Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 50

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 50
5 0 | T Ö L V U M Á L 5. febrúar Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins var haldinn þann 5. febrúar sl. á Grand hótel. Ný stjórn var kosin og skipa hana: Magnús Hafliðason, Sigrún Gunn arsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Jón Heið ar Þorsteinsson, Ásrún Matthíasdóttir, Bjarni Sigurðsson og Svana Helen Björnsdóttir. Úr stjórn gengu Einar H. Reynis og Eggert Ólafsson. Heiðurstilnefning var veitt þeim Guðbjörgu Sigurðardóttur, Jóni Þór Þór­ hallssyni og Sigurjóni Péturssyni. 19. febrúar Hádegisverðarfundur á Grand hótel um „Rekstraröryggi og stjórnun rekstrar samfellu“ Fjallað var um faglega rekstrarstjórnun með beitingu staðla til að ná fram rekstraröryggi og til að tryggja samfelldan rekstur. Aukin alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja og krafan um fylgni við erlenda staðla er hvati og jafnvel krafa fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir sem tileinka sér stjórnun með stöðlum. Á fundinum voru íslenskir sérfræðingar á þessu sviði að ræða um þátt staðla í nútíma stjórnun tölvurekstrar. 21. febrúar Fyrsti aðalfundur faghóps um fjarskiptamál var haldinn í húsakynnum Símans, að Ármúla 25, en hópurinn var stofnaður 23. mars 2007. Harald Pétursson hjá Nova var með erindi sem kallast „SMS frá Barcelóna“ og sagði hann frá því athyglisverðasta sem fram kom á 3G sýningunni í Barcelóna. Óskað var eftir hugmyndum hópsmanna um efni sem heima ættu í fjarskiptaáætlun og breytingar á því sem nú er í henni. Þetta er í tengslum við við setu formanns hópsins í Fjarskiptaráði, en það ráð var sett á laggirnar á seinasta ári og á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um fjarskiptamálefni. 27. febrúar UT­konur héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 27. febrúar í húsakynnum Microsoft við Engjateig. Í upphafi fundar ávarpaði Sveinn Benediktsson fundargesti fyrir hönd Microsoft. Hann sýndi m.a. myndband um konur hjá Microsoft, en þar er sérstök áhersla lögð á að konur þroski sig í starfi. Guðný Káradóttir gestur fundarins, sagði frá því sem hún og félagar hennar hjá Gagarín eru að gera, en fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á stafrænu efni fyrir gagnvirka miðla. Viðfangsefnin eru því margmiðlun af ýmsum toga, ráðgjöf, hönnun/viðmótshönnun, framleiðsla á efni og forritun á sérlausnum. 4. mars Hádegisverðarfundur Ský um rafræna opinbera þjónustu „Ísland í fallsæti?“ var haldinn á Grand Hótel. Á fundinum var farið yfir hvernig lagt er mat á rafræna opinbera þjónustu í fjölþjóðlegum samanburðarkönnunum og hver staða Íslands hefur verið. Þá var kallað eftir viðbrögðum ríkisvaldsins og stærsta sveitarfélagsins við því sem virðist vera óásættanleg staða Íslands þegar kemur að framboði á rafrænni opinberri þjónustu á Íslandi og leitað leiða til þess að breyta núverandi ástandi. 28. mars Skýrslutæknifélagið fagnaði veglega fertugsafmæli sínu og bauð til fagnaðar öllum félögum og velunnurum félagsins í veislu föstudaginn 28. mars milli kl. 17 ­19 á Hilton Nordica. Formaður félagsins Svana Helen Björnsdóttir flutti ávarp, ræðumaður kvöldsins var Þórarinn Eldjárn og lék hann við hvern sinn fingur og flutti mjög skemmtilega ræðu. Tónlistarflutningur var í höndum Ómars og Óskars Guðjónssona, veislustjórinn var forstjóri Skýrr Þórólfur Árnason. 22. apríl „Forskotið farið?“ var titill ráðstefnu um stöðu UT­iðnaðar á Íslandi á Grand Hótel. Eins og margoft hefur komið fram á opinberum vettvangi þá hefur íslenski UT­iðnaðurinn viljað vera þriðja stoðin undir efnahagslíf Íslendinga. Sjávarútvegurinn er að ganga í gegnum miklar hremmingar og sömuleiðis fyrirtæki á fjármálamarkaði. Það er því núna sem reynir á þessa stoð og því kannski rétt að skoða möguleika hennar út frá víðara sjónarhorni. Fréttir eru af því að Ísland sé að dragast aftur úr samkeppnislöndum varðandi menntunarstig, sem er mikilvæg forsenda þess að hátækniiðnaður þrífist. Fyrirtæki nýta sér í auknum mæli erlend stöðluð hugbúnaðarkerfi í stað sérsmíðaðra innlendra hugbúnaðarlausna. Eins sjáum við gríðarlega sókn frá löndum eins og Indlandi inn á þennan markað og æ fleiri störf eru flutt til landa þar sem tími vel menntaðs vinnuafls kostar minna. Þess vegna vildum við nú kalla saman aðila sem þekkja til þessara mála til að ræða stöðuna. 7. maí Ráðstefnan „Netríkið Ísland“ var haldin á Hilton Nordica hótel og tókst hún einstaklega vel, en þar var stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið kynnt í fyrsta sinn, í tilefni dags upplýsingatækninnar. Stefnan ber yfirskriftina „Netríkið Ísland“ og er hún vegvísir hins opinbera að þróun rafrænnar stjórnsýslu og nýtingu upplýsingatækni á árunum 2008­2012. Síðan síðast... Yfirlit yfir fundi og atburði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands fyrri hluta árs 2008

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.