Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 39
T Ö L V U M Á L | 3 9 Dr. Kent D. Boklan, lektor við tölvunarfræðiskor Queens Coolege Svavar Ingi Hermannsson, ráðgjafi í upplýsingaöryggi hjá Stika Ætlunin er hér að gera grein fyrir bestu starfsvenjum við notkun ssh, og jafnframt að benda á hvað ber að forðast í framtíðinni. Nýlega hafa verið gerðar vel heppnaðar árásir á dulkóðunarstofnföll, til dæmis á hakkaföll sem gegna ákveðnum varnarhlutverkum, sem bendir augljóslega til þess að í nákominni framtíð muni tölvuþrjótar geta unnið bug á verkferlum sem eru til staðar og ætlað að hindra þá. Ný og öflugri tölvuþrjótatól, lykilorðaauðkenningar og veik hakkaföll leiða öll til vásetningar tölvukerfis. Þó svo að viðfangsefni þessarar greinar sé „secure shell“ þá er samt sem áður hægt að yfirfæra aðferðafræðina yfir á aðrar þjónustur sem hýstar eru á miðlara sem tölvuþrjótur hefur brotist inn á, t.d. ftp, http, imap og fleiri. Lykilorð eru veik Í raun er öryggi sem byggir á lykilorðum næstum alltaf veikt. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar þá eru lykilorð ekki valin af nægilega miklu handahófi og hins vegar er ónægt óreiðustig í jafnvel hinum handahófskenndustu lykilorðum til þess að útiloka árásir öflugs mótherja, jafnvel árásir sem reyna alla möguleika. Meðal átta stafa lykilorð sem notandi velur sér inniheldur á milli 18 og 30 bita óreiðustig. Þetta stangast á við hámarks óreiðustigið (t.d. fjöldi bita af handahófi) af 56 (sjá [B]). Við kjörskilyrði (átta stafa handahófslykilorð) verður árás sem prófar alla möguleika að framkvæma í mesta lagi of 2^{56} prófanir, en þetta eru að jafnaði hraðir útreikningar, þótt það sé háð útfærslum. Þetta er mjög há tala en ekki umfram reiknigetu tölva í dag. 2^{30} prófanir er hægt að framkvæma á ferðavél á nokkrum sekúndum. Lögmál Moore, sem Gordon Moore stofnandi Intel lagði fram árið 1965, segir að reikniafl tölva tvöfaldist á 18 mánaða fresti. Þessi spá hefur verið ótrúlega nærri marki undanfarna fjóra áratugi, Ef við gerum ráð fyrir því að reikniaflið muni halda áfram að þróast jafn hratt og við viljum að öryggisaðferðir okkar standist veldisvaxandi árásir t.d. tæmandi árásir í x fjölda ára þá verðum við að gera ráð fyrir því að árásirnar verði 2^(2/3x) öflugri en í dag. Söltun er aðferð sem notuð er til að auka handahóf lykilorða með sam­ Staðbundnar árásir tengdar notkun á lykilorðaauðkenningu í ssh Markmið þessarar greinar er að gefa yfirsýn yfir árásir sem framkvæmdar eru af tölvuþrjótum gegnum Internetið í dag vegna veikleika sem eru til staðar þegar lykilorðaauðkenning er notuð í ssh-skipanaham á Unix-kerfum. Ýmsar útgáfur árása af þessu tagi hafa verið framkvæmdar í mörg ár og munu halda áfram að vera framkvæmdar þar til hætt verður að nota lykilorðaauðkenningu. Tilkoma nýrra tóla eins og ssheater hefur gert tölvuþrjótum lífið einfaldara. Þó svo að aðferðirnar sem ssheater beitir hafi verið notaðar innan lokaðra hópa í nokkur ár þá hafa slík tól ekki farið í almenna dreifingu fyrr en nú.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.