Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 22

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 22
Ástrdður Eysteinsson í þessu opna kerfi, í víðasta skilningi þess, bjóðast hverjum og einum ótal hugsanlegar tengingar milli menningarheima. Hinsvegar hefur hver og einn mjög takmarkaðan aðgang að þessu ótali verka á frummálunum. Þessi þáttur hugtaksins, líkt og sá sem stýrist af tilteknu hefðarveldi, er því mjög háður þýðingum. Það dregur nokkuð úr svimandi víðáttu heims- bókmennta að nota hugtakið um þau bókmenntaverk sem eru þýdd. Ólíkt hinu vestræna hefðarveldi (eða þjóðlegu úrvali sem sett er saman á svip- aðan hátt) er þó ómögulegt að koma traustum böndum á þetta bókasafn. Frá þessu sjónarhorni er þýðing ekki gæðastimpill sem tryggir stöðu verks- ins í einhverskonar stigveldi, heldur felast óræðari gildi í gjörningi og rit- verki þýðingarinnar, nefnilega þau er tengjast heimskönnun lesandans, frjálsri leit hans og jafnframt frjálsri viðleitni til að skilja erlendan merk- ingarheim. Þetta getur að sjálfsögðu einnig átt við um lestur á þekktum verkum úr hefðarveldinu, en hræringarnar og tengingarnar í slíkum „heimslestri“ eru aðrar og ófýrirsjáanlegri en ella. Þýðingar í þessum skiln- ingi eru „smábókmenntir“, svo notað sé orðalag Franz Kafka um bók- menntasköpun sem stjórnast ekki af hefðbundnum hugmyndum um „einstaka hæfileika“. Frönsku fræðimennirnir Gilles Deleuze og Félix Guattari taka mið af þessum orðum í útfærslu sinni á hugtakinu smábók- menntir, sem þeir beita á sérlega athyglisverðan hátt í greiningu sinni á höfundarverki Kafka sjálfs. „Smár“ merkir ekki lítilvægur hér. Smábók- menntir fela í sér andóf gegn heildarskynjun sem er í senn bundin hefð og stigveldi; í þeim felst róttækni, bókmenntapólitísk hugsun sem hafnar fölsku sjálfstæði og upphafningu skáldskapar sem og pólitísku þjónustu- hlutverki bókmennta. Smábókmenntir flytjast ekki upp og niður eftir lóð- réttum gildisás heldur flæða þær lárétt um tungumálið og samfélagið og finna tengsl þar sem engin virtust fyrir.10 Þýöingar og lesendur Sterk staða höfunda í alþjóðlegu hefðarveldi þarf ekki að koma í veg fyrir að lesa megi verk þeirra sem smábókmenntir, eins og sjá má á hinni áhrifa- miklu bók Deleuze og Guattari um ritverk Kafka (sem var löngu orðinn einn viðurkenndasti nútímahöfundur Vesturlanda er þeir skrifuðu bók io Gilles Deleuze og Félix Guattari: Kafka. Toward a Minor Literature, þýð. Dana Polan, Minneapolis: University of Minnesota Press 1986 (birtist fýrst á frönsku 1975). í umsögn minni nýti ég mér nokkur orð úr eldri grein minni, þ.e. „Á afskekktum stað. Um tjáningarform og sköpulag í textum Franz Kafka“, Umbrot. Bókmenntir og nútimi, Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, bls. 169. Umfjöllun Kafka um smábókmenntir er í dagbókarfærslu hans 25. desember 1911, sbr. sérhefti Bjarts ogjbi Emilíu, nr. 10, 1993, bls. 59-61. 20 á — Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.