Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 47
Ritrýnd fræðigrein
Þá geta líkamlegu einkennin einnig tengst varnarviðbrögðunum
að frjósa, samkvæmt Levine og Frederick (1997) og Rothschild
(2000). Vitað er að þunglyndi, sem allar konurnar hafa einhvern
tímann þjáðst af, hefur margþætt neikvæð áhrif á ónæmiskerfið
(Brosschot o.fl., 1998).
Langvarandi áfallastreituröskun getur þróast eftir öll sálræn áföll
eða keðju sálrænna áfalla eins og þessar konur höfðu upplifað.
Það gerist þegar einstaklingurinn nær sér ekki eftir skaðleg
áhrif mikillar streitu. Það sem konurnar upplifðu var holskefla
(Tsunami) yfir sálina, líkamann, hugann og allt vitundarlífið. Um
er að ræða endurtekin sálræn áföll án nokkurrar áfallahjálpar.
Enginn leyfði þeim að segja sína sögu, enginn virtist hlusta á
þær, þvert á móti urðu þær fyrir mikilli þöggun. Rannsóknir
á tjáningu tilfinninga og að létta á sér benda til að tjáning
tilfinninga hafi mjög jákvæð áhrif á virkni ónæmiskerfisins
(Pennebaker, Zech og Rime, 2001). Því ætti að nýta slíkt í
þróun meðferðar til að lina þjáningu fórnarlamba kynferðislegs
ofbeldis í bernsku. Að tjá tilfinningar sínar tengist líka ‘andlegri
lífmögnun’ (Bergsma, 1994). Að lokum er vert að geta þess
að félagslegur stuðningur er streitudeyfir (‘stress buffer’, Maier
og Watkins, 1998) og tilfinningin um að hafa góðan stuðning
(aðstandenda og fagfólks) hefur tölfræðilega fylgni við öflugri
virkni ónæmiskerfisins (Ader, 2001). Rannsóknir benda einnig
til að stuðningur sé ein mikilvægasta meðferð fyrir konur sem
þjást af langvarandi áfallastreituröskun vegna kynferðislegs
ofbeldis í bernsku (McClure, Chavez, Agars, Peacock og
Matosian, 2008; Putman, 2009).
Tafla 4. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar í ljósi annarra rannsókna.
Íslensku konurnar í þessari rannsókn: Samræmi við eftirtaldar rannsóknir:
Sumar hafa munað alla tíð, aðrar lokuðu á og mundu ekkert fyrr en
mörgum árum seinna.
Það eru eðlileg varnarviðbrögð samkvæmt umfjöllun Levine og
Frederick (1997) og Rothschild (2000).
Allar nema ein glímt við miklar sjálfsásakanir og sektarkennd. Samræmist umfjöllun Levine og Frederick (1997) og Rothschild
(2000).
Leið illa í bernsku og fannst þær alltaf vera öðruvísi. Hættu að sofa
um nætur og voru með geðræn vandamál.
Samræmist niðurstöðum rannsóknar Guðrúnar Jónsdóttur
(1993).
Ein konan var greind með athyglisbrest og ofvirkni og fleiri fundu fyrir
einkennum athyglisbrests.
Samræmist niðurstöðum Weinstein, Staffelbach og Biaggio
(2000).
Upplifðu allar erfið unglingsár, ein fór að stunda ótakmarkað kynlíf 13
ára og misnotaði áfengi.
Samræmist niðurstöðum Steel og Herlitz (2005).
Allar hafa átt við einhvers konar átröskun að stríða, þjáðst af
sjálfsvígshugsunum, sjálfsfyrirlitningu og sjálfseyðingarhvöt frá unga
aldri. Sjálfsvígstilraunir.
Samræmist niðurstöðum Edgardh og Ormstad (2000), Feiring,
Rosenthal og Taska (2000) og Martin o.fl. (2004).
Allar hafa þjáðst af langvinnum og útbreiddum verkjum frá barnæsku,
einkum á mjaðmasvæði.
Samræmist niðurstöðum Woods og Wineman (2004), Finestone
o.fl. (2000) og Otis o.fl. (2003).
Fimm kvennanna eru greindar með vefjagigt. Samræmist Finestone o.fl. (2000).
Allar glímt við þunglyndi. Misst alla lífslöngun á ákveðnu tímabili. Átt
erfitt með skap. Alltaf þreyttar og orkulausar.
Samræmist niðurstöðum Romans o.fl. (2002) og Chen o.fl.
(2006).
Hafa allar glímt við mikla höfnunartilfinningu alla tíð. Samræmist rannsókn Gutierrez o.fl. (2000) og Ystgaard o.fl.
(2004).
Finna flestar fyrir flótta, fælni eða einangrun. Samræmist Woods og Wineman (2004) og rannsókn Horwitz o.fl.
(2001).
Allar átt við einhvers konar átröskun að stríða og hafa sumar einnig
notað áfengi til að deyfa vanlíðan.
Samræmist niðurstöðum rannsóknar Striegel-Moore o.fl. (2002)
og rannsóknar Jia o.fl. (2006).
Eiga allar í erfiðleikum með að mynda náin tengsl og að eiga eðlileg
samskipti. Gengur illa í hjónabandinu. Eiga allar erfitt með að
treysta.
Samræmist niðurstöðum rannsókna Colman og Widom (2004) og
Whiffen o.fl. (2000).
Flestar hafa lent í endurteknu líkamlegu, andlegu og/eða kynferðislegu
ofbeldi í sambandi eða nauðgun.
Samræmist niðurstöðum rannsóknar Hetzel og McCanne (2005)
og Coid o.fl. (2001).
Allar átt erfitt með að snerta börn – finnst öll snerting röng. Samræmist niðurstöðum rannsóknar Douglas (2000).
Allar margítrekað leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Finnst ekki
hlustað á sig og þær ekki fá viðeigandi aðstoð en nóg af lyfjum. Mjög
ósáttar við heilbrigðiskerfið, fá engin svör við einkennum sínum.
Samræmist niðurstöðum rannsóknar Bergþóru Reynisdóttur
(2003), Guðrúnar Jónsdóttur (1993), Tang o.fl. (2006) og Wijma
o.fl. (2003).