Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 17
T Ö L V U M Á L | 1 7 Audacity er forrit sem við getum notað til að taka upp hljóð Það býður upp á að fjölbreytta möguleika við að útbúa hlustunarefni fyrir nemendur Photostory Þetta er forrit sem sameinar mynd, texta og hljóð sem gefur okkur tækifæri til að segja sögu út frá myndum sem við höfum valið og einnig getum við ­ ef við viljum ­ sett texta við. Þegar við höfum raðað myndunum saman er unnin úr því skrá á WMW formi sem hægt er að opna í Media Player og virkar eins og lítið vídeó. Í tungumálakennslu er frábært að nota þetta forrit þar sem ekki er einungis unnið með texta heldur er í raun verið að tengja saman myndir, texta og hljóð. Þannig hafa nemendur hjá mér unnið verkefni um fjölskyldu sína. Þegar forritið er opnað er boðið upp á segja nýja sögu og nemendur byrja á að velja og hlaða inn myndir. Þegar myndirnar eru komnir inn, birtast þær í myndaramma og er hægt að raða þeim upp að vild. Þegar búið er að ákveða rétta röð er hægt að tala inn á hverja mynd fyrir sig. Ef ekki tekst nógu vel að lesa inn á myndirnar er hægt að eyða færslunni og reyna aftur. Einnig er hægt að setja texta á myndirnar. Og það er einmitt það sem skiptir máli; að geta spólað tilbaka, eytt og endurraðað myndum og tekið upp aftur og aftur, Slíkt gerir nemendum kleift að skila af sér vel unnu verkefni. og gefur þeim tækifæri til að endurbæta og laga og þjálfa með því tal og texta í tungumálum. Þar sem hljóðgæðin eru mjög góð, þá er þetta skemmtileg leið til að nota stafrænar myndir og hljóð og gera verkefni sem má setja inn á heimasíðu eða þá senda sem skrá í tölvupósti. Þetta er einnig leið til að æfa meira en eina færni, enda eru nemendur hér að æfa munnlega frásögn, velja orðaforða, búa til texta, o.s.frv. við eigin myndir. Audacity Þetta er forrit sem við getum notað til að taka upp hljóð og það býr til hljóðskrá á MP3 formi sem er hægt að setja á heimasíðu, á innri eða ytri vef skóla, á bloggsíðu eða senda sem viðhengi í tölvupósti. Fyrir þá sem eru áhugasamir um „podcasting“ er þetta frábært forrit sem er bæði ókeypis og auðvelt í notkun. Þetta forrit er ekki nýtt, en kannski eru ekki margir farnir að nota það markvisst í kennslu. Segja má að forritið bjóði upp á sömu möguleika og ritvinnsluforrit, en í stað texta er verið að vinna með hljóði. Hægt er að taka upp hljóð, jafnvel margar hljóðbúta, sem má endurraða, líma og klippa til og vista á því formi sem hentar okkar stafræna heimi. Í tungumálakennslu hentar þetta frábærlega vel því það býður upp á að fjölbreytta möguleika við að útbúa hlustunarefni fyrir nemendur. Hægt er að útbúa heilu kennslustundirnar, leiðbeiningar eða lesa upp texta en einnig geta nemendur sjálfir útbúið efni. Upplagt er að búa til útvarpsþátt t.d. í tengslum við þemaverkefni og svo er kjörið að láta nemendur búa til þætti um sjálfa sig eða uppáhalds tónlistina sína. Þegar búið er að vista upptökur á Mp3 formi er einfalt að hlaða skrám niður í Mp3 spilara og þá geta nemendur hlustað á efnið heima eða þar sem þeim sýnist. Forritið nýtist þannig vel þegar nemandi þarf að æfa sig í framburði eða framsögn, hann getur endurtekið sig aftur og aftur og síðan sent kennara skrána þegar hann er ánægður með afraksturinn. En notagildið takmarkast ekki eingöngu við tungumálanám því í raun má nota þetta forrit í öllum námsgreinum og útbúa leiðbeiningar og kennsluefni. Gagnsemin Bæði forritin, Photostory og Audacity, henta mjög vel allri kennslu og á öllum skólastigum, sérstaklega þar sem nemandinn getur haft aukna stjórn í sínu eigin námi. Þetta veitir kennurum tækifæri til að færa raddir sínar til nemandans og flétta saman hljóð og myndir, en á sama tíma eru þetta tæki sem æfa nemandann í færni sem skipar stóran sess í okkar samfélagi þ.e. framsögn, framkomu og listrænni samsetningu á mynd og/eða hljóði. Þannig skapast tækifæri til að glíma við raunverulega úrlausn á verkefnum í skólastafi sem getur vakið áhuga nemenda og stutt við þekkingarleit þeirra.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.