Bændablaðið - 29.01.2015, Side 18

Bændablaðið - 29.01.2015, Side 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Hestamannafélagið Léttir á Akureyri: Viðar og Fanndís verðlaunuð fyrir góðan árangur Hestamannafélagið Trausti í Bláskógabyggð: Sögusýningar, hestasýningar og ævintýra- og húsdýragarður fyrir ferðamenn Á aðalfundi Hestamannafélagsins Trausta í Bláskógabyggð í síðustu viku voru m.a. kynntar hugmyndir félagsins um að koma upp þjóðmenningarsetri fyrir ferðamenn á nýju og glæsilegu félagssvæði Trausta á Þorkelsvelli skammt frá Laugarvatni. Vígt síðasta sumar Svæðið var vígt síðasta sumar og er við Gullna hringinn. Íslensk þjóðmenning, þjóðsögur og þjóðhættir verður rauði þráðurinn í setrinu, auk þess sem í boði verða sögusýningar, hestasýningar og ævintýra- og húsdýragarður. „Mér líst ágætlega á þessar hugmyndir, þarna eru á ferðinni stórar og miklar hugmyndir með Þjóðmenningarsetur. Aðkoma sveitarfélagsins að þessu máli yrði ef breyta þyrfti deiliskipulagi,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, þegar hann var spurður hvernig honum lítist á hugmyndina. Formaður Trausta er Guðmundur Birkir Þorkelsson. /MHH Fjölmörg og fjölbreytileg verkefni bíða nýs framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda: Áfram unnið að öflugu rannsókna- og gæðastarfi Katrín María Andrésdóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda hinn 6. janúar síðastliðinn. Katrín er alin upp í Skagafirði og hefur lengst af verið búsett þar, fyrstu árin í sveit en síðar á Sauðárkróki. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 1988. Í framhaldi af sjúkraliðanáminu lauk Katrín María stúdentsprófi og síðar BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Á næstu misserum er svo stefnan að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands en Katrín María vinnur nú að lokaverkefni vegna þess. Katrín María segir að sjúkraliðamenntunin sé í raun mjög hagnýt til margra hluta. ,,Til dæmis læra sjúkraliðar sitthvað um líffræði, eðlisfræði og efnafræði – og það hefur í mínu tilfelli oft komið sér vel þegar ég hef verið að vinna með fólki til dæmis í framleiðslufyrirtækjum. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna að mjög skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum. Ég starfaði til dæmis um árabil sem atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, svo ég hef ágæta reynslu af því að starfa með litlum og meðalstórum fyrirtækjum að vöruþróun og margvíslegum rekstrarverkefnum. Þar áður var ég svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands á Norðurlandi og starfaði þá mest á svæðinu frá Hólmavík til Þórshafnar.“ Margþætt reynsla mun nýtast vel „Ég var að svipast um eftir starfi og var svo heppin að stjórn Sambands garðyrkjubænda var á sama tíma að leita að framkvæmdastjóra,“ segir Katrín María um tildrög þess að hún var ráðin til starfa fyrir garðyrkjubændur. „Þau höfðu samband við mig og buðu mér til fundar. Mér leist strax vel á hópinn og verkefnin og ákvað því að þiggja gott boð þegar mér bauðst að taka að mér starfið. Reynsla mín á sviði garðyrkju er takmörkuð, en ég hef nær alla ævi búið í bændasamfélagi og finn mig mjög vel í samstarfi við bændur. Ég vona að reynsla mín af ráðgjöf og samstarfi við lítil og meðalstór fyrirtæki, vöruþróunarverkefnum og ýmiss konar rannsókna- og samstarfsverkefnum geti orðið gagnleg fyrir garðyrkjubændur og aðra sem vinna að hagsmunum garðyrkjunnar á Íslandi.