Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 129
Gert Kreutzer
Verkefni og tækifæri háskólakennara
viö miðlun bókmennta
Margir háskólakennarar við norrænudeildir háskóla í Þýskalandi leggja sig
fram við að miðla norrænum bókmenntum til almennings langt umfram
það sem snýr að verkefnum þeirra sem kennara og fræðimanna - með mis-
munandi áherslum, vitanlega, í samræmi við áhugasvið þeirra, eftirspurn,
fræðaáherslur deildarinnar og síðast en ekki síst persónuleg tengsl. Þannig
tengjast mörg starfssystkini mín í neti sem hefur áhrif á miðlun norrænna
bókmennta til lesenda í Þýskalandi. Reynsla mín á þessu sviði er þess
vegna dæmigerð og á engan hátt óvenjuleg.
Upphafið má rekja til gríðarlegs áhuga á bókmenntum eins og hjá svo
mörgum texta- og bókmenntafræðingum og með tíð og tíma beindist hann
æ meir að norrænum bókmenntum og svo sérstaklega að íslenskum. Hvað
miðlun íslenskra bókmennta snertir þá sá ég að henni var orðið nokkuð
áfátt í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir upp úr sjötta og sjöunda
áratugnum og átti það einkum við samtímabókmenntirnar. Hér var hægt að
taka til starfa á mörgum sviðum til þess að bæta aðeins úr þessu.
Rannsóknir
f fyrstu var vitanlega mikilvægast fyrir mig að kynnast íslenskum bók-
menntum sjálfur, læra íslensku og lesa síðan og lesa ... Það átti auðvitað
fyrst og fremst við um bókmenntirnar sjálfar, en síðan tók ég fyrir fræði-
legar heimildir sem þá voru ekki miklar að vöxtum. Árangur þessarar
vinnu kom síðan fram með ýmsu móti, t.d. í fregnum af nýjum íslenskum
bókum í tímaritinu Skandinavistik (1973 og 1974), í grein um Ólaf Jóhann
Sigurðsson (1978), í yfirliti um íslenskar bókmenntir frá 18. öld til 20. aldar
í safnriti og grein um tímabil og stefnur í íslenskri skáldsagnagerð síðustu
áratuga (Danzig 1985 og Posen 1986). Titill hennar var með nokkrum
yfirlýsingarbrag: „Ekki aðeins Laxness — íslenska skáldsagan eftir seinni
heimsstyrjöld“ (1986). Nokkrum árum síðar fjallaði ég um íslenska
samtímaljóðlist („Bylting módernisma í íslenskri ljóðlist", 1988). Greinin
á' — Menninga(r)miðlun í ljóði og verki
12 7