Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 20

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 20
Ástráður Eysteinsson Hvemig er þessu vestræna hefðarveldi haldið við? Menntun og mála- kennsla, sem tryggir aðgang að frumtextunum og fræðilega umfjöllun um þá, er að sjálfsögðu grundvallaratriði, en sérstaklega þó að því leyti sem slík sérfræðiþekking tengist þýðingu verkanna á nútímamál. Það er umhugs- unarvert að á þeim öldum er nám í grísku og latínu var fastur liður í skólamenntun á Vesturlöndum, gegndu þýðingar klassísku verkanna á þjóðtungur samt mikilvægu hlutverki, að hluta sem námsaðferð, en einnig í bókmenntalífinu almennt, þar sem útgefnar þýðingar voru ekki síst lesnar af mönnum sem þekktu til frumtextanna en höfðu áhuga á að sjá hvernig verkin skiluðu sér á þeirra eigin móðurmáli. Þýðingar eru svo vitanlega eina leið alls þorra nútímalesenda að fornklassísku verkunum, enda hafa þekkt- ustu verkin verið þýdd hvað eftir annað á tungur stærstu Evrópuþjóða. Hið sama á svo við um síðari tíma verk sem náð hafa inn á hefðarpallinn, svo- sem Hinn guðdómlega gleðileik Dantes, Don Kíkóta eftir Cervantes, leikrit Shakespeares og þekktustu verk Goethes. Þar með er æ og aftur staðfest gildi slíkra verka; þau eru einskonar gullfótur í vestrænni menningarhefð. Hugtakið „heimsbókmenntir“ er oft og iðulega notað um verk sem eiga, eða tettu að mati einhvers að eiga, aðild að þessu hefðarveldi. I þessu hlut- verki er hugtakið ekki síst einskonar gaðastimpill. Frá íslandi til Nýja-Sjálands I umsögn sinni er Wellek ljóslega að vísa til þessa hefðarveldis, en þó er eins og einnig sé hér á ferð önnur merking „heimsbókmennta", eða hvað á hann við þegar hann segir að hugtakið merki „allar bókmenntir frá Islandi til Nýja-Sjálands“? Áður tilvitnuð umsögn er í riti frá 1955 en þegar að er gáð er hún tekin lítið breytt úr hinni þekktu bók Welleks og Austins Warren, Theory of Literature, sem fyrst kom út 1949. Þar segir: Hugtakið „heimsbókmenntir", þýðing á Weltliteratur Goethes, er ef til vill óþarflega tilkomumikið, þar sem það felur í sér að kanna skuli bók- menntir í heimsálfunum fimm, frá Nýja-Sjálandi til fslands. Goethe hafði reyndar ekkert slíkt í huga. Hann notaði „heimsbókmenntir" sem vísun til þess tíma þegar allar bókmenntir myndu verða ein heild. Þetta var hugsjón sameiningar allra bókmennta í einum allsherjar samhljómi, þar sem hver þjóð myndi eiga sinn þátt í alheimskonsert.* * * 8 og um stöðu einstakra höfunda í hefðarveldi má m.a. lesa í greinasafninu Literarische Klassik, ritstj. Hans-Joachim Simm, Frankfurt am Main: Suhrkamp 1988. Sjá einnig bókina Canons, ritstj. Robert von Hallberg, Chicago: Chicago University Press 1984. 8 René Wellek og Austin Warren: Theory of Literature, Harmondsworth: Penguin Books 1978, bls. 48. I formála bókarinnar (bls. 8) kemur fram að Wellek beri meginábyrgð á kaflanum sem tilvitnunin er sótt í. 18 á JSz£AÍÍ,SÍ--TÍMARIT I'ÝÐENDA NR. 8 / 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.