Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 18
1 8 | T Ö L V U M Á L Landsaðgangur Eitt af markmiðunum með Landsaðgangi er að efla menntun og rannsóknir hérlendis með því að auka aðgang að erlendu vísindaefni. Tímarit gegna lykilhlutverki í miðlun nýrrar vísindalegrar þekkingar og hefur svo verið frá upphafi, en fyrstu vísindatímaritin hófu göngu sína árið 1665: Le journal des sçavans í Frakklandi og Philosophical transactions í Bretlandi. Undir lok 17. aldar er talið að um 30 tímarit hafi verið gefin út, en um 1830 voru þau orðin 300 talsins2. Síðan hefur útgáfa vísindatímarita vaxið ár frá ári og má í því sambandi nefna að í júní 2007 voru um 60.000 rafræn tímarit skráð í Ulrich tímaritaskrána, þar af um 7.000 eingöngu gefin út á rafrænu formi3. Áður en verkefnið um Landsaðgang hófst voru um 4.000 tímaritatitlar í áskrift á íslenskum söfnum4. Í árslok 2007 voru titlar í Landsaðgangi einum hins vegar um 14.0005. Auk þess greiða flest söfn einnig fyrir séráskriftir að tímaritum og því er ljóst að heildartalan er talsvert hærri. Rétt er að fram komi að einungis hluti tímarita í Landsaðgangi eru í áskrift beint frá útgefendum, önnur eru keypt frá milliliðum á borð við ProQuest og Ebscohost, sem felur m.a. í sér að nýjustu árgangar einstakra tímarita eru ekki aðgengilegir. Skilgreining rafrænna tímarita tekur fyrst og fremst mið af hinum rafræna dreifingarmáta og þeim möguleikum sem felast í honum. Kostnaður við dreifningu lækkar, sem hefur gert útgefendum kleift að bjóða innkaupasamlögum á borð við Landsaðganginn öll útgáfurit sín í einum pakka yfir ákveðið árabil (e. Big Deal). Pakkarnir spara samlagsaðilum peninga og vinnu við samningagerð um leið og þeir gera þeim kleift að bjóða uppá fleiri titla en áður án aukins vinnuframlags starfsmanna á söfnum, s.s. við innkaup, skráningu, uppröðun og innheimtu hefta. Útgáfutími styttist til muna og hægt er að gera einstakar greinar aðgengilegar um leið og þær berast útgefanda í hendur. Er það mikil breyting frá því sem áður var þegar útgáfan tók jafnan nokkra mánuði og jafnvel ár. Rafræn útgáfa og dreifing eykur jafnframt aðgengi að tímaritum. Hægt er að skoða einstök hefti og greinar sem viðkomandi hefur aðgang að hvort sem er í skóla, á vinnustað eða heima. Hægt er að skoða efnið hvenær sem er, óháð opnunartíma safna. Auk þess geta margir lesið sömu greinina í einu, þar með dregur úr vinnu við ljósritun og notendur bókasafna grípa sjaldnar í tómt. Rafræn tímarit spara dýrt húspláss og gera söfnum kleift að komast af með minna rými en ella hefði verið mögulegt. Aukinn aðgangur Íslendinga að vísindaefni Hljóðlát bylting Þróun á sviði upplýsingatækni síðastliðin fimmt án ár hefur umbylt starfsemi bókasafna og upp lýsinga- miðstöðva og þeirra sem þar starfa. Um byltingarinnar sér einkum stað í aukinni hagræðingu ýmissa verkþátta, betri nýtingu á fjármagni og stórbættu aðgengi notenda að upplýsingum um safnkost og að honum. Hérlendis á það einkum við um vísindatímarit á fjölmörgum fræðasviðum. Það má ekki síst þakka verkefninu um Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Lands aðgangurinn hófst þann 23. apríl 1999 þegar opnað var fyrir aðgang þjóðarinnar að alfræðiritinu Britannica. „Hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Aðgangurinn er opinn og endurgjaldslaus hjá notendum á Ís landi sem eru tengdir íslenskum netveitum þar sem hið opinbera, bókasöfn, stofnanir og fyrirtæki hafa þegar greitt fyrir áskriftirnar”1. Aðgangur heillar þjóðar að upplýsingum með þessum hætti er einsdæmi í heiminum. Hvatann að verkefninu má rekja til málþings sem Félag bókavarða í rann- sóknarbókasöfnum stóð fyrir árið 1997 undir yfirskriftinni, „Upplýsingar á Interneti, málþing um aðgang atvinnulífs og vísindasamfélags að upplýsingum og upplýsingastefnu ríkisstjórnarinnar frá 1996, Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið.“ Guðrún Tryggvadóttir, forstöðumaður Bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík Sólveig Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri Bókasafns og upplýsingasviðs Landspítala Aðgangur heillar þjóðar að upplýsingum með þessum hætti er einsdæmi í heiminum Eftir því sem upplýsingar um útgefið efni verða aðgengilegri víkkar sjóndeildarhringur notenda

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.