Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Qupperneq 50
50 Fólk Helgarblað 5.–8. desember 2014 Sölvi selur spjarirnar Sölvi Tryggvason er á kafi í jólahreingerningu ef marka má Facebook-síðu hans þar sem fjölmiðlamaðurinn auglýsir föt- in sín til sölu. Líklegt verður að teljast að þar finnist ýmsir fjár- sjóðir enda Sölvi annáluð tísku- lögga sem er ávallt með stílinn á hreinu. Skósafn Sölva er löngu frægt en fyrir tveimur árum viður- kenndi sjónvarpsmaðurinn að eiga yfir 50 pör af skóm. Í kjölfar- ið sköpuðust hressandi umræð- ur þar sem Sölvi lét ekki sitt eftir liggja og lýsti því yfir að hann einfaldlega elskaði skóna sína og væri líklega samkynhneigð- asti gagnkynhneigði karlmaður á Íslandi. Pálmi í þrusu formi Samkvæmt heimildum DV er leikarinn Pálmi Gestsson kominn í þrælgott líkamlegt form. Pálmi hefur æft af krafti í World Class í Laugum og hefur líklega aldrei verið í betra formi. Leikarinn, sem er 57 ára, var um tíma í fjarþjálfun hjá Agli „Gillz“ Einarssyni en hefur upp á síðkastið sést í fylgd útvarps- mannsins og kraftajötunsins Ívars Guðmundssonar. Kunnugir segja Pálma lyfta 100 kílóum í bekk og að hann bæti sig vikulega. S alka Sól söng- og fjölmiðla- kona hefur í nógu að snú- ast þessa dagana. Fyrir utan að vinna á Rás 2 er hún önn- ur söngkona hljómsveitar- innar AmabAdama og er meðlimur í Reykjavíkurdætrum. Eins eru hún, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Tinna Sverrisdóttir bæjarlistamenn Kópa- vogsbæjar. AmabAdamA gaf út sína fyrstu plötu á dögunum og munu þau halda upp á það í Gamla bíói 18. des- ember næstkomandi og á Akureyri daginn eftir. Yndislegt andrúmsloft „Það er yndislegt andrúmsloft uppi í útvarpshúsi,“ segir Salka þegar hún er spurð um starfið sitt þar. „Það er sér- staklega gott eftir að sett var upp lítið kaffihús fyrir ofan Markúsartorg. Þar er æðisleg kaffivél, taflborð og borð. Fólk fer svo þangað í kaffipásunum sínum til þess að spjalla aðeins og það myndast oft ansi skemmtileg stemn- ing þarna.“ Ólst upp við Rás 2 Salka er alin upp við það að hlusta á útvarpið og þá aðallega Rás 2 frá því að hún var krakki. Hana langaði alltaf að vinna í fjölmiðlum við dagskrá- gerð. „Ég vissi ekki alveg hvað fælist í slíkri vinnu eða hvernig maður kæm- ist í hana, en þetta langaði mig að vinna við. Ég frétti svo að það vantaði einhvern í afleysingar á Virka morgna á Rás 2. Ég stökk á það og náði að sannfæra dagskrárstjórann um að ráða mig. Samstarfið gekk svo vel að ég fékk áframhaldandi starf. Mér þyk- ir afskaplega vænt um Rás 2 og finnst gaman að vinna þar.“ Samnýting starfsmanna Ein ný stefna RÚV er að samnýta starfsfólk sjónvarpsins og útvarpsins. Hingað til hefur þetta verið að mestu leyti aðskilið, en nú er farið að nýta starfskrafta beggja megin. „Ég var í ein- um Útsvarsþætti sem gekk mjög vel. Ég verð líka í söfnunarþætti fyrir jólin sem heitir Geðveik jól og jólavöku RÚV þann 20. desember. Eftir áramótin verð ég svo með inn- slög í Gettu bet- ur. Með þessari samnýtingu er verið að gera fyrirtækið að aðeins meiri heild sem mér finnst ótrúlega fallegt.“ Fjölmiðla- fulltrúi Secret Solstice Aðstandendur Secret Solstice höfðu samband við Sölku og spurðu hana hvort hún væri ekki til í að taka þátt í undibúningi næstu hátíðar sem fjöl- miðlafulltrúi þeirra sem hún þáði. „Það fer alveg að detta í stóra tilkynn- ingu frá Friðriki Jónssyni og öðrum aðstandendum Secret Solstice-há- tíðarinnar um hverjir verða á hátíð- inni á næsta ári. Ég má ekki segja mik- ið um það en ég veit að það verður „heví næs“. En nöfnin sem ég er búin að heyra eru algjört „gourmet“.“ Fyrstu tónleikarnir á hátíðinni „Ég spilaði á Secret Solstice, þegar hún var haldin í fyrsta skipti fyrr á ár- inu og það voru eig- inlega mínir fyrstu stóru tónleikar með AmabAdamA. Við vorum á næststærsta sviðinu. Þannig að ég á ótrúlega góðar minningar frá hátíð- inni. Það var meira af raftónlist á síðustu hátíð og þó það verði mikið af slíkri tónlist næst þá verður meira af öðru næst. Það verður meira af tón- list úr öllum áttum, það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem standa bak við hátíðina eru afskaplega framtakssamir og flottir strákar. Þeir báðu mig um að vera partur af hópn- um og ég tók því fagnandi.