Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 103

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 103
Frá hjali til tals 2. Inngangur: Hiö menningarlega samhengi Finnska ljóðið, frumtexti þýðingarinnar, sem við ætlum að skoða, ber heitið „(1905)“ og fjallar m.a. um Rússland. Hér á eftir fer því stutt sögu- leg upprifjun til betri skilnings á ljóðinu: Fyrstu daga ársins 1905 var efnt til verkfalla í St. Pétursborg, höfuðborg rússneska keisaraveldisins. Nikulás II, sem af barnaskap ríghélt í ótak- mörkuð völd sín, lét tvístra friðsamlegri fjöldagöngu með skotárás fyrir framan Vetrarhöllina. I göngunni voru verkamenn sem báru keisara- myndir, ldrkjufána og íkona. Þessi „blóðugi sunnudagur“ varð kveikjan að miklum uppþotum sem fóru um landið í allnokkrum bylgjum. Hámarki náðu þau eftir ósigur Rússa í stríðinu við Japana. í október 1905 brutust út verkföll og í Pétursborg voru mynduð fulltrúaráð verkamanna, svokölluð sovét. En sovétið í Pétursborg var leyst upp og Trotskí varaforseti þess dæmdur til ævilangrar útlegðar í Síberíu. Öfugt við það, sem gerðist í Pétursborg, kom einnig til vopnaviðskipta í Moskvu. Þar tókst verka- mönnum um skeið að standa uppi í hárinu á sérsveitum sem sendar voru á vettvang frá höfuðborginni. Fyrsta vopnaða baráttan (svokölluð „loka- æfmg“) um félagslega og pólítíska nýskipan í hinu fallvalta keisaradæmi hófst 8./21. desember 1905. 20. desember/2. janúar höfðu verkamennirnir í Moskvu verið ofurliði bornir. „Moskovassa taistellaan / sanoi isá“ („I Moskvu er barist / sagði pabbi“): Með þessari setningu minnir Arvo Turtiainen - skáldið sem fæddist í Helsinki, þá höfuðborg rússneska stórfurstadæmisins Finnlands, árið 1904 - sex áratugum seinna á atburði aðventunnar árið 1905. Ljóðið, sem setningin stendur í, heitir „(1905)“. Hér á næstu síðu er finnski frumtextinn frá árinu 1967 vinstra megin, í miðjunni millilínu- þýðing sem ég gerði árið 1988 og hægra megin þýsk þýðing frá 1982. 3. Skáldskapartækni frumtextans Lítum fyrst á frumtextann og skáldskapartækni þá sem þar er beitt. Ljóðið, sem er 19 línur, tekur ekki mið af neinni hefðbundinni bragfræðilegri formgerð í finnsku, þar er hvorki um áberandi bragarhátt né viðtekna rímskipan að ræða. Textinn verkar engu að síður sem ljóð og það á hann nokkrum einingum að þakka þar sem tungumálinu er beitt á skáldlegan hátt; þessar textaeiningar dreifast reyndar mjög ójafnt á heildartextann. Þetta kemur skýrt í ljós þegar hugað er að hinum fjórum mismunandi röddum sem heyra má í línunum 19. Hið ljóðræna ég kemur ýmist fram sem ljóðmælandi eða sem lítið barn, en einnig koma móðirin og faðirinn fram. Ef einstök orð . eru flokkuð undir þessar fjórar raddir birtist eftirfarandi mynd: á Æœpúá' — Menninga(r)miðlun í ljóði og verki ioi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.