Bændablaðið - 29.01.2015, Side 27

Bændablaðið - 29.01.2015, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 20. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 2014 Sumarið 2015 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 2015. Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 20. mars 2015. Steinull til sölu Til sölu ca. 250m2 af 40 og 80mm notaðri þaksteinull (pressuð) sem fjarlæg var úr þaki nýlega. Einhver bleyta gæti verið í ullinni og hluti hennar er tilskorinn. Upplagt til einangrunar atvinnuhúsnæðis – selst ódýrt. Upplýsingar í síma 660 3364. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Pöntun á netinu á bbl.is Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Alls hafa 1140 gestir tekið þátt í að sauma Vatnsdælurefilinn Vinna við gerð refils á vegum Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi gengur vel, en í lok nýliðins árs var búið að sauma um 11 metra af honum. Alls hafa 1.140 gestir safnsins tekið þátt í verkefninu og liggja að baki samtals 1.854 vinnustundir og 30 mínútur. „Sumir gestir koma auðvitað oftar en aðrir en í heildina stenst þetta væntingar. Það er mjög ánægjulegt hversu margir hafa áhuga á að setja spor sín í refilinn og um leið leyfa honum að mjakast áfram,“ segir Jóhanna E. Pálmadóttir í pistli sínum á Húnahorninu. Fram kemur að í upphafi hafi sú ákvörðun verið tekin að refillinn ætti sér sitt eigið líf, þ.e. að framvindan stjórnaðist af áhuga gesta. Stundum eru margir á safninu og stundum enginn. „Aðalatriðið er að njóta hans meðan á þessu stigi stendur því eftir að hann er fullkláraður, verður hann lokaður á bak við gler og því ekki lengur aðgengilegur á svona nálægan hátt,“ segir Jóhanna. Á hverju ári koma nemar frá textílskólanum Håndarbejdes Fremmes UCC í Kaupmannahöfn og vinna þeir að reflinum, fjórar konur eru í hópnum sem kom nú eftir áramót og þá koma þrjár til viðbótar í júní næstkomandi. Verkefnið Vatnsdæla á refil hefur staðið yfir undanfarin misseri. Verkinu miðar vel eins og fram kemur í frásögn Jóhönnu, en dönsku nemarnir vinna nú að undirbúningi þriðju teikningu hans og er þar komið við sögu að Ingimundur gamli og hans fólk leggur leið sína til Íslands. „Hingað til höfum við bara verið í Noregi,“ segir Jóhanna í pistli sínum. Á vorönninni verður safnið opið á miðvikudögum, milli kl. 13 og 17 og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Að öðru leyti er opið eftir samkomulagi þar til sumaropnunin byrjar 17. júní næstkomandi. /MÞÞ fjórar konur eru í hópnum sem kom nú eftir áramót.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.