Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 44
Áramótablað 30. desember 201444 Umræða She Came In Through the Bathroom Window Allnokkur sérkennileg ummæli féllu í tengslum við Lekamálið á árinu. Framsóknarmenn voru áberandi sem og emb- ættismenn. Fórnarlambið Hanna Birna„Þetta er talsvert ljótur pólitískur leikur. n Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá innanríkisráðherra, var þess fullviss að Lekamálið væri pólitísk aðför að henni. Þegar að því kom að hún sagði af sér sagðist hún þó ekki gera það af pólitískum ástæðum, heldur persónulegum. Hjartalæknirinn„Við ætlum að bjarga þessum manni. n Skurð- læknirinn Tómas Guð- bjarts- son vakti mikla athygli eftir mynd- band þar sem hann með snar- ræði bjargaði manni sem hafði ver- ið stunginn í hjartastað. „Gentleman“„Fyrir réttum 30 árum kynntist ég þessum heiðursmanni. Heiðursmaður lesist á ensku: gentleman! n Vilhjálmur Bjarna- son, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, kom Einari Sveinssyni, náfrænda Bjarna Ben, til varnar í grein í Morgunblaðinu í desember, vegna við- skipta með greiðslu- kortafyrirtækið Borgun. Að hjálpast að„Ég hjálpa konunni minni og konan mín hjálpar mér. n Svani Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Smáíbúða ehf. og eiginmanni Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, fannst ekkert að því að konan hans hjálpaði hon- um við að koma gámahúsunum á framfæri í borginni. „Bíddu, hver er hagsmunaáreksturinn?“ spurði hann í samtali við DV. Engar moskur„Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að út- hluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkj- ur fyrir grísku rétttrúnað- arkirkjuna. n Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, gerði múslima og moskur að kosningamáli í vor. Skilaðu lyklunum!„Er til of mikils mælst að Bjarni skili lyklunum nú? n Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi forsætisráðherra, rifjaði upp ummæli Bjarna Benediktssonar, sem hann lét falla þegar ríkisstjórn hennar mældist lágt í skoðana- könnun. Þá sagði hann: „Skilaðu lyklunum, Jóhanna.“ Aðþrengdur lögreglustjóri„She Came In Through the Bathroom Window. n Stefán Eiríksson, fyrr- verandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, deildi þessu lagi Bítlanna þegar hann hætti í embætti eft- ir afskipti Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkis- ráðherra af rannsókn Lekamálsins. Ljóst þótti að hann vísaði til ráðherr- ans með lagavali sínu. Upplýsingafulltrúinn„Þarf ég að svara þér á einhverju öðru tungumáli? n Jóhannes Tóm- asson, upplýsinga- fulltrúi innanríkis- ráðuneytisins, vildi ekki ræða efnisatriði Lekamálsins þegar DV leitaði eftir því. Óttasleginn Guðni„Ég óttað- ist um líf þessara kvenna sem voru hér í framboði. Ég hef ekki séð ljótari um- sagnir og svívirðingar í netheimum nokkurn tímann. n Guðni Ágústsson sagðist eftir kosningar hafa óttast um líf Svein- bjargar B. Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmunds- dóttur, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokks í Reykjavík, vegna moskumálsins. Stakk upp í Vigdísi„Þegiðu háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. n Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður Vinstri grænna, fékk nóg af frammíköllum framsóknar- mannsins í þingsal. Bólgur formannsins„Vegna frétta kvöldsins er sjálf- sagt að greina frá því að eini þrýstingurinn sem ég finn fyrir er í hnénu. n Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra gerði grín að meintum innanflokksþrýstingi um ríkisstjórn- arslit í sumar. Draumaland bankastjórans„Við værum stödd í 2007 að eilífu. n Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, um þær upplýsingar sem Ari Salmivo- uri taldi sig hafa um að seðlabanki Finnlands væri að fara að koma Ís- landi til bjargar. Fermingarstelpurnar„Dóttir mín er fermingarstelpa og hún spilar körfubolta og ég full- yrði að hún hef- ur aldrei grenjað eins og þú á körfu- boltavellinum. n Grímur Atlason kom fermingar- stelpum til varnar eftir ummæli körfuknattleiksmannsins Ólafs Ólafssonar, sem sagði að leikmenn liðs síns hefðu spilað eins og „litlar körfuboltastelpur á túr“. Ummæli ársins 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.