Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Qupperneq 4
4 Fréttir Áramótablað 30. desember 2014
Glæsileg búð full
af áramótavörum
Opið til kl. 17:00
á gamlársdag
Fa x a F e n i 11, R e y k jav í k - S. 534- 0534 - w w w.pa R t y b u d i n. i S
Auglýsir eftir
lífeyrissjóði
Helgi Vilhjálmsson, oftast kennd
ur við Góu, auglýsir eftir lífeyris
sjóði sem hefur áhuga á að nýta
sér heimild sem sett var í lög árið
2011 og fjárfesta í húsnæði sem
hentar öldruðum. Helgi hefur í
fjölda ára gagnrýnt lífeyrissjóða
kerfi Íslands og markmið þess í
þágu þeirra sem eiga lífeyrissjóð
ina. „Það vantar töluvert upp á
að aldraðir njóti húsnæðis sem
uppfyllir þarfir þeirra hvað varðar
einkalíf. Það hefur sýnt sig að fjár
festingar í fasteignum sem slíkum
eru meðal öruggustu fjárfestinga
sem völ er á. Sá lífeyrissjóður sem
ræðst í slíkt verkefni ætti því að ná
nokkrum markmiðum í einu; arð
bærri fjárfestingu, uppfylla þörf
hjá sjóðsfélögum og taka stórt
skref í átt að betra lífi fyrir alla
landsmenn,“ segir Helgi.
Keppast við
að hirða sorp
Sorphirða Reykjavíkurborgar hef
ur keppst við að hirða sorp í þeim
hverfum sem ekki náðist að klára
fyrir jól. Starfsfólk sorphirðunnar
vinnur við erfiðar aðstæður því
færð er víða þung vegna hálku
og klakaruðninga. Fólk er beðið
um að sjá til þess að aðgengi
að sorpílátum sé sem allra best
þannig að sorphirða gangi eins
vel og mögulegt er. „Það er mjög
mikil vægt að fólk hjálpi okkur við
hreinsunina með því að hreinsa
vel frá tunnunum þannig að hægt
sé að tæma þær hratt og vel,“ seg
ir Eygerður Margrétardóttir hjá
sorphirðunni. „Það flýtir fyrir í
svona ástandi.“
I
nnanríkisráðuneytið hefur beðið
fórnarlömb lekamálsins afsök
unar á því trúnaðarbroti sem þau
urðu fyrir af hálfu ráðuneytis
ins þegar Gísli Freyr Valdórsson,
þáverandi aðstoðarmaður Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, lak viðkvæm
um persónuupplýsingum um þau
á valda fjölmiðla. Afsökunarbeiðn
in barst um miðjan desember og var
undirrituð af Hönnu Birnu sjálfri og
Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytis
stjóra.
Þetta staðfesta þau Katrín Odds
dóttir, lögmaður Evelyn Glory
Joseph, Stefán Karl Kristjánsson, lög
maður Tonys Omos, og Helga Vala
Helgadóttir, lögmaður ónafngreindr
ar íslenskrar konu, í samtali við DV.
Athygli vekur að afsökunarbeiðn
in er dagsett sama dag og Hanna
Birna sagði af sér ráðherraembætti
eða þann 21. nóvember. Hún barst
lögmönnunum þó ekki fyrr enn um
miðjan desembermánuð eða eftir að
Ólöf Nordal hafði tekið við sem inn
anríkisráðherra.
Síðbúin afsökunarbeiðni
Sem fyrr segir sagði Hanna Birna af
sér sem innanríkisráðherra þann 21.
nóvember síðastliðinn, nákvæmlega
ári eftir að DV fjallaði fyrst um leka
persónuupplýsinga úr innanríkis
ráðuneytinu. Ráðherra og aðstoðar
menn þrættu lengi fyrir að gögnun
um hefði verið lekið úr ráðuneytinu
en Hanna Birna varði Gísla Frey til
dæmis eftir að hann var ákærður og
sagði engar sannanir liggja fyrir um
að hann hefði framið glæpinn.
