Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 33
Áramótablað 30. desember 2014 Fréttir 33
117 létust
í flugslysi
24. júlí Vél Air Algeria-flugfélagsins
í Alsír, sem var á leið frá Burkina Faso
til Algeirsborgar, brotlenti í norður-
hluta Malí með þeim afleiðingum
að 118 manns létust. Um helmingur
þeirra sem um borð voru voru fransk-
ir ríkisborgarar. Talið er að slæmt veð-
ur sé ein helsta orsök slyssins.
Banvænn
jarðskjálfti
3. ágúst Jarðskjálfti að stærð 6,1
reið yfir í Ludian-sýslu í Yunnan í
Kína. Að minnsta kosti 617 fórust í
skjálftanum og á þriðja þúsund slös-
uðust. Þá gjöreyðilögðust um tólf
þúsund heimili á meðan skemmdir
urðu á 30 þúsund heimilum til við-
bótar.
Hershöfðingi
myrtur
5. ágúst Banda-
rískur hershöfð-
ingi, Harold
Greene, var skot-
inn til bana af af-
gönskum hermanni
skammt frá Kabúl í Afganistan.
Greene varð þar með fyrsti banda-
ríski hershöfðinginn til að vera
myrtur síðan á tímum Víetnam-
stríðsins.
Loftárásir á
Íslamska ríkið
7. ágúst Liðsmenn Íslamska rík-
isins hertóku stærstu stíflu Íraks í
borginni Mosul. Um svipað leyti til-
kynnti Barack Obama Bandaríkja-
forseti að til stæði að ráðast á liðs-
menn samtakanna með loftárásum.
Þetta þýddi að bandaríski herinn
sneri aftur til Íraks í fyrsta skipti frá
2011.
Michael Brown
skotinn til bana
9. ágúst Mikil reiði
braust út í út-
hverfi St. Louis í
Bandaríkjunum,
Ferguson, þegar
18 ára óvopn-
aður unglingur,
Michael Brown, var
skotinn til bana af lögreglu. Blóðug
mótmæli brutust út og var táragasi
meðal annars beitt gegn mótmæl-
endum. Að lokum fór svo að lög-
regluþjónninn var ekki ákærður
vegna málsins. Sú niðurstaða fékkst
í lok nóvember.
Íslamska ríkið
herti tökin
1.–23. september Í byrjun sept-
embermánaðar er talið að um 130
þúsund manns hafi flúið frá Sýr-
landi til Tyrklands undan ofsóknum
liðsmanna Íslamska ríkisins. Áður
hafði um milljón manns flúið frá
Sýrlandi yfir landamærin til Tyrk-
lands. Baráttan gegn Íslamska rík-
inu hélt áfram í september og þann
10. september heimilaði Barack
Obama árásir gegn liðsmönnum
samtakanna á sýrlenskri grund.
Þann 13. september var David
Haines, 44 ára breskur hjálparstarfs-
maður, tekinn af lífi af samtökun-
um með svipuðum hætti og Foley
og Sotloff. Þann 23. september hófu
Bandaríkjamenn loftárásir á liðs-
menn samtakanna í Sýrlandi með
aðstoð nokkurra þjóða, þar á með-
al Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum.
Vopnahlé
í Úkraínu
5. september Stríðandi fylkingar
í Úkraínu féllust á að leggja niður
vopn í byrjun septembermánað-
ar. Átökin, sem kostað höfðu þús-
undir lífið, voru á enda – í bili að
minnsta kosti. Meðal skilyrða fyrir
vopnahléinu voru meðal annars
skipti á föngum beggja fylkinga,
úkraínskra stjórnvalda og upp-
reisnarmanna í austurhluta
Úkraínu.
Farþegaþota skotin niður Malaysia Airlines komst aftur í heimsfréttirnar á árinu – og það ekki af góðu. Farþegaþota félagsins, með
flugnúmerið MH17, var skotin niður þegar henni var flogið yfir austurhluta Úkraínu, skammt frá landamærum Rússlands. 298 manns voru um borð, flestir Hol-
lendingar, og komst enginn lífs af. Átök höfðu verið á þessu svæði og beindust spjótin fljótlega að rússneskum aðskilnaðarsinnum sem þó neituðu aðild að málinu.
Talið er mögulegt að aðskilnaðarsinnar hafi talið að um úkraínska herflugvél hafi verið að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en rannsókn er þó enn í gangi.
Mótmæli í Hong Kong Íbúar í Hong Kong létu til sín taka þegar kínversk yfirvöld tilkynntu að íbúar fengju að velja sér héraðsstjóra í kosningum sem fram eiga að fara árið
2017. Ástæða reiðinnar var sú að ekki geta allir boðið sig fram því aðeins þeir sem hljóta samþykki kínverska þingsins geta boðið sig fram samkvæmt ákvörðun Kínverja. Alda mótmæla reið
yfir í kjölfarið.
James Foley myrtur Liðsmenn Íslamska ríkisins tóku bandaríska
blaðamanninn James Foley af lífi. Aftökuna tóku þeir upp á myndband og birtu á veraldar-
vefnum. Foley, sem starfaði fyrir GlobalPost, hafði verið saknað frá árinu 2011 er hann hvarf
sporlaust við vinnu sína í Sýrlandi. Annar blaðamaður, Steven Sotloff, var tekinn af lífi af
samtökunum um hálfum mánuði síðar.
31. ágúst
19. ágúst
Ebóla breiddist út Ebóla, skæður veirusjúkdómur, náði vopnum sínum árið 2014 og undir lok júlímánaðar var orðið ljóst að
sjúkdómurinn gæti ógnað heilsu allra jarðarbúa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greindi frá því þann 31. júlí að 672 hefðu látist úr sjúkdómum í
Vestur-Afríku og vel á annað þúsund hefðu veikst. Um var að ræða versta faraldur ebólunnar til þessa. Bandarísk yfirvöld ráðlögðu þegnum
sínum að ferðast ekki til Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu vegna þess hve sjúkdómurinn var útbreiddur þar. Ebólan hélt áfram að láta á sér
kræla og varð, þegar upp var staðið, skæðasti ebóla-faraldur sögunnar. Enn hefur ekki tekist að koma böndum á útbreiðslu sjúkdómsins þó
mikilvægir sigrar hafi unnist að undanförnu.
31. júlí