Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook 20% aukaafsláttur af allri útsöluvöru · Opið kl. 10–15 í dag · UTSOLU Engjateigi 5 • Sími 581 2141 VERÐHRUN 60% afsláttur gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Stór- útsalan í fullum gangi Enn meiri verðlækkun Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Opið í dag Allt að 70% afsláttur Sumaryfirhafnir - Glæsikjólar - Buxur - Bolir - Peysur o.fl Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxda l.is Síðustu dagar útsölunnar Nú er tækifærið að eignast gæða merkjavöru á einstöku verði Gleðigangan verður gengin venju samkvæmt í dag klukkan tvö en hún er hápunktur hinsegin daga. Verður gengið frá Vatnsmýrarvegi og að Arnarhóli. Að göngunni lokinni hefst hátíðar- dagskrá sem stendur til hálfsex. Míla hefur stillt vefmyndavél sína sem snýr að Tjörninni þannig að betur verði hægt að fylgjast með gleðigöngunni í beinni fyrir þá sem ekki komast í miðborgina en vilja fylgjast með. Búist er við því að mikill fjöldi fólks leggi leið sína í miðborgina til þess að fylgjast með göngunni. Raskanir verða á bílaumferð og margar götur lokaðar vegna göngunnar en íbúar borgarinnar og gestir eru beðnir að sýna samstarfsvilja og umburðarlyndi og hvattir til að nýta sér þjón- ustu Strætó. Hinsegin dagar benda ökumönnum á bílastæði gætu reynst laus í mörgum bílastæða- húsum en þau hafa verið illa nýtt undanfarin ár. Fjöldi fólks hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi hinsegin daga Búist við fjöldmenni í gleðigönguna í dag Morgunblaðið/Þórður Arnar Umsóknarfrestur um embætti hæstaréttardómara, embætti héraðs- saksóknara og varahéraðs- saksóknara rann út í gær. Stefnt er á að skipa í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu. Þrjú sóttu um emb- ættið, Davíð Þór Björgvinsson pró- fessor, Ingveldur Einarsdóttir hér- aðsdómari og Karl Axelsson lögmaður. Um embætti héraðssaksóknara sóttu Björn Þorvaldsson saksóknari, Bryndís Björk Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri, Hulda Elsa Björg- vinsdóttir saksóknari og Ólafur Hauksson sérstakur saksóknari. Um embætti varahéraðssaksóknara sóttu Arnþrúður Þórarinsdóttir saksókn- ari, Björn Þorvaldsson, Daði Krist- jánsson saksóknari, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari og Kol- brún Benediktsdóttir saksóknari. Embætti héraðssaksóknara var komið á fót með nýsamþykktum breytingum á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum. Sam- hliða stofnun embættisins 1. janúar 2016 verður embætti sérstaks sak- sóknara lagt niður. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embætti héraðs- saksóknara frá og með 1. september 2015 og skal hann vinna að undir- búningi að því að embætti héraðs- saksóknara taki til starfa 1. janúar 2016. Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embætti varahéraðssaksókn- ara frá og með 1. janúar 2016. Þrjár umsóknir bárust um embætti hæstaréttardómara  Ólafur Þ. Hauksson sækir um embætti héraðssaksóknara Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinntu fimm útköllum í gær. Þyrla og varð- skip voru kölluð út um klukkan fimm í fyrrinótt til að leita að línu- skipi djúpt norður af landinu en skipið hvarf úr sjálfvirkri feril- vöktun fyrr um nóttina. Skipstjóri skipsins reyndist hafa gleymt að ræsa ferilvöktunarbúnað fyrir við- komandi hafsvæði og slugsaði við að hlusta á neyðarrásir. Þegar þyrlan var á leið til baka úr leitinni var óskað eftir þyrlu í skemmtiferðaskip um 170 sjómílum suðaustur af Vestmannaeyjum. Vegna fjarlægðar frá landi þurfti að senda tvær þyrlur af stað. Skömmu síðar kom aðstoðarbeiðni frá öðru skemmtiferðaskipið vestur af Garð- skaga sem önnur þyrla Gæslunnar sinnti. Þá var sjúklingur við Þrast- arlund sóttur á þyrlu og um kl. 16.30 sótti hún einstakling sem hafði fallið af hjóli á Skagaströnd. Fimm þyrluútköll Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 7,4% milli júlímánaða í ár og í fyrra. Þetta er mesta aukning milli júlímánaða frá því árið 2007. Aldrei hafa fleiri ökutæki mælst í júlímánuði en alls fóru rúmlega 140 þúsund ökutæki daglega um mæli- sniðin þrjú hjá Vegagerðinni. Nú hefur umferðin um höfuð- borgarsvæðið aukist um 3,3%, það sem af er ári, miðað við sama tíma- bil á síðasta ári. Þetta er nákvæm- lega sama staða og var uppi á síð- asta ári, en þá hafði umferðin einmitt aukist um sama hlutfall miðað við árið 2013, segir á vef Vegagerðarinnar. Aukin umferð á höf- uðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.