Þann 11. nóvember síðastliðinn
játaði Gísli Freyr svo að hafa lek
ið skjalinu en þá höfðu komið fram
frekari sönnunargögn sem sýndu
eindregið fram á sekt hans. Lögmenn
þeirra sem nafngreindir voru í minn
isblaði innanríkisráðuneytisins hafa
margoft gagnrýnt það að ráðuneytið
hafi aldrei séð ástæðu til að biðja
hlutaðeigandi afsökunar. Með afsök
unarbeiðninni sem barst rúmu ári
eftir að málið kom upp er loks kom
in fram formleg viðurkenning á því
frá ráðuneytinu að brotið hafi verið á
umræddum einstaklingum.
Brotið harmað
Líkt og komið hefur fram undir
rituðu þær Hanna Birna og Ragn
hildur Hjaltadóttir ráðuneytis
stjóri afsökunarbeiðnina en hún
hljómar svo: „Dómur hefur geng
ið í sakamáli fyrrverandi aðstoðar
manns innanríkisráðherra sem
viðurkennt hefur að hafa í nóvem
ber 2013 afhent tveimur fjölmiðlum
skjal úr ráðuneytinu sem innihélt
meðal annars persónuupplýsingar
um þig. Þessi afhending aðstoðar
mannsins á skjalinu var alvarlegt
lögbrot. Í ráðuneytinu er það harm
að að persónuupplýsingar um þig
hafi með þessu trúnaðarbroti að
stoðarmannsins komist í hend
ur óviðkomandi aðila. Innanríkis
ráðuneytið biður þig afsökunar á
þessum trúnaðarbresti.“
Innanríkisráðuneytið hefur enn
ekki beðið Evelyn Glory Joseph af
sökunar á þeim dylgjum sem birt
ar voru um hana á vef ráðuneyt
isins síðastliðið sumar en þar var
hún sögð vera „eftirlýstur hælisleit
andi“ án þess að ásakanirnar væru
útskýrðar frekar. Katrín Oddsdóttir,
lögmaður Evelyn, sagði í samtali við
fréttastofu RÚV að ráðuneytið gæti
verið skaðabótaskylt vegna þessara
ærumeiðandi aðdróttana í hennar
garð. Í kjölfarið voru ummælin um
Evelyn fjarlægð án þess þó að hún
væri beðin afsökunar á þeim.
Á götunni
DV greindi fyrr í mánuðinum frá því
að Tony héldi til á lestarstöð í Mílanó
á Ítalíu þar sem hann betlar sér til
matar. „Ég veit ekki hvað ég hef gert til
þess að eiga þessa framkomu stjórn
valda skilið,“ sagði Tony í símavið
tali við DV þann 12. desember síð
astliðinn. „Hvers vegna hata þau
mig svona mikið?“ spurði hann enn
fremur. Evelyn býr nú í Reykjanes
bæ ásamt tíu mánaða syni þeirra
Tony en í viðtali sem Kvennablaðið
birti við hana á aðfangadag jóla kom
fram að það lægi sérstaklega þungt á
henni að Tony skyldi missa af fyrstu
jólum sonar þeirra.
„Ég veit að hann er dapur aleinn
þarna úti í kuldanum og án fjöl
skyldunnar. Hann ætti að vera hérna
heima með okkur, fjölskyldunni
sinni. Þetta eru fyrstu jólin hans Osa
yantin og hann ætti að upplifa þau
með bæði mömmu sinni og pabba,“
sagði Evelyn og tók fram að besta
jólagjöfin hefði komið með pósti frá
Tony, en hann keypti litla gjöf handa
syni sínum til þess að gleðja hann um
jólin.
