Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Side 40
40 Lífsstíll Helgarblað 5.–8. desember 2014 PopUp- markaður á aðventunni Hönnunarmarkaður verð­ ur haldinn á vegum PopUp Verzlun um helgina í porti Hafnarhússins, en markað­ urinn verður einnig haldinn dagana 20. og 21. desember. Fjölbreyttur hópur hönnuða mun bjóða hönnun sína til sölu báðar helgarnar og tilvalið fyr­ ir fólk að finna eitthvað snið­ ugt í jólapakkana. Bæði er um að ræða þekkta hönnuði sem margir kannast við, sem og nýja hönnuði sem eru að stíga fram á sjónarsviðið. Alls munu 30 hönnuð­ ir vera með vörur til sölu á markaðn­ um. Ýmislegt annað verð­ ur um að vera í Hafnarhúsinu á meðan markaðurinn stend­ ur yfir og það er því ekki úr vegi að öll fjölskyldan geri sér þar glaðan dag saman. Reykjavík Roasters mun til að mynda setja upp skyndikaffihús þar sem hægt verður að tylla sér niður og njóta veitinga. Þá geta börn og fullorðnir skemmt sér við að skoða jólavættirn­ ar og ljúfir tón­ ar um hljóma um portið. PopUp Verzlun var stofnuð árið 2009 af fjór­ um hönnuðum, en markmiðið er að skapa vett­ vang fyrir hönnuði til að koma vörum sínum á framfæri og að neytendur geti keypt vörurnar milliliðalaust. S kilur þú ekkert af hverju all­ ir aðrir virðast alltaf myndast vel á meðan þig langar mest til að rífa allar myndir af þér? Notaðu þessi auðveldu ráð til að minna helst á fyrir­ sætu á öllum myndum. 1 Bættu við lit Ertu voða dauðaleg/ ur? Smá litur gjörbreytir myndinni! Sumir dagar gera einfaldlega ekkert fyrir útlitið en með því að bæta við smá lit munu myndirnar lifna við. Konur gætu sett á sig skæran varalit eða vafið falleg­ um klút um hálsinn. Karlar ættu að forðast gráan, litlausan fatnað en velja frekar bjarta og skæra liti. 2 Rétti bakgrunnurinn Ef þú vilt verða stjarna ljós­ myndanna verður þú að passa að bakgrunnurinn vinni ekki gegn þér. Veldu skarpan bakgrunn sem sting­ ur í stúf við þig svo þú hverfir ekki í leiðindunum. Ráð: Veldu bakgrunn í öðrum lit en föt þín og hár. Passaðu hvað sést á myndinni í kringum þig. Skilti, ruslatunnur og annað slíkt skemmir heildarútkomuna. 3 Leiktu þér með leikmuni Flottar myndir eyðileggjast oft með vandræðalegri hönd eða, það sem verra er, vandræðalegum höndum. Ágæt lausn fyrir þá sem vita ekkert hvað þeir eiga að gera við hendurnar er að gefa þeim einfaldlega tilgang. Í hópmynda­ töku skaltu forðast hina klassísku gildru að leggja höndina yfir næstu manneskju. Ef allir gera það mun hópurinn líta út eins og ein stór sletta. Ráð: Klæddu þig í stíl við gæludýrið og haltu á því í fanginu. Haltu á bjór. Settu hendur í vasa eða á mjaðmir. Rífðu í hálsmálið eða bindið þitt. 4 Þekktu besta sjónarhornið Myndavélar breyta hlutum í þrívídd yfir í myndir í tvívídd. Ef þú horfir beint framan í mynda­ vélina gætu allir náttúrulegir skuggar minnkað og jafnvel horfið. Stundum skiptir sköpum að snúa höfðinu, þótt ekki sé nema örlítið. Jafnvel þeir sykursætu eiga sér sína betri hlið sem lítur best úr á myndum. Ef þú hefur ekki hugmynd um þitt besta sjónarhorn skaltu finna það. Farðu fyrir framan spegilinn og æfðu mismunandi and­ litsstellingar. Skoðaðu hvernig ljós og skuggi lendir á andlitinu eftir því hvernig þú snýrð þér. Þú munt fljótlega eiga þína uppáhaldshlið. 5 Lengdu hálsinn Ýttu and­litinu fram og þrýstu öxlum aftur og niður. Þú ættir að finna fyrir örlítilli teygju í kjölfarið. Þér finnst þetta kannski fáránleg og óeðlileg stelling en þú virðist grennri og með minni undirhöku fyrir vikið. 6 Útflött hönd Slæm stað­setning handar getur orðið til þess að þú verður óánægð/ur með myndina. Sama hvort þú heldur á hvolpi, bjór, kökusneið eða alls engu getur þú litið út fyrir að vera grennri með því einfaldlega að halda höndunum aðeins frá líkamanum. Þetta kemur í veg fyrir að upphand­ leggurinn fletjist út og líti út fyrir að vera mun breiðari en hann er. 7 Krossleggðu ökklana Ef þér er ómögulegt að komast hjá myndatöku beint framan á þig getur þú prófað að krossleggja ökklana. Fyrir vikið lítur þú út fyrir að vera með grennri mjaðmir og lengri fætur. Þessi aðferð er einnig góð fyrir sitjandi myndatökur. Réttu úr þér og krossleggðu kálfana. 8 Hlæðu Flestar vandræðalegar myndir eru svo kindarlegar af því að myndefnið er uppstillt. Kreistu upp hlátur um leið og þú sérð myndavél nálgast. Hlátur, jafnvel þótt hann sé uppkreistur, gerir myndina strax eðlilegri, brosið verður fallegra og augun tindra. Allir líta betur út þegar þeir eru hamingjusamir! Þér á örugglega eftir að líða hálfbjánalega, en hei, myndin verður allavega góð! Taktu hina fullkomnu sjálfsmynd Farðu yfir þessu ráð og æfðu þig. Áður en þú veist af ertu orðin drottning/kóngur sjálfsmynd­ anna. n Taktu fullkomna sjálfsmynd n Átta ráð til að líta betur út á myndum Nautasteik Með frönskum og bernes SteikhúS Sími 565 1188 2.800 kr. L73, Laugavegi 73 „Jólastellan er mætt í hús í hátíðarbúning.“ Jólasúpa í Jólaþorpinu Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið um helgina, en í litlu jólahús­ unum á Thorsplani verður margt í boði, meðal annars handverk og hönnun, fiskur og fegurð, sultur og saft, gleði og glögg, kakó og kandís. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður alla opnunardaga í desem­ ber. Um helgina verður boðið upp á Jólasúpu Jólaþorpsins á sunndaginn og á laugardaginn skemmta Rauðhetta og Pollapönk­ arar auk þess sem slegið verður upp útijólaballi á laugardaginn. Jólaþorpið er opið frá 12–18 allar helgar fram til jóla og klukkan 16– 21 dagana 22. og 23. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.