Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 46
46 Menning Sjónvarp Helgarblað 5.–8. desember 2014 Hefðarfólkið V ið fjölskyldan erum hefðarfólk. Þegar ég segi hefðarfólk, þá meina ég að sjálfsögðu að við höfum í gegnum tíðirnar skapað okkur afskaplega margar hefðir sem við erum stolt af – sérstaklega þær sem tengjast jólunum. Þær eru alls- konar og við verðum viðskotaill ef einhver tekur að sér að hræra í þeim. Ein sú dýrmætasta er að fara í friðargöngu á Þorláksmessu. Það er eitthvað alveg sérstakt við þá stund þegar ég geng niður Laugaveginn, með fólkinu sem mér þykir vænst um í heiminum og hugsa um frið. Svo eru ótaldar allar hinar hefðirn- ar sem skipta okkur svo miklu máli. Þær koma eiginlega með jólin. En hefðirnar snúast ekki bara um þetta, þessar notalegu stundir. Þær snúast líka um verkefnaskiptinguna, hver gerir hvað, hvenær og hvernig. Hér er enginn maður sem kem- ur í manns stað, eða þannig upplifi ég það stundum. Þeir gera það nú samt. Frá því að ég var telpa hef ég tekið það að mér að pakka inn jólagjöfum fyrir allan karlpening fjölskyldunn- ar (föður, tvo bræður og stöku afa). Það byrjaði ansi skrautlega, en er nú orðið listgrein sem ég legg mig alla fram við. Ég nöldraði nú samt svolítið yfir þessu, fannst þetta ægi- legt álag og mikið á eina konu lagt að pakka inn öllum þessum jóla- gjöfum. Hvort þeir vissu ekki að ég væri afskaplega upptekin kona, sem hefði sko nóg annað við tímann að gera en að pakka inn jólagjöfum til mömmu, ömmu og mágkvenna minna. Þeir voru allir voða þakklátir og ég varð voða montin. Svo nöldr- aði ég meira en venjulega ein jólin – kannski full mikið. Skyndilega hafði engin þörf fyrir þessa náðargáfu mína. Mér fannst jólin næstum því ónýt, enda sann- færð um að þau kæmu ekki nema ég fengi að frekjast með þessa dáða- drengi svolítið. Mikið saknaði ég hefðarinnar – minnar. Ég var því voða auðmjúk næstu jól og bauð fram krafta mína af sannri hógværð og einlægni – enda veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En hefðirnar geta líka verið svo- lítið íþyngjandi fyrir aðra en þann sem heldur í hefðina. Ég á til dæmis afskaplega góða vinkonu sem taldi það vera sitt hlut- verk innan fjölskyldunnar að tryggja að æskuheimilið væri hreint og fínt, spikk og span. Þetta var hennar hefð. Rétt fyrir jól setti hún upp gúmmíhanskana, greip Ajaxið og byrjaði að þrífa. Hún reyndi svo að úthluta verkefnum til annarra fjölskyldumeðlima. Þegar fallegar beiðnir báru engan árangur byrj- aði hún að hóta, en ekkert gekk. Þessi togstreita stigmagnaðist svo fram til 22. desember. Þá stóð mín kona yfirleitt tætt, buguð og grát- andi með Ajaxið og tuskuna á lofti og bölvaði allri fjölskyldunni í sand og ösku. Sérstaklega jólalegt, eða þannig. Þeim brá öllum, eðlilega, að sjá þessa dagfarsprúðu konu í hrein- gerningaræðiskasti sem nýútskrif- aður húsmæðraskólanemi hefði verið stoltur af. Skyndilega var öll fjölskyldan byrjuð að þrífa, með agalegt sam- viskubit. Alltaf hafðist það, rétt fyrir jól, að búið var að þrífa alla veggi, glugga og horn. Þessi vítahringur gekk í nokkur ár. Vinkona mín mætti, þreif, bug- aðist og stóð svo uppi sigri hrósandi með jólin í hjartanu. Þar til eitt árið. Þegar hún kom þau jólin, nokkrum dögum fyrir Þorláksmessu, mætti henni mót- tökunefnd. Vígaleg stóðu þau í dyr- unum og tilkynntu henni að nú væri nóg komið. Hún færi ekki inn nema skilja Ajaxið og