Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 42
4 2 | T Ö L V U M Á L Auknar kröfur aukið flækjustig Það er ekki nýtt að kaupa tölvuþjónustu. Hýsingaþjónustur eru vel þekkt fyrirbæri. Það er ekki að ástæðulausu. Hver kannast ekki við að reka vefþjóna eins og Exchange Server eða IBM Lotus Notes póstþjón. Þessi kerfi eru flókin í rekstri. Það þarf öfluga miðlara undir þjónusturnar, kælitæki, varaaflgjafa, afritun o.s.frv. Allt kostar þetta peninga. Kerfisstjórar grípa þá eðlilega til þess ráðs að takamarka þjónustur, t.d. setja kvóta á pósthólf – og það á sama tíma og póstur eykst og viðhengin stækka. Það virðist sem þjónustan versni eftir því sem þörfin fyrir hana eykst. Notendur vilja sífellt meira. Það má vera að þá bylgju sem menn kenna við „Web 2.0“ sé kannski erfitt er að skilgreina nákvæmlega, en notendur vita hvað þeir vilja og þeir kalla á fleiri þjónustur og flóknari tengingar við efni. Þjónusta vefumsýslukerfa verður sífellt flóknari og einfaldar vefsíður duga varla lengur. „Rich Internet Applications“ ­ RIA, með athugasemdakerfum, bloggi og RSS viðmóti eru taldar eðlilegar. Þessar kröfur munu bara aukast. Aukið flækjustig kallar á nýja möguleika Rekstur tölvukerfa er flókinn og þeir sem sjá um hann eru ekki öfundsverðir því kröfurnar eru miklar. Það er ekki auðvelt að útskýra fyrir athafnamanninum sem senda þarf mikilvægan samning á hótelherbergi í útlöndum rétt fyrir miðnætti, að póstþjóninn fór niður. Eða ráðgjafanum sem sendi frábæru PowerPoint glærurnar sínar til ráðstefnuhaldara en það tókst ekki því einhver í tölvudeildinni taldi í góðri trú fyrir tveimur árum að 2 megabæti í viðhengi væri andskotans nóg. Eða nemendunum sem eru að skila verkefnum á miðnætti en vefkerfið sem tekur við verkefnum virkar ekki (reyndar er sá fyrirvari hér að líklega er það afsökun fyrir sein skil). Eða starfsmanninum með 10 ára starfsreynslu og fullt pósthólf af gögnum að 1G sé hámarkskvóti á pósti og hann þurfi að taka til í pósthólfinu sínu. Á sama tíma eru að spretta upp þjónustur eins og GMail, Google Apps, Facebook, Flickr sem bjóða þjónustu sína ókeypis eða á svo hagkvæman máta að það kostar hvern notanda ekki mikið. Frítt eða nánast frítt og allt þarna í skýinu tilbúið til notkunar. Kannski er „cloud computing“ ekki heppilegasta orðið eins og Economist minnist á (Economist, 2008). Skýið gefur til kynna eitthvað sem er óáþreifanlegt og þyngdarlaust, þegar um er að ræða gríðarstóra tölvusali fulla af vélum – netþjónabú eins og einhverjir tala um. Þessir miðlarar kosta peninga, mikla peninga. Það kostar einnig mikla orku að reka þá. Reyndar er rekstrarkostnaðurinn það mikill að það er í tísku að finna endurnýtanlega og græna orkugjafa til að knýja þessa sali áfram (Economist, 2008). Stærðarhagkvæmnin borgar brúsann Það sem er áhugavert við þessa tölvusali er hagfræðin. Tökum til dæmis Flickr myndavefinn. Notkun á Flickr er ókeypis. Hver sem er getur skoðað vefinn, hver sem er getur skráð sig inn á vefinn og sett þar inn myndirnar sínar. Flickr hefur tugmilljónir notenda. Hvernig fá þeir tekjur? Ekki er Kerfin í skýjunum Það gerist kannski ekki oft en gerist þó öðru hvoru. Hlutirnir gjörbreytast og það sem maður hélt að væri eina vitið, stenst ekki lengur. Forsendur breytast. Eitt dæmi er sú breyting sem hefur átt sér stað undanfarin misseri í rekstri tölvukerfa. Svokölluð „cloud computing“ eða tölvuvinnsla í skýjunum eins og við gætum kallað það. Fyrirbærið hefur stóraukist og hagfræðin á bak við rekstur tölvukerfa hefur kallað á endurskoðun. Ef til vill er besta hagræðingin í fyrirtækjum að breyta hlutverki tölvudeilda og fara að nota þær þjónustur sem eru í boði á netinu – í skýinu. Það mun verða erfitt að réttlæta kostnað við tölvukerfi þegar hægt er að fá þjónustuna fría eða mjög ódýra með því að nota opnar og fríar þjónustur á netinu. Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Chief Software Architect hjá Betware

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.