Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Page 31
Áramótablað 30. desember 2014 Fréttir 31
Átök, öfgasamtök, mannrán og slys
rússneska íbúa hér-
aðsins fyrir úkraínsk-
um þjóðernissinnum.
Tveimur dögum síðar,
3. mars, var greint frá
því að Rússar hefðu
fulla stjórn á skagan-
um sem féll illa í kramið
hjá bandamönnum Úkraínu og
andstæðingum Rússa, þar á með-
al Bandaríkjamönnum. Á blaða-
mannafundi 4. mars sagði Pútín að
Rússar áskildu sér rétt til að grípa til
vopna ef ráðist yrði að rússneskum
borgurum á svæðinu. John Kerry,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
ferðaðist til Úkraínu í mánuðin-
um til að sýna stjórnvöldum þar
stuðning. Boðaði hann að viðskipta-
þvingunum yrði beitt gegn Rúss-
um. Það hafði lítið að segja því í
atkvæðagreiðslu sem haldin var í
héraðinu 16. mars samþykktu 97%
íbúa að Krímskagi skyldi aðskil-
inn Úkraínu. Í kjölfarið fór þingið á
Krímskaga fram á það við Rússa að
skaginn lyti stjórn þeirra. Þann 24.
mars drógu Úkraínumenn hersveit-
ir sínar frá Krímskaga og þremur
dögum síðar, 27. mars, samþykkti
allsherjarráð Sameinuðu þjóð-
anna ályktun þess efnis að aðgerðir
Rússa á Krímskaga væru ólöglegar,
þar á meðal kosningarnar sem fram
fóru nokkrum dögum fyrr. Und-
ir lok marsmánaðar veitti Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn Úkraínumönn-
um neyðarlán upp á 18 milljarða
Bandaríkjadala.
29 létust
í hnífaárás
1. mars Tuttugu og níu manns
voru myrtir þegar hópur manna
réðst á umkomulausa vegfarendur
á lestarstöð í borginni Kungming í
suðvesturhluta Kína. 130 særðust í
árásinni sem framin var af aðskiln-
aðarsinnum frá Xinjiang-héraði í
norðvesturhluta Kína. Í september
voru fjórir árásarmannanna dæmd-
ir til dauða og sá fimmti var dæmd-
ur í lífstíðarfangelsi. Hinir létust
þegar lögregla skaut þá til bana á
vettvangi árásarinnar.
Flugvélin hvarf
sporlaust
8. mars Flugvél
malasíska flug-
félagsins Mala-
ysian Airlines,
MH 370, hvarf
sporlaust með 239
manns innanborðs.
Þetta er eitt dularfyllsta atvik flug-
sögunnar. Samband rofnaði við vél-
ina milli Malasíu og Víetnam og var
ýmsum kenningum varpað fram um
hvarf vélarinnar sem hvorki tangur
né tetur hefur fundist af þrátt fyrir
umfangsmikla leit. Þann 24. mars
tilkynnti forsætisráðherra Malasíu,
Najib Razak, að vélin hefði farið í
sjóinn í Indlandshafi en hún var
á leið til Peking í Kína. Mörgum
spurningum er enn ósvarað varð-
andi hvarf MH 370, meðal annars
hvers vegna vélin fór í sjóinn í Ind-
landshafi og, umfram allt, hvers
vegna hún hvarf.
529 dæmdir
til dauða
24. mars Dómstóll í Matay í
Egyptalandi dæmdi hvorki fleiri
né færri en 529 íslamista til dauða
vegna þátttöku þeirra í blóðugum
mótmælum í ágústmánuði 2013.
Réttarhöldin stóðu yfir í aðeins tvær
klukkustundir og voru 400 hinna
ákærðu ekki viðstaddir réttarhöldin.
Mannréttindasamtök um allan
heim fordæmdu dauðadómana. Um
mánuði síðar var 492 dómum breytt
í lífstíðarfangelsi. Þar með er ekki öll
sagan sögð því hundruð manna, að-
allega stuðningsmenn Bræðralags
múslima, voru dæmd til dauða síðar
á árinu.
Pistorius
gráti næst
7. apríl Suðurafríski
spretthlauparinn
Oscar Pistorius kom
fyrir dóm í Pretóríu
en hann varð unnustu
sinni, hollensku fyrirsætunni Reevu
Steenkamp, að bana í febrúar 2013.
Pistorius var gráti næst þegar hann
lýsti atburðarásinni þetta örlagaríka
kvöld. Hann hélt því fram að hann
hafi talið að um umbrotsþjóf væri
að ræða. Pistorius var sakfelldur fyr-
ir manndráp af gáleysi í september
síðastliðnum og í október var hann
dæmdur í fimm ára fangelsi.
