Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Qupperneq 72
72 Menning Sjónvarp Áramótablað 30. desember 2014
Jólaboðið
sem bjargaði
heiminum
Þ
að er ekki bara útúrsósaður
jólamaturinn og maltölið
sem réttlætir óbærilega
vandræðaleg boð með fjar-
skyldri fjölskyldu og kunn-
ingjum um jólin, heldur líka – og
kannski fyrst og fremst – samskipt-
in við alls konar fólk með ólíkar lífs-
áherslur og skoðanir.
Á tímum þar sem margar kyn-
slóðir búa ekki lengur saman und-
ir einu þaki og algóriþmar á sam-
félagsmiðlum mata okkur með áliti
skoðanasystkina er auðvelt að forð-
ast slíka einstaklinga frá degi til
dags. Ef maður er nógu einangraður
innan eigin skoðanahóps getur það
raunar gerst að maður fari að efast
um tilvist annarra skoðana, efast
um tilvist fólks með aðrar skoðanir.
En nú sitjum við föst með þessu
fólki við prúðbúið matarborðið.
Jóladiskurinn með Diddú í græjun-
um, en dannað smáspjallið leiðir
óhjákvæmilega að átakapunktun-
um – erfiðu málefnunum sem við
erum ósammála um. Það á sér stað
konfrontasjón. Þátttakendur reyna
að halda rifrildinu á kurteisislegum
nótum en raddirnar hækka samt
um nokkur desíbel og allir kreista
hnefann óþreyjufullir á meðan hinir
tala. Við reynum að skipta um mál-
efni, stöndum upp og náum í meira
kaffi og sörur.
Eftir að samtalinu lýkur veltir
maður fyrir sér: „til hvers í ósköp-
unum erum við að þessu? Alveg
sama hversu góð rök ég færi fyrir
máli mínu mun ég aldrei sannfæra
þau um að skoðun þeirra sé röng
og sjálfur mun ég aldrei samþykkja
þeirra skoðun (því hún er jú röng!).“
En það sem situr eftir að jólaboði
liðnu er sú vitneskja að „þetta fólk“
sé ekki illmenni. Jafnvel þó að mér
finnist skoðanir þeirra byggjast á
röngum forsendum og hafa mann-
fyrirlitlegar afleiðingar er það varla
það sem það ætlar sér. Gildi sam-
ræðunnar felst ekki endilega í því
að við komumst nær sameiginlegri
niðurstöðu heldur hreinlega það að
við stöndum augliti til auglitis við þá
sem við baktölum dags daglega, þá
sem halda skoðunum á lofti sem við
hreinlega skiljum ekki – að við sjá-
um manneskjuna í skoðununum.
Ekki það að slík skoðanaskipti
leysi öll vandamál heimsins, en þau
eru byrjunarpunktur. Aðeins með
því að sjá hið mannlega í þeim sem
heldur ómanneskjulegum skoðun-
um á lofti getum við byrjað að skilja
af hverju og hvernig við erum ósam-
mála. Til að skilja skoðanir annarra
þarf að skilja þann þankagang sem
liggur að baki þeim – hver grunn-
forsendan er, hver hvatinn er og
hvaða lógík hugsun þeirra fylgir.
Og þegar við erum fær um að
virða aðrar manneskjur viðlits og
ræða einlæglega ólíkar skoðanir
okkar getum við fyrst farið að rífast
um grundvallaratriðin. n
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
J
ustin Lin, leikstjóri fjögurra
Fast and Furious-mynda verð-
ur leikstjóri þriðju kvikmyndar-
innar af Star Trek. Áður ætlaði
Roberto Orci að leikstýra myndinni
en hætti við.
Justin var heppilega laus, því
Universal-kvikmyndaverið hætti
við framhaldið af Bourne Legacy
sem hann leikstýrði. Það voru
nokkrir leikstjórar sem komu til
greina en sögur herma að Justin
hafi verið sá eini sem talað var við.
Hann hefur sýnt að hann getur
leyst kvikmyndaverkefni sem inni-
halda stóran leikarahóp, eins og
Fast and Furious-myndirnar eru,
vel af hendi.
