Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 47

Tölvumál - 01.11.2008, Blaðsíða 47
T Ö L V U M Á L | 4 7 undarlega mann standandi yfir sér með stoppúrið. Þessi hagræðingarbylgja átti sér mótmælendur, meðal annars gerði Chaplin myndina „Nútíminn“ til að mótmæla iðnvæðingunni og ofur­hagræðingunni sem henni fylgdi. Sennilega misstum við eitthver lífsgæði í þeirri byltingu en ég er svo samdauna hagræddum nútíma að ég treysti mér ekki til að meta hver þau voru. Þegar menn leggja af stað í hagræðingarferli er ekki alltaf augljóst í hvaða átt er verið að fara. Oft leggja menn af stað með vitlausar spurningar og svörin verða eftir því. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn spurði mig Íslendingur: „Hvaða strætó er best að taka til Hróarskeldu?“ Spurningin var röng og þó ekki, því lest gengur þangað og hún er langbesta leiðin. Hann spurði mig bara ekki um lestir. Þegar hagræðing verður óhagræðing Þökk sé hagræðingu í verslun eru hillumiðar nú skjáir og breytast eins og skjölin í ráðuneytinu Minitrue í bókinni 1984 þar sem fortíðin hvarf og það var engin leið að reyna að fletta einhverju upp því nýji sannleikurinn hafði alltaf verið sannleikurinn. Með gömlu hillumiðunum var þó hægt að fletta í gegnum setlög af álímdum verðmiðum til að sjá verðbólguna að verki. Hagræðing er frábær þegar til stendur að gera ákveðna hlut mjög vel en stundum kemur einhæfnin í bakið á manni eftirá. Kartöflubændur á Írlandi notuðu allir sama útsæðið því það skilaði stærstu uppskerunni en þegar sjúkdómur herjaði á einmitt þetta afbrigði varð neyðin þeim mun meiri. Ekki er vitað hversu margir dóu á Írlandi 1846 út af þessari einhæfu ræktun en flestar heimildir segja meira en milljón. Í Danmörku voru tíu miða sundkort ekki götuð eins og í Reykjavík heldur með strikamerki eins og í Kópavogi. Þetta var hluti af hagræðingu á rekstri sundstaða. Fjöldi skipta var bara geymdur í tölvunni á sundstaðnum svo ég hafði í raun ekkert í höndunum. Eitt sinn mætti ég í sund og var spurður „Hvað heldurðu að þú eigir mörg skipti eftir?“ Ég giskaði. Frúin sagði „segjum það bara“. Hún skýrði mér svo frá því að þjófur hefði stolið tölvunni undir afgreiðsluborðinu fyrir viku og engin afrit af inneign viðskiptavina hefðu verið til. Þarna hefði verið gott að geta framvísað korti með götum á þótt gatatöngin hafi verið gamaldags. Svipaðar sögur endurtaka sig hér og þar. Hver hefur ekki lent í því að geta ekki fengið afgreiðslu því símalínan til Visa var ekki í lagi og það var enga afgreiðslu að hafa með gamla laginu? Afritataka af gögnum er meðvituð óhagræðing sem menn eru tilbúnir að lifa með af því það verða að vera til fleiri en ein leið að gögnunum aftur. Má ekki líka segja að fleiri en ein leið við að gera hlutina þurfi að varðveitast? Krossfarar hagræðingar ættu að hafa ákveðna auðmýkt í farteskinu áður en þeir henda öllu sem gamalt er.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.