Morgunblaðið - 08.08.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Leiðin inn að Lakagígum var opnuð
óvenju seint í ár, undir lok júní. Samt
er búist við að svipaður fjöldi ferða-
manna fari um Laka í sumar og síð-
ustu ár, um 8-10 þúsund manns.
Lakagígar voru friðlýstir 1971.
Þeir urðu hluti af Skaftafells-
þjóðgarði árið 2004, við seinni stækk-
un þjóðgarðsins,
og svo hluti af
Vatnajökuls-
þjóðgarði við
stofnun hans
2008.
Snorri Bald-
ursson, þjóð-
garðsvörður á
vestursvæði
Vatnajökuls-
þjóðgarðs, með
aðsetur á Kirkju-
bæjarklaustri, segir umferð um þann
hluta þjóðgarðsins sem tilheyrir há-
lendinu ekki hafa aukist í takt við
fjölgun ferðamanna á Íslandi.
Margt hefur áhrif á umferðina
„Umferðin í Skaftafelli virðist hins
vegar fylgja fjölgun ferðamanna.
Það sama gildir um aðra aðgengilega
staði þjóðgarðsins, eins og Ásbyrgi
og Dettifoss. En hálendið virðist ekki
fylgja þessari þróun, einhverra hluta
vegna. Skýringarnar eru sennilega
margar. Lakagígar eru langt inn í
landi, eða um 49 km, og vegurinn er
vondur. Ferðin fram og til baka tek-
ur 3-4 tíma. Það fer því alveg dagur í
ferðina. Það er ekki hægt að koma
við í Lakagígum á leiðinni, eins og er
til dæmis hægt að gera í Skaftafelli.
Árnar geta líka verið varasamar. Það
er því ýmislegt sem spilar inn í. Það
var kalt í fyrrasumar og í sumar, þótt
það sé þurrara í sumar.
Þetta sumar var sérstakt að því
leyti að hálendisvegir voru opnaðir
afar seint. Lengi vel var aðeins opið
vestanmegin á leiðinni að Laka,
þ.e.a.s. það þurfti að fara um Blágil
og Hnútu að Laka. Það var lokað að
Laka frá Galta. Það olli vandræðum
við landvörslu. Við gerum ráð fyrir
að fólk byrji á því að koma að fjallinu
Laka og að áningarstaðnum sem þar
er og að það haldi svo áfram rang-
sælis um gígana. Þess vegna erum
við með mesta landvörslu við Laka
og leggjum áherslu á að landverðir
taki þar á móti öllum og leiðbeini
þeim um svæðið. Nú í sumar þurft-
um við að skipta svolítið um gír og
hafa landvörð fastan við Hnútu, sem
er vestasti hluti gígaraðarinnar.
Eftir að leiðin var opnuð hefur um-
ferðin yfir ferðamannatímann verið
meiri hvern dag en síðustu ár. Um-
ferðin hefur dreifst meira síðustu
ár.“
Gætu þurft fleiri landverði
Að sögn Snorra hófst regluleg
landvarsla á svæðinu við Lakagíga í
núverandi mynd árið 2005, þegar
fyrsti landvörðurinn, Kári Krist-
jánsson, kom til starfa á heilsárs-
grunni. Áður hafði Skaftárhreppur
sinnt landvörslu við gígana síðan í
upphafi tíunda áratugarins.
„Kári tók strax hraustlega til
hendinni. Síðan höfum við verið að
bæta í uppbygginguna og landvörsl-
una. Nú höfum við tvo landverði og
þurfum að kanna hvort þörf sé á
þriðja landverðinum þegar það eru
svona skrítin sumur. Þegar leiðin
opnaði í sumar misstum við þetta
svolítið úr böndunum. Þá var fólk að
koma að gígunum án þess að hafa
hitt nokkurn mann. Þess vegna fer
það að haga sér eins og því dettur í
hug og vaða yfir gígana og yfir mos-
ann. Það hefur þó ekki verið vanda-
mál svona heilt yfir. Auðvitað er allt-
af einn og einn sem æðir af stað og
hlýðir engum fyrirmælum. Við höf-
um tekið eftir því að það er svolítið
mismunandi eftir þjóðernum hvernig
fólk hagar sér. Sumir taka öllum leið-
beiningum vel. Aðrir vilja gera það
sem þeim dettur í hug og átta sig
ekkert á því að þeir eru að skemma
mikið með því að vaða svona yfir.
Náttúran í gígunum, mosinn og vik-
urinn, er svo viðkvæm og auðsær-
anleg. En almennt myndi ég segja að
umgengni í Lakagígunum sé góð. Í
raun hefur ástandið batnað mikið
eftir að Skaftafellsþjóðgarður og svo
Vatnajökulsþjóðgarður tóku við.
Þegar landvörður tók fyrst til
starfa var gengið og ekið út um allt.“
Loka villustígum
„Við höfum smám saman verið að
stýra umferðinni betur inn á
ákveðnar gönguleiðir og loka öðrum
gönguleiðum, sérstaklega villustíg-
um upp á gígana, með því að flytja til
mosa,“ segir Snorri.