Í stað þess að leikstýra mun Ro-
berto Orci framleiða myndina og
hafa yfirumsjón með handritinu.
Eins og stendur er Justin að vinna að
fyrstu tveimur þáttunum í annarri
þáttaröðinni af True Detect ive en
tökur á þriðju Star Trek-myndinni
munu hefjast snemma árs 2015.
Chris Pine og Zachary Quinto
munu taka við aðalhlutverkunum
aftur. n
helgadis@dv.is
J. J. Abrams einbeinir sér að Star Wars
Lin leikstýrir Star Trek 3
Nýársdagur 1. janúar
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Kioka (8:11) (Kioka)
07.08 Ævintýri Berta og Árna
07.14 Einar Áskell (9:10)
07.27 Stella og Steinn (9:11)
07.38 Babar og ævintýri Badou
08.00 Friðþjófur Forvitni (9:10
08.22 Litli prinsinn (5:6)
08.43 Kóala bræður (5:6)
08.53 Kúlugúbbarnir (5:6)
09.17 Kung Fú Panda (5:7)
09.40 Unnar og vinur (5:7)
10.03 Undraveröld Gúnda (1:3)
10.25 Jólastundarkorn
10.30 Madagaskar3 7,0
(Madagascar 3: Europe's
Most Wanted) 888 Með
ensku tali og íslenskum texta
á rásinni RÚV - íþróttir. e
12.00 Dýraspítalinn (8:10)
12.30 Stundarskaup 2014 e
13.00 Nýársávarp forseta
Íslands 888
13.25 Táknmálsávarp forseta
Íslands
13.40 Fréttaannáll 2014 888 e
14.45 Íþróttaannáll 2014 888 e
15.30 Hraðfréttaannáll 2014 e
15.55 Nýárstónleikar í Vínarborg
18.00 Táknmálsfréttir
18.10 Stundin okkar 888 e
18.35 Attenborough: Furðudýr
í náttúrunni – Satt eða
ósatt? e
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.30 Saga þjóðar - Hundur í
óskilum (Hundur í óskilum)
20.55 Viltu vinna milljón?
8,0 (Slumdog Millionaire)
Margföld Óskarsverðlauna-
mynd. Indverskur unglingur
tekur þátt í spurningaþætti
í sjónvarpinu og er í kjölfarið
ásakaður um svindl. Við
rannsókn málsins er
ljósi varpað á lífshlaup
hans sem skýrir þekkingu
drengsins og þar með
forsendur sigursins. Aðal-
hlutverk: Dev Patel, Freida
Pinto og Saurabh Shukla.
Leikstjórar: Danny Boyle og
Loveleen Tandan.
22.55 Skýfall 7,8 (Skyfall) Daniel
Craig í hlutverki James
Bond. Það reynir á tryggð
hans við M þegar fortíðin
eltir hana uppi og Bond
stendur frammi fyrir erfiðu
persónulegu vali til að verja
hana. Aðalhlutverk: Daniel
Craig, Javier Bardem og
Naomie Harris. Leikstjóri:
Sam Mendes. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
ungra barna.
01.15 Camilla Läckberg:
Drottning ljóssins (Läck-
berg 3: Ljusets Drottning)
Sænsk glæpamynd frá 2013
eftir handriti Camillu Läck-
berg. Ung kona hverfur að
vetrarlagi og við rannsókn
málsins kemur ýmislegt
óvænt í ljós. e
02.45 Dagskrárlok
08:55 Kamerún - Brasilía
10:40 Bandaríkin - Portúgal
12:25 Tékkland - Ísland
14:05 Leiðin til Frakklands
14:50 Southampton - Arsenal B
17:05 Hestaíþr. á Norðurland
17:35 3. liðið
18:05 3. liðið
18:35 3. liðið
19:05 3. liðið
19:35 Þýskaland - Argentína
22:00 NBA (1984 NBA Draft)
23:10 NBA (2014 San Antonio Spur)
00:00 Brooklyn (NBA)
09:00 Arsenal - QPR
10:45 Liverpool - Swansea
12:35 Stoke - Man. Utd. B
14:50 Liverpool - Leicester B
17:20 Tottenham - Chelsea B
19:30 Markasyrpa
19:50 QPR - Swansea
21:30 Southampton - Arsenal
23:10 Man. City - Sunderland
00:50 Newcastle - Burnley
02:30 West Ham - WBA
08:10 A Fish Called Wanda
09:55 Spider-Man 3
12:15 Silver Linings Playbook
14:20 Our Idiot Brother
15:50 A Fish Called Wanda
17:40 Spider-Man 3
20:00 Silver Linings Playbook
22:00 Arbitrage
23:50 Django Unchained
02:35 Limitless
04:20 Arbitrage
14:50 Hull - Everton B
16:55 Tónlistarmyndb.Bravó
19:05 Community 3
19:25 Top 20 Funniest (13:18)
20:10 Last Man Standing (4:22)
20:35 Are You There, Chelsea?