Stefán Karl Kristjánsson, lög
maður Tonys, staðfestir í samtali við
DV að nýlegum úrskurði Héraðs
dóms Reykjavíkur í máli Tonys gegn
Útlendingastofnun og íslenska ríkinu
verði áfrýjað til Hæstaréttar. n
Hanna Birna bað
Tony afsökunar
n Fórnarlömbum lekamálsins barst afsökunarbeiðni eftir að Ólöf Nordal tók við
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Innanríkisráðu-
neytið biður þig
afsökunar á þessum
trúnaðarbresti
„Dómur hefur geng-
ið í sakamáli fyrr-
verandi aðstoðarmanns
innanríkisráðherra sem
viðurkennt hefur að hafa
í nóvember 2013 afhent
tveimur fjölmiðlum skjal úr
ráðuneytinu sem innihélt
meðal annars persónu-
upplýsingar um þig.
Undirritaði afsökunarbeiðni Hanna
Birna undirritaði afsökunarbeiðni sem fórn-
arlömbum lekamálsins barst um miðjan
desember eða eftir að Ólöf Nordal hafði
tekið við ráðherraembætti. Mynd SigtryggUr Ari
Fengu afsökunarbeiðni Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar þrættu lengi vel fyrir að persónuupplýsingum hefði verið lekið úr innan-
ríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Tony og Evelyn fengu nýlega afsökunarbeiðni frá ráðuneytinu vegna trúnaðarbrotsins. Mynd SigtryggUr Ari
Óvissa með ráðherraefni
Þingmaður Reykvíkinga líklega ráðherra
Ö
ll kjördæmin utan Reykjavíkur
eiga ráðherra úr okkar röðum.
Það er mín skoðun að næsti ráð
herra eigi að koma úr Reykja
víkurkjördæmunum,“ segir Sigrún
Magnúsdóttir, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, í samtali við DV.
Síðdegis í gær hafði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, ekki óskað eftir
því að boðað yrði til þingflokksfundar
til að ræða skipun ráðherra á vegum
flokksins í embætti umhverfis og auð
lindaráðherra. Sigurður Ingi Jóhanns
son hefur frá myndun núverandi rík
isstjórnar gegnt því embætti samhliða
störfum sínum sem landbúnaðar og
sjávarútvegsráðherra.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru
níu, fimm sjálfstæðismenn og fjórir
framsóknarmenn, en frá upphafi hef
ur verið gert ráð fyrir tíu ráðherrum,
fimm frá hvorum stjórnarflokkanna.
Þar með yrðu þeir tveimur fleiri en í
síðustu ríkistjórn sem beitti sér fyrir
sameiningu og fækkun ráðneyta úr
tólf í átta á kjörtímabilinu.
Sigrún bendir einnig á að komi nýr
ráðherra úr þingflokki Framsóknar
flokksins verði sá sami að segja sig úr
fastanefndum Alþingis og aðrir þing
menn taki þá við. Það geti því verið
jafn skynsamlegt að skipa nýjan ráð
herra þegar þing kemur saman 20.
janúar næstkomandi.
Þingmenn Framsóknarflokksins í
Reykjavík eru fjórir. Í suðurkjördæm
inu eru það Frosti Sigurjónsson og
Sigrún Magnúsdóttir. Í norðurkjör
dæminu Vigdís Hauksdóttir og Karl
Garðarsson. Líklegt verður að telja að
fyrir valinu verði einn þessara fjögurra
þingmanna.
Verði einnig gætt að kynjakvóta í
ráðherrahópnum hljóta Vigdís og Sig
rún að vera efstar á blaði. Þess má geta
að jafnvel þótt kona verði fyrir valinu
hallar á konur innan ríkisstjórnarinn
ar. Þær ná engu að síður 40 prósenta
kynjakvótareglunni og yrðu fjórar af
tíu ráðherrum. Geta má þess að jafnt
var með kynjum í síðustu ríkisstjórn. n
ráðherra úr reykjavík Sigrún Magnús-
dóttir þingflokksformaður telur að komið
sé að Reykjavík við val á ráðherra úr röðum
framsóknarmanna. Mynd SigtryggUr Ari