Stærstu kosn-
ingar sögunnar
7. apríl Indverjar gengu til þing-
kosninga í aprílmánuði. Þó að þær
hafi byrjað 7. apríl stóðu þær yfir í
rúman mánuð. Kostnaðurinn við
þær er talinn hafa numið 5 millj-
örðum Bandaríkjadala en talið er
að aðeins bandarísku forsetakosn-
ingarnar 2012 hafi verið dýrari.
814 milljónir manna voru á kjör-
skrá sem þýðir að um var að ræða
stærstu kosningar sögunnar.
Skólastúlkum
rænt í Nígeríu
14. apríl 280 stúlkum
var rænt úr skóla í
norðausturhluta Níger-
íu og beindust spjótin
strax að íslamistahreyf-
ingunni Boko Haram.
Talið er að markmið sam-
takanna hafi verið að selja stúlkurn-
ar í vændi. Yfirvöld í Nígeríu voru
gagnrýnd harðlega fyrir vanmátt
sinn í að tryggja öryggi stúlknanna
og annarra íbúa svæða sem samtök-
in hafa herjað á.
Hörmulegt
ferjuslys
16. apríl Ferja með 459 manns
innanborðs, aðallega mennta-
skólanemendur, sökk und-
an suðurströnd Suður-Kóreu.
Af þeim létust 304. Þetta var
eitt versta ferjuslys í sögu Suð-
ur-Kóreu og beindist rannsókn
slyssins meðal annars að skipstjór-
anum, Lee Jun-seok, sem forðaði
sér frá borði þegar neyðin var sem
mest. Þá var hann ábyrgur fyrir
farmi ferjunnar, sem hvolfdi henni
þegar hún tók beygju. Í nóvember
var Lee dæmdur í 36 ára fangelsi
vegna slyssins.
Áfram átök í
Úkraínu
1.–15. maí Þó að Rússar hafi inn-
limað Krímskaga í marsmánuði
hélt ólgan milli Úkraínu og Rúss-
lands áfram. Úkraínsk yfirvöld létu
til skarar skríða gegn rússneskum
þjóðernissinnum í borginni Slovi-
ansk í austurhluta Úkraínu þann
2. maí. Rússar svöruðu með því að
skjóta niður tvær úkraínskar þyrlur.
Átökin bárust víðar, meðal annars
til borgarinnar Odessa við Svarta-
haf þar sem á annan tug manna lét
lífið í átökum úkraínska hersins og
rússneskra aðskilnaðarsinna. Hóp-
ur Rússa vildi endurtaka leikinn
frá því á Krímskaga og fá sjálfstæði
frá Úkraínu í austurhluta landsins.
Vladimír Pútín ákvað í kjölfarið að
draga 40 þúsund manna herlið sitt
til baka frá landamærum Úkraínu
og hvatti um leið aðgerðarsinna
til að láta af áætlunum sínum
um sjálfstæði. Aðskilnaðar-
sinnar í austurhluta Úkraínu
létu sér ekki segjast og héldu
eins konar sýndarkosningar
sem áttu að sýna vilja íbúa til að
segja skilið við Úkraínu. Vladimír
Pútín Rússlandsforseti ákvað að að-
hafast ekki meira.
Banvæn
aurskriða
2. maí Um 2.100 manns létust í
gríðarstórri aurskriðu sem féll í af-
ganska þorpinu Abi Barak. Um 300
heimili grófust undir aur og leðju
sem sums staðar var allt að 30 metr-
ar á dýpt. Um var að ræða einar
verstu náttúruhamfarir sem riðið
hafa yfir í Afganistan á 21. öldinni.
Poroshenko
kjörinn forseti
25. maí Úkraínski
auðkýfingurinn
Petro Poroshen-
ko var kjörinn
forseti Úkraínu
með yfirburð-
um. Hann hlaut
yfir 50 prósent at-
kvæða og því var ekki þörf á annarri
umferð kosninganna. Poroshenko,
sem kallaður hefur verið Súkkulaði-
konungurinn, hagnaðist á sælgætis-
framleiðslu. Hans beið það erfiða
verkefni að reisa sundraða Úkra-
ínu upp úr öskustónni. Aðeins
degi eftir kosningarnar reyndu
Banvænt slys á Everest Sextán sjerpar létu lífið þegar snjóflóð féll í hlíðum Everest. Sjerparnir voru að koma fyrir
köðlum fyrir erlenda fjallgöngumenn þegar slysið varð í um 5.700 metra hæð. Hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir farist í einu snjóflóði á
þessu hæsta fjalli heims.
18. apríl