Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Qupperneq 67

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Qupperneq 67
Áramótablað 30. desember 2014 Fólk 67 Hneyksli í Hollywood Nektarmyndir af frægum Umræðan um birtingu ólöglegra nektarmynda á netinu varð hávær á árinu í kjölfar birtingu mynda af nokkrum af frægustu konum heims. Á meðal kvenna sem urðu fyrir barðinu á slíku voru Jennifer Lawrence, Ariana Grande og Kate Upton. Sakaður um nauðganir Leikarinn Bill Cosby hefur lengi verið virkur á samfélagsmið- lunum en tilraun hans til að gera enn betur sprakk ærlega í andlitið á honum. Í nóvember kynnti leikarinn og markaðs- fræðingar hans #CosbyMeme til sögunnar en ætlunin var að aðdáendur leikarans gætu safnað saman efni tengdu Cosby og skrifað eigin hugleiðingar og brandara við í von um að auka vinsældir hans. Nú einum mánuði seinna tengja flestir #CosbyMeme við nauðganir frekar en grín en 20 konur stigu fram og sögðu frá viðbjóðslegum nauðgunum af leikarans hálfu. n Það er sjaldan lognmolla í lífi þeirra frægu og ríku n Skandalar stjarnanna rifjaðir upp Á rið 2014 var ríkt af hneykslis- málum í heimi þeirra frægu og ríku svona rétt eins og árin þar á undan. Hér eru nokkur af mestu hneykslismálum Hollywood á árinu sem er að líða rifjuð upp. n Rassinn á Kim Það muna allir eftir forsíðugreininni í Paper Magazine þar sem afturendi raun- veruleikastjörnunnar Kim Kardashian var í aðalhlutverki í tilraun til að brjóta internetið (#breaktheinternet). Við- brögðin létu ekki á sér standa og meðal þeirra sem gagnrýndu Kim var leikkonan Naya Rivera úr Glee sem minnti Kim á að hún væri orðin móðir. Ásökuð um barnaníð Það ætlaði allt um koll að keyra í haust þegar leikkonan, rithöfundurinn og leikstjórinn Lena Dunham, sem er fræg- ust fyrir þættina Girls, gaf út bók sína Not That Kind of Girl. Í bókinni viðurkennir Lena að hafa fitlað við kynfæri litlu systur sinnar þegar þær voru báðar börn. „Í rauninni var ég að reyna allt það sem kynferðisafbrotamaður myndi gera,“ skrifaði Dunham sem var í kjölfarið sökuð um að hafa misnotað systur sína. Leikkonan sagði ásakanirn- ar ekki fyndnar. „Heldur virkilega ógeðfellt. Og ef einhver ykkar horfði aldrei á kynfæri annarra barna þegar þið voruð börn þá óska ég ykkur bara til hamingju.“ Ásakaði föður sinn Leikkonan Amanda Bynes vakti athygli á árinu eins og síðustu ár og ekki vegna leikhæfileika sinna. Í október sakaði Bynes föður sinn um andlegt og líkamlegt ofbeldi á Twitter. Leikkonan, sem hefur átt við geðræna erfiðleika að stríða, dró orð sín til baka stuttu seinna og sagði þetta allt tölvukubbnum í heila hennar að kenna. „Pabbi gerði þetta ekki en hann er sá sem skipaði þeim að setja tölvukubb- inn í hausinn á mér,“ lét leikkonan hafa eftir sér stuttu áður en hún var lögð inn á geðdeild. Beraði sig Í október birtust hljóðupptökur af játningum leikarans Stephens Collins, 67 ára, þar sem hann sagðist hafa berað sig fyrir framan þrjár ungar stúlkur í þrjú aðskilin skipti. Játningarnar voru teknar upp af þáverandi konu hans þegar þau voru hjá hjónabandsráðgjafa. Samband við níðing Suðurríkjamærin og raunveruleikastjarnan Mama June Shannon var á árinu sökuðu um að vera í sambandi við mann sem hafði setið af sér dóm fyrir að hafa brotið kynferðislega á dóttur hennar. Í samtali við Dr. Phil sagðist Mama June ekki fullkomin móðir. „Ég geri mistök en ég á ekki í sambandi við þennan mann. Ég er ekki í neinu sambandi.“Ke$ha steig fram Eftir að hafa lokið meðferð við átröskun steig popp- stjarnan Ke$ha fram og sakaði tónlistarmógúlinn Dr. Luke um kynferðislega misnotkun. Söngkonan segir Luke, sem heitir réttu nafni Lukasz Gottwald, hafa beitt hana andlegu, lík- amlegu og kynferðislegu ofbeldi síðustu tíu árin. Hann hefur neitað ásökunum. Smith-fjölskyldan skoðuð Stjörnuparið Will og Jada Pinkett Smith er undir smásjá bandarísku barna- verndarinnar eftir að mynd af 13 ára dóttur þeirra liggjandi í rúmi með hálfnöktum tvítugum manni birtist á netinu. Samkvæmt slúðurmiðlunum vest- anhafs eru hjónin samvinnuþýð yfirvöldum þótt þau séu ekki kát yfir rannsókninni. Áttburamóðir í klandri Nadya Sulemon, sem er líklega best þekkt sem áttburamamman, var á árinu handtekin fyrir svik. Sulemon er ákærð fyrir að hafa ekki gefið upp tekjur sem hún hafði af leik sínum í klámmynd á sama tíma og hún þáði bætur frá ríkinu. Sulemon, sem á 14 börn í heildina, gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Myrti eigin- konuna Leikarinn Michael Jace, úr The Shield, var handtekinn í Los Angeles grunaður um að hafa skotið eiginkonu sína, April Jace, til bana. Börn hjónanna voru á heimilinu þegar morðið átti sér stað. Hollywood- laxar sakaðir Maður að nafni Michael Egan steig fram og sakaði kvikmyndaleikstjór- ann Bryan Singer ásamt öðrum þekktum Hollywood-löxum um að hafa brotið á honum kynferðislega fyrir 15 árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.