“ Einn af stofnendum Reykjavíkurdætra Salka er ein af stofnendum kvenna- grúppunnar Reykjavíkurdætur en er óvirkur meðlimur eins og er. „Grúpp- an er svolítið þannig að þó að ein- hver sé ekki virkur í henni, þá er hann samt enn meðlimur. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér með plötuna hjá AmabAdamA, þannig að ég tók mér smá pásu. En ég er ennþá alveg að rappa og svona.“ Rappar með krökkum í Kópavogi Salka, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Tinna Sverrisdóttir eru allar meðlimir Reykjavíkurdætra og voru valdar sem bæjarlistamenn Kópavogsbæjar. „Við fengum svolítið frjálsar hendur varð- andi hvað við vildum gera við þenn- an titil. Við ákváðum að fara í skóla og láta gott af okkur leiða þar með rapp- fyrirlestranámskeiðum. Einhvern veginn kem ég því fyrir að flakka á milli grunnskóla í Kópavogi alla fimmtudaga og föstudaga. Við erum með klukkutíma fyrirlestra og erum að fá krakka til þess að rappa. Þetta er algjör snilld. Þau eru svo tilbúin til þess að taka þátt og hafa gaman af. Ég held að við séum búin að sá fullt af litlum rappfræjum í Kópavogi.“ Vertu þú sjálfur „Þetta snýst ekki bara um það að rappa, við viljum kenna þeim að koma fram með það sem þau hafa. Maður á ekki alltaf að vera að rit- skoða sjálfan sig eða bera sig saman við aðra, heldur frekar að koma fram með það sem maður hefur og fá þá tækifæri til þess að bæta sig. Reykjavíkurdætur hafa alltaf stað- ið fyrir því. Komdu fram með það sem þú hefur og við erum vettvangur til þess að gera það. Komdu svo aftur með okkur næst og vertu betri. Mað- ur verður að fá tækifæri til að koma fram til þess að geta bætt sig. Það eru svo margir sem sitja bara inni í horni og gera ekki neitt því þeim finnst þeir ekki nógu flottir eða góðir og fá þá aldrei æfingu. Við erum líka allar þrjár leiklistar- menntaðar, þannig að við erum svo- lítið að kenna framsögu líka. En þetta er vinna, það er klukkutími á hvern hóp. Við byrjum alltaf á því að spjalla við þau og finnum hvað þeim brennur á hjarta og það er alltaf eitt- hvað. Til dæmis að það sé ömurleg- ur matur í matsölunni, að þau megi ekki vera með síma í skólanum eða jafnvel eitthvað jákvætt sem þau vilja tala um.“ Gefandi vinna Þrátt fyrir miklar annir er hún ham- ingjusöm. „Allt sem ég geri er mjög gefandi. Mér líður vel í því sem ég er að gera. Stundum finn ég ekki fyrir því hvað það er mikið að gera fyrr en ég er alveg búin á því, þetta er allt svo gef- andi og á mínu áhugasviði. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ár og viðburðaríkt,“ segir Salka að lokum. n Mikilvægt að ritskoða sig ekki of mikið n Salka Sól heldur rappfyrirlestranámskeið n Yndislegt andrúmsloft á RÚV Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Salka teiknuð af Solveigu Pálsdóttur Solveig, einn meðlima Reykjavíkurdætra, teiknaði alla meðlimi grúppunnar. Með AmabAdamA Reggíhljómsveitin AmabAdamA hefur gert það gott upp á síðkastið. MYnD DAVíð ÞÓR GuðlAuGSSon „Ég held að við séum búin að sá fullt af litlum rappfræj- um í Kópavogi Botninn 200 g Ljóma 5 egg 4 dl sykur 4 dl hveiti 1 dl kakó 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 2 dl mjólk Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið skúukökuform. Bræðið Ljómann og látið hann kólna. Hrærið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið það út í deigið. Setjið Ljóma og mjólk út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í miðjum ofni í 20–25 mínútur. Skúffukaka Glassúr 75 g Ljóma 1/2 dl sterkt ka‡ 4 dl flórsykur 2 msk kakó 2 tsk vanillusykur Bræðið Ljómann. Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman við bræddan Ljómann og ka‡ð. Leyfið kökunni að kólna aðeins áður en glassúrinn er settur á. Setjið kókosmjölið yfir kökuna og njótið. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 40 2 Salka Sól Fyrir utan tónlistina er hún alltaf í Popplandi á virkum dögum og Hanstéli á laugardögum. MYnD SiGGA EllA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.