Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Side 52
Áramótablað 30. desember 201452 Menning Stólaleikur í leiklistarheiminum, menningarsnautt fjárlagafrumvarp og margt fleira sem gerðist á árinu sem er að líða Í menningarannál DV er stiklað á stóru í listum og menningum á árinu 2014. Þrettán álitsgjafar úr ýmsum afkimum íslensks menn- ingarlífs veittu álit við samantekt- ina. Daglega frá jólum og fram að þrettándanum, 6. janúar, munu ítar- legri vangaveltur álitsgjafanna birt- ast á dv.is/menning. Þar rifja þeir upp það markverðasta og eftirminni- legasta í íslensku listalífi og reyna að greina stöðuna í menningunni. Sigmundur Davíð lofar sókn í menningu og nýsköpun „Þjóðmenning okkar er kunn langt út fyrir landsteinana. Hún er andlit okkar út á við. Þetta á við bæði að fornu og nýju. Þannig eru Íslendingasögur enn lesnar á ótal þjóðtungum víðs vegar um heim, en einnig metsölubækur spennusagnahöfunda samtímans. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk hefur vakið athygli með verkum sínum og íslensk náttúra leikur aðalhlutverk í mörgum af stærstu kvikmyndum okkar daga. Tónlist íslenskra hljóm- sveita er leikin um allan heim. Vaxtarbroddarnir eru víða. Af þessu getum við sannarlega verið stolt og í menningunni felast mikil sóknar- færi. Menntamálaráðherra og ríkis- stjórnin hafa að undanförnu unnið með markvissum hætti að sókn- aráætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf sem birtast mun á nýja árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra í áramótaávarpi sínu í lok árs 2013 og vonuðu margir að þetta myndi þýða aukinn stuðning við list- ir og menningu af hálfu ríkisins. Ekk- ert hefur hins vegar frést af sókn- aráætluninni á árinu sem er að líða. Ragnar Kjartansson heimsækir guðdóminn The Visitors eftir Ragnar Kjartans- son var opnað í Kling og Bang í nóv- ember 2013 en vegna mikillar að- sóknar var opnunin framlengd þangað til í lok febrúar. Þetta var verkið sem flestir álitsgjafar DV nefndu sem eftirminnilegasta listaverk ársins. „Það var frábært að sjá hvað hún höfðaði til víðtæks hóps,“ segir Hafþór Yngvarsson, safnstjóri Listasafns Íslands. „Það er ekki sjálfgefið að að svona vönduð framleiðsla rati í reykvísk listhús í miðju hruni og nái að gleðja þjóðina og hugga. Verkið heillaði mig alveg upp úr skónum,“ segir Ásmundur Ásmundsson myndlistamaður. „Þetta er fyrsta listaverk sem ég skoða í langan tíma sem lætur mig gleyma tímanum algerlega og bara dvelja í stundinni,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og þáttagerða- kona. Í febrúar var svo leikaralaust leikrit Ragnars, Der Klang der Offen- barung des Göttlichen, eða Kraft- birtingarhljómur guðdómsins, frumsýnt í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Verkið, sem er byggt á Heims- ljósi eftir Halldór Laxness, vakti mikla athygli og var síðar sett upp í Borgarleikhúsinu sem hluti af Lista- hátíð í Reykjavík. Stólaleikur í menningar- stofnunum Magnús Geir Þórðarson tók við stöðu útvarps- stjóra í mars, nýr forstöðumaður var ráð- inn í Gerðarsafni og algjör umskipti urðu í menningarlífi Akureyrar með sameiningu menningarstofnana undir einum hatti. Stólaskiptin urðu þó flest í sviðslistaheiminum. Á rúmu ári hefur verið skipt um lykil- stjórnendur í öllum leikhúsunum landsins og Íslenska dansflokknum: Guðmundur Ingi Þorvaldsson tók við sem framkvæmdastjóri Tjarnar- bíós í nóvember 2013, Kristín Ey- steinsdóttir var ráðin sem borgar- leikhússtjóri í febrúar, Erna Ómarsdóttir var ráðin listrænn ráð- gjafi Íslenska dansflokksins í ágúst, Ari Matthíasson skipaður þjóðleik- hússtjóri í nóvember og Jón Páll Eyj- ólfsson ráðinn til Leikfélags Akur- eyrar í desember. Almenna viðkvæðið virðist þó vera að hvorki sé róttækra breytinga að vænta í rekstri né listrænum áherslum. Snæ- björn Brynjarsson, pistlahöfundur á sviðslistavefnum Reykvélinni, segir til dæmis: „Toppaskiptin er enginn jarðskjálfti, í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu var ekki leitað út fyr- ir húsið og spennandi breytingar koma sjaldnast að innan. En við sjá- um til. Á Akureyri gæti hvað sem er gerst.“ Enn fleiri tónlistarhátíðir Enn ein viðbótin í tónlistarhátíða- flóru Íslands var Secret Solstice-há- tíðin sem fór fram Laugardalnum í júní. Áherslan var á dansvæna mús- ík, rapp og raftónlist. Bættist hún þar með í hóp alþjóðlegra tónlistarhá- tíða á borð við Iceland Airwaves, ATP Iceland, Sónar, Eistnaflug og Jazzhátíð í Reykjavík og sviði dægur- og rokktónlistar. Myrkir músíkdagar, Reykjavík Midsummer Music, Tec- tonics, Reykjavík Visual Music – Punto y Raya, Raflost og fleiri hátíðir fóru fram á sviði klassískrar og til- raunakenndrar tónlistar. Ríkharður H. Friðriksson, tónlistarmaður og kennari við tónlistardeild Listahá- skóla Íslands, nefndi Raflost sem einn af markverðustu viðburðunum í menningarlífinu árið 2014: „Hún var uppfull af frábærum atriðum sem fylltu mann mikilli bjartsýni á fram- tíð íslenskra raflista. Þar eru öll at- riðin sem þykja ekki nógu fín fyrir hinar listahátíðirnar og þar er alvöru grasrótin og leiðin til framtíðar.“ Almúginn flykkist í óperuna Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson var frumsýnd í mars og naut fádæma vinsælda. „Verkið er vel heppnað og uppsetningin tókst vel, en ekki síst var frábært að draga þetta efni fram; sýna almenningi þessa stórbrotnu rómantísku harmsögu í nýju ljósi. Túlkun sögulegra persóna er vand- meðfarin en um leið er það svo þakk- látt þegar vel tekst til. Hér náðist að opna eitthvert samtal við fólk; þetta Menningarannáll 2014 Heimsótti guðdóminn Innsetningin Visitors og leikaralausa leikverkið Kraftbirtingarhljómur guðdómsins festu Ragnar Kjartansson enn frekar í sessi sem listamann á heimsmælikvarða . Mynd ElísabEt davíðsdóttir Stólaleikurinn guðdómlegi Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is strengur í brjósti þjóðarinnar Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sló í gegn á árinu sem er að líða og fékk bæði góða dóma og mikla aðsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.