skúringafötuna eft- ir úti í bíl. Það fylgdi því gríðarlegt andlegt álag að fylgjast með henni þrífa og svo beitti hún þau þrýstingi sem þau hreinlega nenntu ekki að glíma við í desember. Þar að auki væru þau engir sóðar og allt væri svo fínt hjá þeim – sem það var og er. Hún gæti bara farið heim til sín og þrifið þar en vinsamlegast látið þau í friði í þessum æðisköstum sín- um. Hún væri velkomin til þeirra að njóta lífsins í desember. Það hefur hún gert, þó að ég viti að hún rífur í tusku stundum þegar þau sjá ekki til. Bara svona, fyrir hefðina. Ég minni sjálfa mig á þessar tvær sögur í desember. Þá finnst mér ég eiga að njóta hefðanna (innan skyn- semismarka) og þessa tíma. Sjá það fallega í þessu öllu saman, eftir bestu getu. Fyrst og fremst er samt mikilvægt að láta af æðisköstunum. Að þessu sögðu býð ég ykkur gleðilegrar að- ventu, ég vona að þið kunnið að njóta hennar. n „Mér fannst jólin næstum því ónýt, enda sannfærð um að þau kæmu ekki nema ég fengi að frekjast með þessa dáðadrengi svo- lítið. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport H ross í oss, kvikmynd Bene- dikts Erlingssonar, er í 49. sæti yfir 50 bestu mynd- ir þessa árs að mati breska kvikmyndatímaritsins Empire. Þar segir að kvikmyndin sé fyndin, sérstök og afskaplega vand- ræðaleg. Eins segir að hún fjalli um hestaástir og hestamisnotkun í af- skekktri sveit á Íslandi og hafi jafn- mikið að segja um hina tvífættu persónur myndarinnar og hina ferfættu. Að auki fær myndin sérstakt hrós fyrir að leyfa íslenskri nátt- úru að njóta sín eins og hún er, án þess að vélmenni eða snarklikkað- ir geimfarar séu að draga athyglina frá henni. Kvikmyndinni hefur gengið afar vel í úti í heimi. Benedikt lá ekki á skoðunum sínum þegar hann vann til Kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs fyrir nokkru og sagði það synd og skömm hvernig ríkisstjórn Íslands kæmi fram við kvikmynda- gerðarmenn á. n helgadis@dv.is Kvikmyndinni hrósað fyrir að sýna íslenska náttúru Hross í oss á topplista Empire Magazine Sunnudagur 7. desember Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (15:26) 07.04 Sara og önd (7:40) 07.11 Tillý og vinir (43:52) 07.22 Kioka (8:78) 07.29 Pósturinn Páll (6:14) 07.44 Ólivía (45:52) 07.55 Vinabær Danna tígurs 08.06 Kúlugúbbarnir (14:26) 08.30 Tré-Fú Tom (5:13) 08.56 Um hvað snýst þetta allt? (44:52) 09.00 Disneystundin (48:52) 09.01 Finnbogi og Felix (5:10) 09.24 Sígildar teiknimyndir 09.30 Herkúles (5:10) 09.53 Millý spyr (69:78) 10.00 Unnar og vinur (1:26) 10.20 Fisk í dag (8:8) e 10.30 Óskalög þjóðarinnar e (8:8) (1944-2014) 12.00 Studíó A 888 e 12.45 Stephen Fry: Út úr skápnum – Seinni hluti e (2:2) (Stephen Fry: Out There) 13.45 Djöflaeyjan 888 e (10:27) 14.15 Einn plús einn eru þrír - Margfeldisáhrif í samstarfi 888 e 15.05 Geðveik jól 2014 888 e 15.55 Ævintýri Merlíns e (3:13) (The Adventures of Merlin) 16.40 Saga af strák e (4:13) (About a Boy) 17.05 Táknmálsfréttir (98) 17.15 Sebbi (8:40) 17.26 Jesús og Jósefína (7:24) 17.46 Hrúturinn Hreinn (7:10) 17.53 Skrípin (29:52) 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Í sambýli við nátturuöflin 18.40 Jólin hjá Claus Dalby (Hul hos Claus Dalby) 18.50 Rétt viðbrögð í skyndi- hjálp 888 (Endurlífgun) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn 888 (12) 20.15 Orðbragð (5:6) 20.50 Downton Abbey (8:8) 22.05 Þerrið aldrei tár án hanska (1:3) (Torka aldrig tårar utan handskar) Áhrifamikil sænsk þáttaröð í þremur hlutum. Ástir og átök samkynhneigðra karl- manna í skugga alnæmis. 