Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 22
2 2 | T Ö L V U M Á L Miklir starfsmöguleikar fyrir konur innan UT Áhugi og styrkleikar kvenna Margt hefur verið rætt og ritað um ástæður þess að konur velji sér síður nám og starfsvettvang á þessu sviði. Gerðar hafa verið kannanir og greinar ritaðar um efnið og margt fróðlegt komið fram sem sýnir ákveðinn mun milli kynjanna, bæði hvað varðar aðgengi að tölvum og eins varðandi sjálfsmat og trú þeirra á eign getu. Meðal atriða sem oft eru nefnd í þessu sambandi eru: • Stúlkur telja sig kunna minna á tölvur en strákar • Stúlkur skortir sjálfstraust, fyrirmyndir og hvatningu kennara og foreldra • Aðgengi stúlkna að tölvum í æsku er minna en stráka. (Strákar eru líklegri til að fá greiðan aðgang að tölvu heima við en stúlkur) • Stúlkur fá seinna aðgang að tölvum en strákar • Notkun stúlkna á tölvum er annars konar en stráka. (Strákar spila tölvuleiki og skoða innviði tölvunnar en stúlkurnar nota tölvuna til að senda póst, spjalla á MSN og við ritvinnslu) • Aðferðirnar sem notaðar eru til að kenna tölvunarfræði höfða ekki til stúlkna En hvers konar störf höfða til ungra stúlkna og kvenna yfirleitt? Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur innan upplýsingatækninnar sinni fremur störfum sem lúta að mannlegum samskiptum, s.s. stjórnun, hönnun, aðstoð við notendur, kennslu og ráðgjöf, heldur en forritunarvinnu eða kerfisstjórn. Stúlkur telja sig jafnan ekki eins færar og strákar og veigra sér því við að hefja nám í tækni­ og stærðfræðigreinum, s.s. tölvunarfræði. Þó sýnir reynslan að konur standa sig ekki síður vel en karlar þegar kemur að forritun. Þær eru nákvæmar í vinnu og samviskusamar. Ekki eru ýkja mörg ár síðan tölvu­ og upplýsingatæknin tók að ryðja sér til rúms og fara að skipta okkur máli í daglegu lífi. Á þessum stutta tíma hafa þó orðið gífurlegar framfarir í þróun tækninnar og nú er svo komið að tölvu­ og upplýsingatæknin kemur við sögu nánast hvar sem er, á öllum sviðum lífsins. Til að viðhalda þeirri starfsemi sem byggst hefur upp í kringum tölvu­ og upplýsingatæknina þarf því stóran hóp af menntuðu fólki á þessu sviði. Slík menntun getur opnað margar dyr og hefur upp á margt að bjóða hvað starfsvettvang varðar. Upplýsingatæknina má nýta á ýmsa vegu og það er því mikið til undir hugmyndaflugi og sköpunarkrafti þeirra sem starfa á þessu sviði komið hvar og hversu mikið hún er nýtt þar sem hennar er þörf. Möguleikarnir eru óþrjótandi, en við þurfum fleira fólk sem kann til verka og hefur metnað til að láta upplýsingatækniiðnaðinn blómstra. Við þurfum á konum jafnt sem körlum að halda innan upplýsingatækninnar, því góð blanda af báðum kynjum skapar fjölbreytni og aukna breidd. Konur hafa jafnan aðra sýn á hlutina en karlar og því nauðsynlegt að fá þær inn í greinina. Þóra Halldórsdóttir, formaður UT-kvenna „Heimurinn þarf meira af kvenlegri orku“ voru lokaorð Ólafs Andra Ragnarssonar að loknu erindi er hann hélt á ársfundi UT-kvenna á liðnu vori. Í heimi tölvu- og upplýsingatækninnar á ég von á að margir taki undir þessu orð Ólafs Andra, þó skoðanir séu eflaust skiptar. Hvað sem því líður þá er ljóst að hérlendis sem annars staðar er skortur á fólki til starfa innan tölvu- og upplýsingatækninnar og hlutfall kvenna í starfsgreininni er ekki hátt. Tölur sýna að af þeim sem sækja nám í tæknigreinum, verk- og tölvunarfræði eru konur að jafnaði í kringum 20% og fjöldi kvenna sem starfa í þessum greinum er í svipuðu hlutfalli svo það gefur auga leið að þær eru ekki afgerandi hluti starfsmanna innan upplýsingatækninnar.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.