Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Qupperneq 49
Áramótablað 30. desember 2014 Skrýtið Sakamál 49 Þ ýski vörubifreiðarstjórinn Volker Eckert var ákærður fyrir 19 morð í Frakklandi, á Spáni og í Þýskalandi á ár- unum 1974 til 2006. Hann játaði á sig sex morð, þar af morð á fimm vændiskonum og ku hafa haft á orði eftir að hann var handtekinn: „Ég er svo klikkaður að það er mér léttir að vera handtekinn.“ Í kjölfar handtökunnar, 17. nóv- ember 2006, í Köln í Þýskalandi fóru lögregluyfirvöld víða í Evrópu yfir skýrslur um óupplýst morð í von um að hægt yrði að loka einhverjum málum. Myndir og minjagripir Alþjóðlegt teymi var sett saman eftir að safn Polaroid-mynda fannst í bif- reið og á heimili Volkers. Á mynd- unum gaf að líta myrt fórnarlömb bílstjórans auk hárlokka og ýmissa muna sem hann hafði haldið til haga sem verðlaunagripum. Að sögn þýsku lögreglunnar ját- aði Volker, eftir handtökuna í nóv- ember, að hafa myrt búlgarska konu, Miglenu Petrova, á Spáni fyrr í þeim mánuði. „Hann játaði enn fremur að hafa myrt fjórar vændiskonur á Spáni og í Frakklandi,“ bætti lögreglan við. Í heimabæ Volkers, Hof, höfðu nýlega verið framin þrjú morð og taldi lögreglan ekki loku fyrir það skotið að Volker hefði átt þar hlut að máli. Volker vekur grunsemdir Það var spænska lögreglan sem fyrst fékk áhuga á Volker Eckert. Það átti sér stað eftir að upptaka úr öryggis- myndavél sýndi hann aka á brott frá knattspyrnuvelli í bænum Hostalric í norðausturhluta Spánar, en þar hafði lík búlgörsku vændiskonunn- ar Miglenu fundist fyrr í mánuðin- um. Volker var síðar handsamaður þegar hann mætti til vinnu hjá fyrir- tæki skammt frá Köln og reyndi lög- reglan að kortleggja ferðir hans síð- astliðin sex ár þar á undan. Í vöruflutningabíl Volkers fund- ust ljósmyndir af Miglenu og af annarri myrtri konu, sem ekki tókst að bera kennsl á. Nakið lík þeirrar konu hafði fundist skammt frá bæn- um Sant Sadurni í norðausturhluta Spánar í mars. Talið var að um væri að ræða vændiskonu frá Austur- eða Mið-Evrópu. Framburður vitnis Vændiskona sem leitaði fanga við sama vegarkafla á Spáni og Miglena bar við skýrslutöku að hafa séð Miglenu klifra upp í vöruflutninga- bíl daginn sem hún hvarf. Þeirri vændiskonu hafði verið boðið í bíl- inn einnig en hafði afþakkað því bíl- stjórinn sagðist vilja binda þær áður en til kynmaka kæmi. Staðsetningartæki sem vinnu- veitandi Volkers notaði staðfesti að hann hefði verið á umræddum stað á umræddum tíma. Volker viðurkenndi að hafa stundað þessa iðju frá 1999 og að hafa byrjað að safna ljósmyndum og öðrum minnjagripum í kringum 2003. Hann játaði þó einnig morð sem framið var árið 1974 í þá Aust- ur-Þýskalandi, en þá var Volker 15 ára. Volker Eckert svipti sig lífi í fangaklefa sínum í Bayreuth í Þýska- landi 2. júlí 2007. n n Volker Eckert framdi sitt fyrsta morð 15 ára n Skildi eftir slóð myrtra kvenna í Evrópu„Ég er svo klikkaður að það er mér létt- ir að vera handtekinn. Vargur í Vöru- flutningum Játaði á sig sex morð Volker Eckert svipti sig lífi í fangelsi. B andarísk kona hefur verið dæmd fyrir að láta svæfa hund deyjandi nágranna síns. Kon- an, Gisele Paris, stal hund- inum, husky-hundi, frá nágranna sínum, Mark Boheler, í Pittsburgh í nóvember 2013. Konan kallaði svo til dýralækni sem svæfði hundinn, á heimili Paris. Eigandi hundsins segir að málið hafi reynt afskaplega mikið á hann. Hann glímir við krabbamein og var hundurinn hans helsti félagsskap- ur. Hann reyndi að fá hundinn frá Paris eftir að hún stal honum og grátbað hana um að skila honum án árangurs. Það varð honum mik- ið áfall að fá þær upplýsingar að hundurinn hefði verið svæfður. „Ég var mjög glaður að heyra að hún var sakfelld,“ segir hann. „Ef einhver hefði gert hundinum hennar þetta myndi hún gráta eins og barn. Hún veit hvað hún gerði, hún stal þessum hundi.“ Framburð- ur Bohelers fyrir dómi þótti sérstak- lega sláandi og lögreglukona sem sá um rannsókn málsins sagði að það hefði verið henni mjög erfitt. „Kvið- dómurinn tók rétta ákvörðun. Ég hef talað ítrekað við Mark Boheler í tengslum við þetta mál og í hvert skipti sem við ræddum saman fór hann að gráta,“ sagði hún. Paris sagðist hafa fundið hund- inn þegar hún var í göngutúr. Hún kvaðst hafa tekið hann að sér og talið að hann væri vanræktur. Hún neitar að hafa látið svæfa hann og segist ekkert vita um hundinn. Hún hefur verið beðin um að skila hræ- inu. Hún var sakfelld fyrir þjófnað og fyrir dýraníð. Hún á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm en ákvörðun um refsingu hennar hefur ekki verið tekin. n Á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm Lét svæfa hund deyjandi nágranna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.