23.05 Skepnur suðursins 7,3 (Beasts of the Southern Wild) Sex ára stúlka þarf að sýna hvað í sér býr þegar skapstyggur pabbi hennar glímir við heilsubrest, jökulhettur bráðna svo að allt fer undir vatn og fornir úruxar fara á stjá. Banda- rísk bíómynd frá 2012 sem unnið hefur til fjölda verð- launa. Leikstjóri er Benh Zeitlin og aðalhlutverk leika Quvenzhané Wallis, sem var tilnefnd til Óskarsverð- launa, og Dwight Henry. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.35 Úr launsátri (2:6) (Hit & Miss) Spennuþrungnir og átakanlegir þættir í fram- leiðslu Pauls Abbotts, um kaldrifjaðan leigumorðingja sem lendir í óvæntri aðstöðu þegar vinkona hennar deyr. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 01.20 Útvarpsfréttir 11:10 UEFA Champions League (Arsenal - Dortmund) 12:50 NBA (NBA Home Video - 1999 Spurs) 13:40 Þýsku mörkin 14:10 Spænski boltinn 14/15 (Real Madrid - Celta) 15:50 Spænski boltinn 14/15 (Barcelona - Espanyol) 17:50 Spænski boltinn 14/15 (Villarreal - Real Sociedad) 19:50 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 20:20 Spænski boltinn 14/15 (Barcelona - Espanyol) 22:00 Spænski boltinn 14/15 (Villarreal - Real Sociedad) 23:40 UFC Unleashed 2014 08:20 Premier League (Hull - WBA) 10:00 Premier League (Liverpool - Southampton) 11:40 Premier League (Man. City - Everton) 13:20 Premier League (West Ham - Swansea) 15:50 Premier League (Aston Villa - Leicester) 18:00 Premier League (West Ham - Swansea) 19:40 Premier League (Aston Villa - Leicester) 21:20 Premier League (Newcastle - Chelsea) 23:00 Premier League (QPR - Burnley) 11:05 Mrs. Doubtfire 13:10 Darling Companion 14:55 Happy Gilmore 16:30 Mrs. Doubtfire 18:35 Darling Companion 20:25 Happy Gilmore 22:00 This is The End 23:55 The Grey 01:55 The Killer Inside Me 03:45 This is The End 16:40 The Carrie Diaries 17:25 The Amazing Race (4:12) 18:10 Are You There, Chelsea? (5:12) 18:35 Last Man Standing (18:18) 19:00 Man vs. Wild (9:13) 19:45 Bob's Burgers (21:23) 20:10 American Dad (10:20) 21:00 Allen Gregory (6:7) 21:25 The League (2:13) 21:50 Fringe (2:13) 22:35 The Goodwin Games (2:7) 23:00 The Glades (1:13) 23:45 The Vampire Diaries (21:23) 00:30 Man vs. Wild (9:13) 01:15 Bob's Burgers (21:23) 01:40 American Dad (10:20) 02:30 Allen Gregory (6:7) 02:55 The League (2:13) 03:20 Fringe (2:13) 16:55 Strákarnir 17:25 Friends (17:24) 17:50 2 Broke Girls (8:24) 18:15 Modern Family (9:24) 18:40 Two and a Half Men (9:16) 19:05 Viltu vinna milljón? (11:19) 20:00 Suits (1:16) 20:45 The Mentalist (21:22) 21:30 The Tunnel (8:10) 22:20 Sisters (6:24) 23:10 The Tudors (4:10) 00:05 Viltu vinna milljón? (11:19) 01:00 Suits (1:16) 01:45 The Mentalist (21:22) 02:30 The Tunnel (8:10) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Könnuðurinn Dóra 07:50 Latibær 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Elías 08:15 Doddi litli og Eyrnastór 08:25 Víkingurinn Vic 08:40 Ben 10 09:05 Grallararnir 09:25 Villingarnir 09:50 Litlu Tommi og Jenni 10:10 Kalli kanína og félagar 10:20 Ævintýraferðin 10:30 Ozzy & Drix 10:50 iCarly (2:45) 11:15 Scooby-Doo! 11:35 Ninja-skjaldbökurnar 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Stelpurnar (11:12) 14:10 Hátíðarstund með Rikku (2:4) Notaleg jólastemmn- ing með Rikku á aðventunni. Rikka fjallar um allt það helsta sem viðkemur gleðilegri jólahátíð. Hún fær til sín góða gesti sem elda girnilega rétti, baka smákök- ur og fara yfir veisluhöldin um hátíðarnar. Einnig verður sýnt hvernig aðventukrans er skreyttur á einfaldan og fallegan máta sem og jólatré verður skreytt. 