Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Page 63
Áramótablað 30. desember 2014 Fólk 63
StórStjörnur á ÍSlandi árið 2014
n Eldgosið laðaði marga að n tónlistarmenn og leikarar hrifnir af landinu
Fór að gosinu í leyfisleysi Eldgosið í
Holuhrauni hafði eðlilega mikið aðdráttarafl, bæði fyrir stórstjörnur sem og aðra.
Meðal fjölmargra sem kíktu á gosið var auðuga tískudrottningin Goga Ashkenazi
frá Kasakstan. Tískudrottningin fór þó, ásamt fríðu föruneyti, aðeins nær gosinu er
ráðlagt gat talist. Hún birti myndband af sér netinu þar sem hún dansaði alveg við
gosstöðvarnar. En atvikið hafði töluverða eftirmála, enda stranglega bannað að
fara inn á gossvæðið. Lögregla tók meðal annars skýrslu af þyrluflugmanninum.
n timberlake tryllti lýðinn í Kópavogi n Beyoncé og jay-Z héldu partí
Heillaðist af
fegurð landsins
Söngvarinn og hjartaknúsarinn Justin
Timberlake hélt tónleika í Kórnum í
Kópavogi í ágúst síðastliðnum og dvaldi
nokkra daga á Íslandi fyrir tónleikana.
Hann heillaðist af Íslandi og deildi
hugfanginn myndum af náttúru Íslands á
Twitter. „Iceland, you're beautiful“ sagði
Justin við færsluna og minnti jafnframt
aðdáendur sína á tónleikana á Íslandi
sem sjónvarpað var beint um allan heim
á vef Yahoo. Justin dvaldi, samkvæmt
heimildum, á Hilton Hótel Nordica í
Reykjavík meðan á dvölinni stóð.