mikil vinna eftir inn
að hjartarótum