Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Ríflega 40 þúsund gestir heimsóttu Byggðasafn Skagfirðinga á liðnu ári að því er fram kemur á heimasíðu safnsins, en þar eru listuð upp ýmis verkefni sem tekist var á við á liðnu ári. Þar á meðal var fornleifauppgröftur á 11. aldar skála á Hamri i Hegranesi en einnig var skipt út sýningunni Gersemar og þarfaþing, í sal Minjahússins á Sauðárkróki, fyrir geymslusýninguna Hitt og þetta úr geymslunni. Þá var haldið áfram viðgerðum og byggingahandverkskennslu á Tyrfingsstöðum með Forn- verkaskólanum, lokið var við að skrá strandminjar út að austan og þá var einnig unnið við að skrá og rannsaka austfirskar minjar. „Við skráðum 2.500 ljósmyndir frá Tyrfingsstöðum í Sarp,“ segir á vef safnsins. Haldið var áfram við verkefnið Eyðibýli og afdalir í samstarfi við starfsmenn Byggðasögu Skagafjarðar og fjöldi nýrra staða var kannaður. Staðir og svæði sem rannsökuð hafa verið í tengslum við útgáfu ritsins eru hátt í 80 talsins. Unnið var að miðaldakirkjurannsóknum með bandarísku rannsóknarteymi (SASS), sem safnið er og hefur verið í samstarfi við. Byggðasafnið tók þátt í evrópska samstarfsverkefninu LoCloud í samstarfi við Minjastofnun Íslands. En verkefnið miðar að því að gera smærri söfnum eða öðrum menningarstofnunum kleift að gera starfrænt efni aðgengilegt á netinu. Þá voru gefnar út átta rannsóknarskýrslur á vegum byggðasafnsins á liðnu ári og eitt smárit. /MÞÞ Lynghálsi, Reykjavík lifland@lifland.is Lónsbakka, Akureyri www.lifland.isSími 540 1100 Lífland söluráðgjöf kjarnfóður Lífland býður nú kúabændum að útbúa fóðuráætlun fyrir þá, byggða á greiningum heysýna og upplýsingum um hjörðina á hverju búi. Lífland hefur um árabil verið í fararbroddi með fjölbreytt úrval kjarnfóðurtegunda fyrir kúabændur. Lífland kynnir nú fjórar nýjar kjarnfóðurtegundir Sparnyt er ein af vinsælustu kjarnfóðurtegundum Líflands og f st nú án erfðabreyttra hráefna. Kostur 16 Kostur 19 Kostsblöndurnar innihalda meðal annars sojahýði, sykurrófur og C:16 fitusýrur. Með réttu gróffóðri geta þessi hráefni hækkað fituhlutfall og aukið nyt. Efstubraut, Blönduósi Mikið um að vera hjá Byggðasafni Skagfirðinga: Ríflega 40 þúsund gestir í heimsókn á liðnu ári Umferðin um Víkurskarð austan Akureyrar jókst um 8,6 prósent í fyrra en það jafngildir því að um 100 fleiri bílar fóru um skarðið að meðaltali á degi hverjum allt árið miðað við árið á undan. Að meðaltali fóru tæplega 1.230 bílar á dag um Víkurskarð. Mest varð aukningin í sumarumferðinni en þá fóru að meðaltali daglega 2.155 bílar um skarðið. Niðurstöður umferðartalningar um Víkurskarð fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og er frá þeim sagt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Alls fóru tæplega 450 þúsund ökutæki um Víkurskarð á liðnu ári, sem er nokkur fjölgun frá árinu á undan þegar ökutækin voru um 413 þúsund talsins, eða um 37 þúsund færri. Aukningin nemur um 8,6%. Hún samsvarar því að um 100 fleiri ökutæki hafi farið daglega yfir skarðið í fyrra miðað við árið á undan. Þetta er þriðja mesta árdagsumferð frá upphafi að því er fram kemur á síðu Vegagerðarinnar. Nýtt met var hins vegar slegið í sumardagsumferðinni en aldrei hafa fleiri bílar farið um skarðið á tímabilinu frá og með júní til og með september eða 2.155 bílar á sólarhring að meðaltali. Rúmlega 8% samdráttur varð hins vegar í vetrardagsumferðinni vegna mun minni umferðar fyrstu 3 mánuði ársins 2014. Víkurskarð: Umferð jókst um 8,6%

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.