Spurður hvernig umferðin verði á
svæðinu ef spár rætast um að hingað
komi tvær milljónir erlendra ferða-
manna innan nokkurra ára segir
Snorri ljóst að mikil aukning í aðsókn
á Lakasvæðið muni kalla á aðgerðir.
„Það er klárt mál að Lakagígar
geta ekki tekið á móti öllum þeim
ferðamönnum sem hugsanlega
myndu vilja fara þarna upp eftir, ef
það væri mjög gott aðgengi. Ef
ferðamannastraumurinn fer að
aukast verulega úr því sem verið hef-
ur undanfarin ár þarf að grípa til ein-
hverra enn harðari ráðstafana, til
dæmis að setja á algera einstefnu í
kringum gígana og jafnvel fara að
keyra fólk um gígana eins og gert er
í þjóðgarðinum Timanfaya á
spænsku eyjunni Lanzarote, þar sem
er eldfjallaþjóðgarður. Þangað kem-
ur upp undir milljón manns á ári. Þar
fær fólk ekki að ganga sjálft heldur
er því ekið um á rútum og fær aðeins
að fara út á ákveðnum stoppistöðum.
Ef ásóknin fer að verða verulega
meiri en hún er nú þurfum við að
grípa til einhverra slíkra ráðstafana.
Það má segja að það veiti ákveðna
vörn að hafa veginn svona lélegan.
Það er þó kannski ekki rétta
umferðarstýringin. Það er enda í því
fólgin ákveðin mismunun ef aðeins
fólk sem á jeppa kemst upp að Laka.
Það hafa komið upp hugmyndir um
að gera veginn upp að Galta, þar sem
vegurinn kvíslast, sæmilega greið-
færan, jafnvel fyrir fólksbíla, og að
taka þar við fólki og hafa rútuferðir
um gígana, skipulegar áætlunar-
ferðir. Þá myndi rúta keyra um gíg-
ana á tveggja tíma fresti. Það eru
ýmsir svona möguleikar í stöðunni
en við höfum ekki þurft að grípa til
þeirra. Við höfum lengi rætt við
Vegagerðina um að bæta veginn en
það hefur ekki gengið eftir,“ segir
Snorri.
Takmarkanir á Laka í skoðun
Talið að jafn margir skoði Lakagíga í sumar og síðustu ár þótt leiðin hafi opnað óvenju seint í ár
Þjóðgarðsvörður segir að ef umferðin haldi áfram að aukast muni þurfa mikla umferðarstýringu
Ljósmynd/Zoë Robert
Náttúrufegurð Myndin er tekin af fjallinu Laka síðasta föstudagseftirmiðdag. Eins og myndin sýnir eru Lakagígar mosavaxnir. Ágangur ferðafólks utan
merktra leiða getur drepið mosann. Blaðamaður taldi um 30 jeppa á leiðinni frá Blágiljum og langleiðina að Kirkjubæjarklaustri milli 9 og 14 sl. laugardag.
Katrín Pálmadóttir hefur síðustu
þrjú ár starfað sem landvörður í
Skaftafelli og Laka.
„Svæðið í Laka er viðkvæmt.
Það er ekki búið undir svona mikla
umferð. Það er ætlast til þess að
fólk aki ákveðinn hring þegar það
kemur á svæðið. Ef það gerir það
kemur það að bílastæði við Laka-
fjallið þar sem upplýsingar eru
veittar um svæðið. Svo getur fólk
ekið hringinn til baka. Nú finnum
við fyrir því að þetta fyrirkomulag
gengur ekki lengur. Það er greini-
legt að margir vita ekki af göngu-
leiðum, eða að svæðið sé mjög við-
kvæmt og að ekki skuli ganga utan
slóða til að valda ekki skemmdum.
Það þarf að bæta þetta.“
Katrín segir mosann á Laka vera
sérstöðu svæðisins. „Ef stigið er á
mosa í gígunum drepst hann strax.
Það myndast fótspor. Í heildar-
myndinni er það ekki gríðarlegur
missir fyrir náttúruna. Það er hins
vegar ljótt ásýndar og leiðinlegt ef
hægt er að komast hjá því. Það er
hægt að stýra umferðinni þannig
að fólk á að geta upplifað svæðið
með því að ganga á merktum leið-
um. Það er ýmist misskilningur
eða tillitsleysi sem veldur stöðugt
meiri skemmdum.“
Spurð hvort ekki þurfi að hafa
fleiri í þessari upplýsingagjöf segir
Katrín að vissulega mættu vera
fleiri landverðir á sumum stöðum.
„Þjóðgarðsmörkin liggja í
hrauninu og er gígaröðin því innan
þeirra. Fólk ekur lengi á vegum á
hálendi áður en það kemur inn í
þjóðgarð. Það er mikið um utan-
vegaakstur. Þegar fólkið er komið
upp í Laka er dálítið seint að byrja
með fræðslu um hvaða reglur eiga
að gilda á hálendinu, hvernig eigi
að keyra á vegunum og svo fram-
vegis,“ segir Katrín.
Eitt spor getur drepið mosann
LANDVÖRÐUR SEGIR SUMA FERÐAMENN SKEMMA GRÓÐUR
Landvörður Katrín Pálmadóttir.
Snorri
Baldursson