21:00 Kidnap and Ransom (2:2)
22:10 Originals (21:22)
22:55 Supernatural (4:23)
23:40 True Blood (2:10)
00:35 Last Man Standing (4:22)
01:00 Are You There, Chelsea?
01:25 Kidnap and Ransom (2:2)
02:35 Originals (21:22)
03:20 Supernatural (4:23)
04:05 Tónlistarmyndb. Bravó
12:25 Strákarnir
12:50 Friends (14:24)
13:15 Friends (12:24)
13:40 Friends (14:24)
14:05 Friends (17:24)
14:30 Friends (17:24)
14:55 Modern Family (10:24)
15:20 Modern Family (11:24)
15:45 Two and a Half Men (18:24)
16:10 Hannað fyrir Ísland (7:7)
16:55 Hið blómlega bú - hátíð í
bæ (5:6)
17:25 Sælkeraferðin (8:8)
17:45 Um land allt
18:05 Gulli byggir (8:8)
18:30 Heimsréttir Rikku (2:8)
19:00 Evrópski draumurinn (5:6)
19:35 Gatan mín
20:00 Besta svarið (8:8)
20:45 Bara grín (6:6)
21:15 Bestu Stelpurnar
21:40 Mið-Ísland í Þjóðleikhúsin
23:10 Steindinn okkar (8:8)
23:35 Spurningabomban (11:11)
00:55 Friends (14:24)
02:35 Friends (17:24)
03:00 Modern Family (10:24)
03:25 Modern Family (11:24)
03:50 Two and a Half Men
04:15 Hannað fyrir Ísland (7:7)
04:55 Hið blómlega bú - hátíð í
bæ (5:6)
05:25 Sælkeraferðin (8:8)
05:45 Um land allt
06:05 Tónlistarmyndb. Bravó
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Svampur Sveinsson
07:20 Happy Feet (Dansglaður)
09:05 The Little Engine That
Could
10:25 Garfield: The Movie
11:45 Night at the Museum
13:30 Lego Batman: The Movie
- DC Su
14:45 The Mask
16:28 Four Weddings And A
Funeral
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:50 Bó og Bubbi saman í
Hörpu Upptaka frá glæsi-
legum tónleikum Bubba
og Bó sem haldnir voru í
Eldborgarsal Hörpu fyrr á
árinu. Hér koma saman tveir
mikilvirkustu og vinsælustu
söngvarar landsins, sem
stundum hafa eldað saman
grátt silfur, munu slíðra
sverðin og ganga til leiks
í sameiginlegri ást sinni á
tónlistinni, hvort heldur það
eru dægurvísur, sveitasöngv-
ar eða rokk og ról.
20:35 The Secret Life Of Walter
Mitty 7,4 Ævintýraleg gam-
anmynd frá 2014 með Ben
Stiller sem er bæði leikstjóri
myndarinnar og fer með
aðalhlutverkið.
