Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 81
Rólan
Hvert sem það ljós var sem frá gyðju geislað
hefði fyrr meir, er leið hún upp af lindum,
það hefði átt við hér. Hér ætti að vera
hreint lín og tálétt tilbiðjendalið,
skrúðfylking, andakt. En í þess stað tók hún
teygjusokkana, hvorn upp brettan, og á sig
dró hún þá, líkt og lífið sem hún brást ei,
þótt vart væri ætlað henni. Og er hún hafði
skolað sitt fat, þá flutti hún sig til okkar
að rólunni til þess að þóknast hópnum;
hvorki neitt óviðeigandi né hennar snið;
freistaðist til þess, aðeins andartak,
hálf-bætandi sér upp hálf-bannsettans eitthvað.
Við fundum innst hún ætti að ráða sínu.
#
Að hefja sjálfur sveiflu, þurfti’ að kippa
kaðlinum hærra svo hann félli að baki
og stíga aftur, strekkja, standa á tá
og spyrna vel. f>á þeyttist samansöfnuð
orka frá mjóhrygg upp í háa loft.
Höfuðið aftursveigt. Öll hlaðan hriktir.
#
Við náðum eitt af öðru himin-hæð.
Og hagar þorpsins hurfu undir flugbraut.
I Hiroshima beinaljósin leiftra.
Concorde-nef stefndu flugi fram í tíð.
Svo hvað áttum við þá að hanga hér,
þrátt fyrir allt?
Þrátt fyrir allt: Við þutum
langt fram úr sjálfum okkur, yfir, ofar
harðsárum sperrum herðablaðanna,
togi og gagntogi greina í okkar örmum.
Karl Guðmundsson þýddi
á — Menninga(r)miðlun í ljóði og verki
79