Bændablaðið - 13.08.2015, Page 36

Bændablaðið - 13.08.2015, Page 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Brest stjórnvöld hafa gefið bænd- um leyfi til að nota skordýraeitur sem er bannað innan landa Evrópu- sambandsins. Leyfið er tímabundið og gildir í 120 daga. Andstæðingar notkunar á eitr- inu segja að það geti haft gríðar- lega slæmar afleyðingar í för með sér fyrir býflugnastofna í landinu. Blýflugum í Bretlandi og víðar um heim hefur fækkað mikið undanfarin ár og er dauði þeirra yfirleitt rak- inn til óhóflegrar notkunar á skor- dýraeitri. Blýflugur eru nauðsynlegar við frjóvgun í ávaxtatrjáa og annarra plantan í matvælaiðnaði og fækk un þeirra er þegar farin að hafa áhrif á uppskerumagn. David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir aft ur á móti að það vanti vísindaleg rök sem sanna að eitrið sé meginástæða fækkun býflugna. Nefnd sem Cameron setti á laggirnar meðal annars til að kanna hvaða áhrif skordýraeitur hefði á býflugur lagðist gegn notkun efn- isins. Efnið sem um ræðir er framleitt af fræsölu- og efnaframleiðslufyr- irtækjunum Bayer og Syngenta sem segja að efnið sé ekki hættu- legt býflugum og hafa eytt stórfé í sannfæra stjórnmálamenn, bændur og almenning um að svo sé. Leyfi til að nota eitrið gildir í 120 daga og samkvæmt því mega bænd ur sem stunda repjurækt og framleiða repjuolíu nota það á akra sína til að halda niðri skordýrum sem leggjast á plöntur af kross- blómaætt. Landssamtök bænda á Bret lands- eyjum fagna leyfinu og segja að það muni koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda bænda sem rækta repju. Ríflega 500.000 manns á Bret- lands eyjum hafa skrifað undir kröfu þess efnis að leyfið verið afturkallað hið snarasta. /VH Utan úr heimi Skordýraeitur og ræktun: Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur Trjárækt og tækninýjungar: Drónar sem planta trjám Breskt fyrirtæki, BioCarbon Eng i- nee ring, vinn ur nú að því að hanna dróna sem geta gróðursett tré. Markmið fyrirtækisins er að planta milljarði trjáa í um 500 þús und hektara lands á ári með drón um. Talsmaður BCE segir að í bar- áttunni við skógareyðingu verði að finna nýjar leiðir og að nýta sér dróna sé ein þeirra. Að hans sögn geta drónar komist á svæði sem erfitt er að komast á með fræ eða smáplöntur. Fyrstu tilraunir með sáningu og gróðursetningu af þessu tagi verða gerðar í Suður-Afríku og á svæðum í Amason þar sem skóg- um hefur verið eytt. Áætlun BCE gerir ráð fyrir að áður en farið er út í sáningu eða gróðursetningu verði drónar sendir í yfirlitsflug og gróðursetningar- svæði ákveðin út frá myndum og GPS punktum. Næsta skref er að ákveða hversu mikið þarf af plöntum eða fræjum og drónum til verksins. Drónarnir munu síðar bera hylki með fræjum eða fræplöntum sem þeir skjóta niður í jörðina úr eins til tveggja metra hæð. Hylkin sem innihalda áburð munu síðan leysast upp fljótlega og plantan skjóta rótum eða fræin spíra. Að lokum er svo hægt að nota drónana til að fylgjast með árangri verksins. /VH Spár um uppskeru í löndum Evrópusambandsins 2015: Uppskera undir fimm ára meðaltali Mjólkurkvóti ESB var lagður af 31. mars: Heildarframleiðsla á mjólk aukist í ESB Mjólkurframleiðsla í mörgum lönd um Evrópusambandsins hefur aukist talsvert eftir að mjólkur- kvóti var lagður niður 31. mars síðast liðinn. Þetta kemur fram nýjum tölum um mjólkurframleiðslu innan ESB. Aukningin sem um ræð ir er á milli 1,2 og 11% milli landa. Mest er aukningin á Írlandi um 11%, hún er 7,2% í Ungverjalandi, 4,2% í Hollandi, 2,3% í Þýskalandi og 0,2% Danmörku. Framleiðslan hefur aftur á móti dregist saman um 8,7% í Rúmeníu, 4,4% í Eistlandi, 3,1% í Króatíu og 1% í Svíþjóð. /VH Nýjar spár gera ráð fyrir að upp- skera á hektara í tonnum talið á mörg um helstu nytjaplöntum sem ræktaðar eru í þeim 28 löndum sem tilheyra Evrópusambandinu verði undir meðaltali síðustu fimm ára. Ástæða minni uppskeru á ár er sögð vera miklir hitar á helstu rækt- ar svæðum Evrópu þar sem hitinn í júlí var langtímum saman yfir 35° á Celsíus. Þurrkar á Spáni og í Bretlandseyjum hafa einnig verið töluverðir vegna hita og valdið sam drætti í uppskeru vegna vatns- skorts. Tölur frá Úkraínu og Hvíta- Rússlandi gera ráð fyrir samdrætti í uppskeru í vetur. /VH Tegund Spá fyrir 2015 5 ára meðaltal Hveiti 5,8 5,6 Vorbygg 3,8 3,9 Vetrar- bygg 5,5 5,3 Korn 6,7 7,0 Rúgur 4,2 4,1 Repja 3,2 3,1 Kartöflur 33 32 Sykur- rófur 72 70 Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. ÚTSALA 2 fyrir 1 Síðustu ár hafa kaup endur á heims- markaði sniðgengið danskt korn þegar þeir panta korn frá löndum innan Evrópusambandsins. Orsök þessa er að prótíninni- haldið í dönsku korni hefur lækkað og er mun minna en í korni frá öðrum löndum innan Evrópusambandsins. Árið 2014 innihélt danskt fóðurhveiti 27% minna af prótíni en til dæmis þýskt fóðurhveiti. Almennur sam- anburður sýnir að danskt korn hefur 40% minna prótíninnihald en korn frá Norður-Þýskalandi. Danir skýra þetta með því að þar í landi séu tak- markanir á notkun á áburði eða fyrst og fremst á nítrógeni sem ekki eru í öðrum löndum sambandsins. /ehg Kaupendur sniðganga korn frá Danmörku: Lágt prótíninnihald erfitt fyrir útflutning á korni

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.