22:30 Gravity 8,0 Spennutryllir
í leikstjórn Alfonso Cuarón
frá 2013 með Sandra Bullock
og George Clooney í aðal-
hlutverkum. Tveir geimfarar
lenda í bráðri lífshættu
þegar geimfar þeirra lendir
í geimruslsdrífu og laskast
svo mikið að viðgerð er
óhugsandi. Bullock leikur
Ryan Stone sem er í sinni
fyrstu geimferð, en Clooney
leikur leiðangursstjórann
Matt Kowalski sem er í sinni
síðustu ferð. Þau eru bæði
við vinnu utan geimstöðvar-
innar þegar slysið verður. Það
orsakar m.a. sambandsleysi
við stjórnstöð á Jörð sem
þar með getur lítið sem
ekkert gert geimförunum
til aðstoðar. Vandamálið er
risastórt og ekki bætir úr skák
að þau Stone og Kowalski
hafa takmarkaðar birgðir af
súrefni þannig að tíminn sem
þau hafa til að bjarga sér er
naumur ... Fljótlega fer ör-
vænting að grípa um sig. Þau
uppgötva að eina leiðin til að
komast aftur heim til Jarðar
er að fara lengra út í geim.
00:05 Now You See Me 7,3
Mögnuð mynd frá 2013 með
Jesse Eisenberg, Mark Ruffalo,
Woody Harrelson, Isla Fisher,
Morgan Freeman og Michael
Caine í aðalhlutverkum.
02:00 2 Guns 6,8
03:50 The Mask
05:30 Dulda Ísland (1:8)
06:20 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (4:16)
08:20 Dr. Phil
09:00 The Talk
09:40 America's Next Top
Model (11:16)
10:25 America's Next Top
Model (12:16)
11:05 Real Housewives of
Orange County (11:17)
11:45 Real Housewives of
Orange County (12:17)
12:30 Kitchen Nightmares
13:20 Wreck-It Ralph 7,8
15:10 Top Chef (14:15) Vinsæl
þáttaröð um keppni
hæfileikaríkra matreiðslu-
manna sem öll vilja ná
toppnum í matarheiminum.
Í þessum þætti kemur í
ljós hver stendur eftir sem
sigurvegar Top Chef Vegas
16:00 Minute To Win It Einstak-
ur skemmtiþáttur undir
stjórn þúsundþjalasmiðsins
Guy Fieri. Þátttakendur fá
tækifæri til að vinna milljón
dollara með því að leysa
þrautir sem í fyrstu virðast
einfaldar. Fjórir keppendur
leggja allt undir til að sigra í
flókinni þrautakeppni.
16:40 Vexed (1:3) Breskir
sakamálaþættir sem fjalla
um rannsóknarlögreglu-
mennina Kate og Jack. Þrjár
einhleypar konur eru myrtar
af því er virðist af handahófi
en við nánari skoðun kemur
í ljós að kreditkortanotkun
þeirra var afar keimlík.
17:25 America's Funniest
Home Videos (5:44)
Bráðskemmtilegur fjöl-
skylduþáttur þar sem sýnd
eru fyndin myndbrot sem
venjulegar fjölskyldur hafa
fest á filmu.
17:50 Dr. Phil
19:10 Coldplay Live 2012
Útsending frá tónleikum
þessarar frábæru sveitar
sem farið hefur sigurför um
heiminn á undanförnum
árum.
20:00 Jerry Maguire 7,3
22:20 The Other Guys
00:10 The Truman Show 8,0
Skemmtileg kvikmynd með
Jim Carrey í aðalhlutverki.
Myndin fjallar um Truman
sem veit ekki að allt líf hans
er vinsæll sjónvarpsþáttur.
Allt frá fæðingu hefur
veröldin fylgst með honum
vaxa og dafna en þegar hann
kemst að hinu sanna verður
Truman að leita út fyrir
myndverið.
01:50 Law & Order: SVU (20:24)
02:35 The Affair (4:10) Ung
þjónustustúlka, Alison, og
eiginmaður hennar Cole,
berjast við ýmis vandamál
í hjónabandinu í skugga
harmleiks. Alison kynnist
Noah, kennara og rithöfundi,
þar sem hann er í fríi með
fjölskyldu sinni í heimabæ
Alison. Fljótlega eiga þau
í ástarsambandi sem fyrir
hana er flótti frá erfiðleikum
en fyrir hann spennandi
ævintýri.
03:25 Pepsi MAX tónlist
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Helgarpistill