Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 129

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 129
Gert Kreutzer Verkefni og tækifæri háskólakennara viö miðlun bókmennta Margir háskólakennarar við norrænudeildir háskóla í Þýskalandi leggja sig fram við að miðla norrænum bókmenntum til almennings langt umfram það sem snýr að verkefnum þeirra sem kennara og fræðimanna - með mis- munandi áherslum, vitanlega, í samræmi við áhugasvið þeirra, eftirspurn, fræðaáherslur deildarinnar og síðast en ekki síst persónuleg tengsl. Þannig tengjast mörg starfssystkini mín í neti sem hefur áhrif á miðlun norrænna bókmennta til lesenda í Þýskalandi. Reynsla mín á þessu sviði er þess vegna dæmigerð og á engan hátt óvenjuleg. Upphafið má rekja til gríðarlegs áhuga á bókmenntum eins og hjá svo mörgum texta- og bókmenntafræðingum og með tíð og tíma beindist hann æ meir að norrænum bókmenntum og svo sérstaklega að íslenskum. Hvað miðlun íslenskra bókmennta snertir þá sá ég að henni var orðið nokkuð áfátt í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir upp úr sjötta og sjöunda áratugnum og átti það einkum við samtímabókmenntirnar. Hér var hægt að taka til starfa á mörgum sviðum til þess að bæta aðeins úr þessu. Rannsóknir f fyrstu var vitanlega mikilvægast fyrir mig að kynnast íslenskum bók- menntum sjálfur, læra íslensku og lesa síðan og lesa ... Það átti auðvitað fyrst og fremst við um bókmenntirnar sjálfar, en síðan tók ég fyrir fræði- legar heimildir sem þá voru ekki miklar að vöxtum. Árangur þessarar vinnu kom síðan fram með ýmsu móti, t.d. í fregnum af nýjum íslenskum bókum í tímaritinu Skandinavistik (1973 og 1974), í grein um Ólaf Jóhann Sigurðsson (1978), í yfirliti um íslenskar bókmenntir frá 18. öld til 20. aldar í safnriti og grein um tímabil og stefnur í íslenskri skáldsagnagerð síðustu áratuga (Danzig 1985 og Posen 1986). Titill hennar var með nokkrum yfirlýsingarbrag: „Ekki aðeins Laxness — íslenska skáldsagan eftir seinni heimsstyrjöld“ (1986). Nokkrum árum síðar fjallaði ég um íslenska samtímaljóðlist („Bylting módernisma í íslenskri ljóðlist", 1988). Greinin á' — Menninga(r)miðlun í ljóði og verki 12 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.