Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 42
42 Helgarblað 5.–8. desember 2014 Henny tekur við af Kamillu Henny María Frímannsdóttir hefur tekið við sem skipulags- og fjölmiðlafulltrúi Iceland Air- waves-hátíðarinnar. Henny kem- ur þar til með að fylla upp í skarð Kamillu Ingibergsdóttur sem lét nýverið af störfum. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Kamilla ákveðið að halda á vit ævintýranna og leggja upp í ferðalag með hljóm- sveitinni Of Monsters and Men. Henny María er Hafnfirðingur í húð og hár. Hún er ekki ókunn tónlistarbransanum og vann hún meðal annars á umboðskrifstof- unni Prime fyrir fáeinum árum. Þá hefur Henny jafnframt unnið margvísleg störf við uppsetningu Airwaves-hátíðarinnar síðustu ár. Hver er þessi AnnA CAlvi? n Mesta undur veraldar að mati Eno n Einlæg á sviðinu É g var sem dáleidd á tónleik- um Önnu Calvi á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrstu helgina í nóvember. Sjálf seg- ist hún leitast eftir að dáleiða tónleikagesti með því að draga þá með sér inn í hulinn heim tilfinn- ingalegrar upplifunar. Hún vill að tónlist endurspegli sannar tilfinn- ingar, hvort tveggja orð og tónar. Hún sér hljóðfærin eins og liti og raðar þeim saman af mikilli natni. Ork- an í kringum Önnu Calvi er í senn fín- leg og friðsæl og ótrúlega kraftmik- il. Það hvernig hún spilar á hljóðfærið og beitir röddinni er eitthvað sem maður heyrir sjaldan í þessari tegund tónlistar. Hver nóta er listi- lega fléttuð saman við heildina, færð á réttan stað og engu er ofaukið. Rembingur er ekki til staðar eða gítar leikfimi til þess að sanna hversu góð hún er. Líkt við Patti Smith Þegar ég kom heim eftir dáleiðsl- una vildi ég vita meira. Hver er þessi Anna Calvi? Hvaðan kemur hún, hvaðan sækir hún innblástur sinn og hvernig varð hún svona sturlað- ur gítarleikari. Fyrir þá sem ekki þekkja Önnu Calvi þá sagði Brian Eno hana vera mesta undur tónlistar síðan Patti Smith kom fram á sjónarsviðið. Nick Cave fékk hana til þess að hita upp fyrir Grinderman, hún hefur verið tilnefnd til Mercury-verðlaun- anna fyrir báðar plötur sínar, Anna Calvi og One Breath, svo eitthvað sé nefnt. En ekkert af þessu skipt- ir raunverulega máli fyrir Önnu Calvi því eins og hún segir sjálf þá snýst velgengni ekki um það að vera þekktur, heldur um það að geta skapað tónlist sem er órjúfanlegur hluti af sjálfinu, það að tjá eitthvað af fullkominni einlægni. Hún bara er Anna Calvi, fædd 1980, er frá Twinkenham í Englandi. Foreldrar hennar eru báðir þerapistar sem skýrir kannski hversu rík tilfinn- ingagreind hennar er. Hún segist sjálf vera feimin, hún hvíslar setn- ingar í viðtölum og gefur sér góðan tíma til þess að svara spurningum. Hún er laus við látalæti og tilbún- ing. Hún bara er. Anna Calvi ólst upp við að hlusta á klassíska tónlist og var Maria Callas henni mikill innblástur sem heyra má á radd- beitingunni sem minnir á köflum á sópransöngkonu. Ekki tæknilega sinnuð Hún byrjaði að spila á gítar átta ára eftir að hafa hlust- að á Captain Beefhart, Roll- ing Stones og Jimi Hendrix. Hún útskrifaðist með B.A.- gráðu frá Háskólanum í South ampton í tónlist með fiðlu og gítar sem aðalhljóð- færi. Þegar hún semur á gítar- inn ímyndar hún sér að gítarinn sé túlkunartæki margra ólíkra hljóð- færa, stundum heil sinfóníuhljóm- sveit svo að ná megi sem mestu og ólíkustu hljóðum og tilfinningum út úr hljóðfærinu. Sjálf segist hún ekki vera tæknilega sinnuð, kunni illa við hluti sem séu framandi eða flóknir. Hún sé ekki mikið fyrir að vinna í tölvu, vill frekar nota gamla segulbandið þar sem nægir að þrýsta á „record“. Ekki síðri en Hendrix Tenging hennar við það gamla og hráa, bæði í lagasmíðum og hljóð- heimi skapar ákveðna nostalgíu í hinum tæknivædda heimi. Anna Calvi er flottasti gítarleik- ari sem ég hef séð, svei mér þá ekki síðri en sjálfur Jimi Hendrix. n Bobby Keys er látinn Saxófónleikari Rolling Stones lést í vikunni eftir skammvinn veikindi. Keys, sem var sjötugur, var viðloð- andi rokksenuna frá fimmtán ára aldri. Hann var einn fremsti sax- ófónleikari heims og hefur hann á ferli sínum starfað með mönn- um á borð við Buddy Holly, John Lennon og Eric Clapton. Hann var þó þekktastur fyrir saxófónleik sinn með Rolling Sto- nes. Ber þar helst að nefna lagið Brown Sugar. Meðlimir Rolling Stones sendu frá sér hjartnæma yfirlýsingu þar sem dauði vinar þeirra og hljómsveitarfélaga er harmaður. Lára Rúnarsdóttir söngkona Pistill „Flottasti gítarleikari í heimi, svei mér þá ekki síðri en sjálfur Jimi Hendrix. „Ekkert af þessu skiptir máli fyrir Önnu Calvi því hún segir sjálf að velgengni snúist ekki um að vera þekktur. M y n d d a v íð Þ ó R G u ð La u G SS o n M y n d d a v íð Þ ó R G u ð La u G SS o n Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.