“ Ætlar til fundar við garðyrkjubændur ,,Mér líst mjög vel á þennan starfsvettvang og tækifærin blasa víða við, en ég á vissulega margt eftir ólært eins og gengur þegar fólk hefur störf á nýjum vettvangi. Ég mun á næstu vikum og mánuðum freista þess að hitta sem flesta garðyrkjubændur og aðra sem vinna að málefnum garðyrkjunnar. Fyrstu vikurnar fara mest í að ganga frá ýmsum formlegum hlutum og læra á starfsumhverfið. Ég vil gjarnan fá að nota tækifærið og þakka þeim sem ég hef þegar hitt og starfsfólkinu hér í Bændahöllinni fyrir góðar móttökur. Hér er mjög notalegur starfsandi. Við hjá Sambandi garðyrkjubænda erum, líkt og flestir á þessum árstíma, að ganga frá uppgjöri síðasta árs og undirbúa aðalfund. Samband garðyrkjubænda á 60 ára afmæli á þessu ári og ég vænti þess að félagsmenn og aðrir geri sér dagamun af því tilefni,“ segir Katrín María um komandi verkefni. Verkefnin fjölmörg og fjölbreytileg „Annars eru verkefnin fjölmörg og fjölbreytileg. Það er mjög ánægjulegt að vinna með garðyrkjubændum því þeir eru sífellt að leita leiða til að auka enn á gæði og hagkvæmni í framleiðslu sinni og stunda mjög öflugt rannsókna- og gæðastarf í því skyni. Vörumerki Sambands garðyrkju- bænda, Íslenska fánaröndin, nýtur verðskuldaðrar virðingar og að baki því liggur mikil vinna varðandi gæðastarf og ferla sem unnir eru eftir gæðahandbók. Ég geri ráð fyrir því að áfram verði ríkur þáttur í starfi Sambands garðyrkjubænda að fylgja því starfi eftir svo og fjölmörgum öðrum verkefnum sem miða að þróun vöru og gæða í margvíslegum skilningi.“ /smh Viðar Bragason var kjörinn íþróttamaður Léttis árið 2014 og Fanndís Viðarsdóttir efnilegasti knapinn í ungmennaflokki í hófi sem haldið var nýverið á vegum Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Þetta er annað árið í röð sem Viðar er kjörinn íþróttamaður Léttis. Hann hefur á undanförnum árum verið að stimpla sig inn sem einn af bestu knöpum landsins og hefur á liðnum árum landað stórum sigrum á hinum ýmsu hrossum, flestum úr eigin ræktun, segir í frétt á vefsíðu Léttis. Eigum eftir að sjá meira til Viðars og Væntingar Fram kemur að hæst hafi frægðarsól Viðars skinið þegar hann náði frábærum árangri á gæðingnum Væntingu frá Hrafnagili. „Sigur í B-flokki gæðinga í Gæðingakeppni Léttis sem og góður árangur í töltkeppni Landsmóts hestamanna á árinu er eftirminnilegur og það er alveg ljóst að við eigum eftir að sjá meira til þeirra tveggja saman á næstu misserum og árum,“ segir á vefsíðu Léttis. Þá hefur Viðar náð góðum árangri á öðrum hrossum, en flest þeirra koma úr eigin ræktun, hans og eiginkonu hans á Björgum 1 í Hörgársveit. Margir glæstir sigrar Fanndís var eins og fram kom kjörin efnilegasti knapinn í ungmennaflokki, en hún hefur náð ótrúlegum árangri, þrátt fyrir ungan aldur, á hestamannamótum á liðnum árum, bæði stórum og smáum og unnið marga glæsta sigra. Fanndís fór alla leið í úrslit í ungmennaflokki á Landsmóti á liðnu sumri, á hryssunni Björgu frá Björgum og endaði í sjötta sæti. „Fanndís náði auk þess mjög góðum árangri á öðrum þeim mótum er hún tók þátt í og er hún svo sannarlega góð fyrirmynd ungu kynslóðarinnar í Létti,“ segir á vefsíðu Léttis. Viðar Bragason var kjörinn íþróttamaður Léttis árið 2014 á Væntingu frá Björgum 1 í Hörgársveit. Myndir / Af vef Léttis Fanndís var kjörin efnilegasti knap- ungan aldur. Myndir / smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.