Bændablaðið - 29.01.2015, Síða 30

Bændablaðið - 29.01.2015, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014 hafa verið reiknaðar og voru birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is, þann 23. janúar sl. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 579 en á árinu 2013 voru þeir 584. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 23.861,3 árskýr skiluðu 5.721 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 100 kg frá árinu 2013 en þá skiluðu 22.509 árskýr meðalnyt upp á 5.621 kg. Að þessu sinni voru meðalafurðir mestar í A-Skaftafellssýslu 6.302 kg eftir árskú. Þar með hafa A-Skaftfellingar velt Skagfirðingum úr toppsætinu en á árinu 2013 voru meðalafurðir mestar þar eða 5.976 kg eftir árskú. Meðalbústærð í árskúm talið jókst umtalsvert milli ára, eða úr 38,5 í 41,2. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 54,2 kýr en 2013 reiknuðust þær 52,8. Ástæður þessarar miklu stækkunar búa þarf vart að orðlengja um. Á árinu var aukning í sölu á mjólk og mjólkurafurðum með ólíkindum og mjólkuriðnaðurinn greiddi fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innlagða mjólk. Bændur voru hvattir til framleiðslu, og eru enn, og afleiðingin varð mikil aukning í innvigtun auk þess sem mikið dró úr förgun kúa. Á þessu ári er svo ekki útlit fyrir annað en að enn þurfi að bæta í þar sem greiðslumark mjólkur var aukið um 15 milljónir lítra, úr 125 millj. í 140 millj. Með hliðsjón af því að heildarmjólkurframleiðsla síðasta árs nam ríflega 133 millj. lítra er ljóst að til þess að fylla greiðslumarkið þarf enn að auka framleiðsluna um 7 millj. lítra. Hvernig til tekst kemur í ljós á komandi mánuðum en ljóst er að sú aukning verður ekki borin uppi af fjölgun gripa og seinkun á förgun í sama mæli og var á síðasta ári. Okkur er því að öllum líkindum nauðugur einn sá kostur að auka afurðir á hvern grip. Mestar meðalafurðir voru í Austur-Skaftafellssýslu Þegar litið er á niðurstöður eftir svæðum kemur í ljós að í A-Skaftafellssýslu eru meðalafurðir mestar, 6.302 kg eftir árskú og er afurðaaukning þar milli ára ein 334 kg á árskú. Í öðru sæti eru Skagfirðingar með 5.932 kg eftir árskú og þriðja sætið verma Snæfellingar en þar skilaði árskýrin að meðaltali 5.925 kg. Stærst voru búin í Eyjafirði, 51,4 árskýr en minnst í Vestur-Skaftafellssýslu 25,1 árskú. Mestar afurðir á einstökum búum árið 2014 voru á Brúsastöðum í Vatnsdal Mest meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, 2014, var á búi Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal, A-Hún., 7.896 kg á árskú. Það bú var einnig með mestar meðalafurðir á árinu 2013. Annað búið í röðinni árið 2014 var Félagsbúið í Ytri- Skógum undir Eyjafjöllum, Rang. en þar var nytin 7.832 kg eftir árskú. Þetta bú var hið þriðja í röðinni árið áður. Þriðja í röðinni við uppgjörið nú var bú Kristjáns Hans Sigurðssonar í Lyngbrekku 2 á Fellsströnd í Dalasýslu en þar var meðalnyt árskúnna 7.807 kg. Í fjórða sæti var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd í Eyjafirði þar sem meðalafurðir árskúnna voru 7.744 kg. Fimmta búið var Félagsbúið á Espihóli í Eyjafirði en meðalnytin þar var 7.701 kg eftir árskú. Að öðru leyti vísast í meðfylgjandi töflu. Meirihluti þeirra búa, sem hér hafa verið talin, fannst á hliðstæðum lista fyrir ári síðan og þau þeirra sem ekki voru í 10 efstu sætunum þá mátti finna fljótlega þar á eftir á fyrrnefndum listan yfir afurðahæstu búin árið 2013, þannig að hér eru þeim sem til þekkja öll nöfn kunnugleg. Á 31 búi reiknaðist meðalnyt árskúa yfir 7.000 kg árið 2014 en 26 bú náðu því marki árið 2012. Laufa nr. 1089 í Flatey mjólkaði mest N y t h æ s t a k ý r i n á skýrsluhaldsbúunum árið 2014 var Laufa 1089 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, undan Fróða 96028, en hún mjólkaði 13.121 kg með 3,33% fitu og 3,19% prótein. Laufa er fædd í Einholti í Hornafirði þar sem hún mjólkaði vel fram á sitt annað mjólkurskeið. Burðartími Laufu féll að þessu sinni vel að almanaksárinu en hún bar sínum áttunda kálfi 19. des. 2013. Laufa er gríðarmikil mjólkurkýr, fór hæst í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 68.997 kg um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 12. maí 2006, þá þá rétt ríflega tveggja ára. Önnur í röðinni árið 2014 var Stytta 336 á Kotlaugum í Hrunamannahreppi, Árn., undan Öðlingi 03002 en hún mjólkaði 12.700 kg með 4,19% fitu og 3,40% prótein. Þriðja nythæsta kýrin var Drottning 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði, undan Fonti 98027, en nyt hennar á árinu var 12.567 kg með 4,69% fitu og 3,30% prótein. Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði, dóttir Þrasa 98052 en hún mjólkaði 12.261 kg með 4,06% fitu og 3,29% prótein. Fimmta í röðinni var Ausa 306 í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði, undan Þverteini 97032, en hún skilaði 12.198 kg á árinu með 3,50% fitu og 3,15% prótein. Alls skiluðu 22 kýr afurðum yfir 11.000 kg, 7 yfir 12.000 kg og þar af ein, fyrrnefnd Laufa, yfir 13.000 kg. Árið 2013 náðu 8 kýr nyt yfir 11.000 kg. Mjólkurframleiðendum óskum við til hamingju með ágætan árangur og þökkum samstarfið á liðnu ári. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Ársuppgjör 2014 Uppgjörssvæði Árskýr Afurðir á árskú Fita % Prótein % Heilsárs-kýr Kýr á skýrslu Í skýrslu- haldi í des. 2014 Skiluðu skýrslum í des. 2014 Skiluðu skýrslum 2014 Skrá kjarn- fóður Kjarnf. á árskú kg Meðal bústærð (árskýr) Meðal bústærð (skýrslu-f. kýr) Kjalarnesþing Borgarfjörður Snæfellsnes Dalasýsla Vestfirðir Húnavatnssýslur og Strandir Skagafjörður Eyjafjörður Suður-Þingeyjarsýsla Austurland Austur-Skaftafellssýsla Vestur-Skaftafellssýsla Rangárvallasýsla Árnessýsla Samtals Fjöldi Afurðir Bú - árslok 2014 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú 1 Brúsastaðir 2 Ytri-Skógar 3 Lyngbrekka 4 Gautsstaðir 5 Espihóll 6 Hraunháls 7 Sólheimar 8 Lyngbrekka 9 Stóru-Tjarnir 10 Syðri-Bægisá Afurðahæstu búin að meðaltali á árskú 2014 Ársafurðir Prótein Fita Bú Kýr Faðir kg 1 1600821-1089 Laufa 13.121 Flatey 2 0336 Stytta 12.700 Kotlaugar 3 0324 Drottning 12.567 Geirshlíð 4 0361 Agla 12.261 Viðvík 5 0306 Ausa 12.198 Garðakot 6 0407 Tröð 12.193 Túnsberg 7 0352 Huppa 12.089 Kálfagerði 8 1637301-0417 11.769 Eystra-Seljaland 9 446 11.717 Geirshlíð 10 0157 Bomba 11.672 Hóll 11 1600821-1294 Flóra 11.613 Flatey 12 724 11.593 Espihóll 13 0646 Ljómalind 11.327 Moldhaugar 14 1345101-1055 Ljómalind 11.294 Ásgarður 15 0182 Bára 11.230 Hagi 1 16 0425 Mykja 11.223 Dalbær 17 1123 Huppa 11.170 Stóra-Ármót 18 0379 Blessun 11.139 Árbær 19 0484 Hekla 11.126 Helgavatn 20 0485 Þruma 11.116 Garðakot 21 0397 Tóta 11.081 Syðri-Bægisá 22 0589 Blesgæs 11.025 Nes Afurðahæstu kýrnar 2014 Fjöldi Afurðir Uppgjörssvæði Bú - árslok 2014 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Kjalarnesþing 260111 Miðdalur Guðmundur og Svanborg, Miðdal 25,7 6.757 Borgarfjörður 350191 Eystri-Leirárgarðar Eystri-Leirárgarðar ehf 43,1 7.165 Snæfellsnes 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 26,8 7.636 Dalasýsla 380184 Lyngbrekka Kristján Hans Sigurðsson Lyngbrekku 2 11,1 7.807 Vestfirðir 480204 Botn 2 Björn og Svavar 63,2 7.217 Húnavatnssýslur og Strandir 560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 49,3 7.896 Skagafjörður 570314 Sólheimar Valdimar Óskar Sigmarsson 33,5 7.546 Eyjafjörður 660104 Gautsstaðir Pétur Friðriksson 71,6 7.744 Suður-Þingeyjarsýsla 660519 Stóru-Tjarnir Stóru-Tjarnir ehf 44,2 7.491 Austurland 761412 Núpur Björgvin Rúnar Gunnarsson 60,7 6.882 Austur-Skaftafellssýsla 770188 Árbær Sæmundur Jón Jónsson 48,2 6.938 Vestur-Skaftafellssýsla 850319 Austurhlíð Guðgeir Sumarliðason 23,7 6.884 Rangárvallasýsla 860103 Ytri-Skógar Félagsbúið 22,0 7.832 Árnessýsla 870934 Gunnbjarnarholt Arnar Bjarni og Berglind 109,9 7.287 Mestar afurðir á hverju svæði Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2014 Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Sigurður Kristjánsson Skýrsluhald sk@rml.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.