14:40 Á fullu gazi (4:6) 15:15 Um land allt (7:12) 15:55 Eldhúsið hans Eyþórs (1:9) 16:30 60 mínútur (10:53) 17:20 Eyjan (15:20) 18:10 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu (7:24) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (67:100) 19:15 Sjálfstætt fólk (11:20) 19:55 Bubbi og Bó 21:10 Hreinn Skjöldur (2:7) 21:40 Shameless 8,7 (7:12) Fjórða þáttaröðin af þessum bráðskemmtulegu þáttum um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðir- inn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 22:35 60 mínútur (11:53) 23:25 Rizzoli & Isles 7,5 (4:18) Fimmta þáttaröðin um rannsóknarlögreglukonuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston- mafíunnar saman. Þær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður sem hefur áhrif á störf þeirra og lífsviðhorf. 00:15 Ástríður (5:10) 00:45 Eyjan (15:20) 01:35 Brestir (7:8) 02:05 Outlander (8:16) 03:00 The Newsroom (4:6) 03:50 Rush (2:10) 04:35 Liberal Arts 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:20 The Talk 13:05 The Talk 13:50 Dr. Phil 14:30 Dr. Phil 15:10 Kitchen Nightmares (10:10) 15:55 Red Band Society (8:13) 16:40 Survivor (9:15) 17:25 Parks & Recreation (2:22) 17:50 Growing Up Fisher (12:13) 18:15 Jane the Virgin (2:13) Ung, heiðarleg og samviskusöm stelpa fer á spítala til að fá eina sprautu og fer þá óvart í velheppnaða frjósemisað- gerð. Andrea Navedo hefur skapað sér stóran sess sem sterkur nýliði í gríni og uppistandi og fær nú stóra tækifærið í sjónvarpi í þessum nýju og fersku gamanþáttum. 19:00 The Biggest Loser - Ísland (5:11) 19:50 Solsidan (3:10) 20:10 Red Band Society (9:13) Allir ungu sjúklingarnir í Red Band Society hafa sögu að segja og persónuleg vanda- mál að yfirstíga. Vandaðir og hugljúfir þættir fyrir alla fjölskylduna. 21:00 Law & Order: SVU (17:24) 21:45 The Affair 8,0 (1:10) Ung þjónustustúlka, Alison, og eiginmaður hennar Cole, berjast við ýmis vandamál í hjónabandinu í skugga harmleiks. Alison kynnist Noah, kennara og rithöfundi, þar sem hann er í fríi með fjölskyldu sinni í heimabæ Alison. Fljótlega eiga þau í ástarsambandi sem fyrir hana er flótti frá erfiðleikum en fyrir hann spennandi ævintýri. 22:35 Hannibal 8,6 (11:13) Önnur þáttaröðin um lífs- nautnasegginn Hannibal Lecter. Rithöfundurinn Thomas Harris gerði hann ódauðlegan í bókum sínum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið, hafa almennt fengið frábærar viðtökur. Þótt erfitt sé að feta í fótspor Anthony Hopkins eru áhorfendur og gagnrýnendu á einu máli um að stórleikarinn Mads Mikkelsen farist það einstaklega vel úr hendi. Heimili fjöldamorðingins, mannætunnar og geðlæknirisins Hannibals Lecter er á SkjáEinum. Jack og lögregluteymið komast að hinu sanna um hvarf Freddie Lounds. 23:20 Hawaii Five-0 (1:25) 00:05 CSI (7:20) 00:50 Law & Order: SVU (17:24) 01:35 The Affair (1:10) 02:25 Hannibal (11:13) 03:10 The Tonight Show 04:00 Pepsi MAX tónlist Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Helgarpistill Hross í oss Kvik- myndin hefur unnið til 18 verðlauna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.