Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 12

Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ef marka má nýjustu skoðanakann- anir um fylgi við stjórnmálaflokka má Björt framtíð sannarlega muna sinn fífil fegurri. Flokkurinn mældist með 4,4% fylgi í nýjustu skoðana- könnun MMR, en hlaut 8,2% at- kvæða í alþingiskosningunum vorið 2013 og náði sex mönnum á þing. Flokkurinn var stofnaður 4. febr- úar 2012 og varð Guðmundur Stein- grímsson, sem áður hafði verið þing- maður Framsóknarflokks og síðar Samfylkingar, formaður Bjartrar framtíðar. Samkvæmt samtölum blaðamanns við óbreytta flokksmenn í Bjartri framtíð og þingmenn flokksins virð- ist ríkja mikil óánægja með þá félaga Guðmund Steingrímsson og Róbert Marshall, þingflokksformann Bjart- ar framtíðar og fyrrverandi þing- mann Samfylkingarinnar, meðal stórs hluta flokksmanna. Rifjað er upp að flokkurinn hafi í skoðanakönnunum komist á mikið flug, hátt í 20% þegar best lét. Oft hafi hann mælst í kringum 15%, en frá því fyrir áramót hafi fylgið dvínað í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri og nú sé það í sögulegu lág- marki, 4,4%, sem myndi þýða að flokkurinn fengi engan mann kjörinn á þing, yrði fylgi í næstu kosningum innan við 5%. Steypt af stóli? „Jú, jú, það er mikil gagnrýni sem dynur á Guðmundi dag hvern. Við höfum einhvern veginn sofnað á verðinum og ekki náð að fanga þá at- hygli og þann hluta í umræðunni sem við þurfum á að halda. Ég á ekkert endilega von á því að Guðmundi verði steypt af stóli sem formaður á aðal- fundi okkar í september en hann má klárlega búa sig undir að mæta mik- illi gagnrýni á fundinum. Við búum augljóslega við forystukrísu,“ segir flokksmaður í Bjartri framtíð. Einn viðmælandi sagði í gær að þegar Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum flokksins, vara- þingmaður og fyrrverandi stjórnar- formaður Bjartrar framtíðar sagði af sér í desember síðastliðnum hefði hún verið búin að margræða og gagnrýna flokkinn, áherslur og þing- störf þingmanna hans, án þess að á hana væri hlustað. Heiða Kristín hafi notið mjög mik- ils stuðnings og aðdáunar margra í flokknum, sem hafi verið misboðið, þegar hún gafst upp og hætti. Hún sagði í frétt hér í Morgun- blaðinu í fyrradag að hún sæi ekki fyrir sér að óbreyttu að taka sæti Bjartrar Ólafsdóttur á þingi í haust, en Björt er komin í fæðingarorlof. Mikið þurfi að breytast og flokkurinn þurfi að taka á þeim vanda sem hann standi frammi fyrir. Orðrétt sagði Heiða: „Mér finnst vandi Bjartrar framtíðar vera inni í Bjartri framtíð, hann er ekki vandi kjósenda. Vandinn er ekki til kominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi for- mannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Viðmælendur virðast almennt sammála um að málefnalega séð sé góð samstaða í Bjartri framtíð og eining sé í flokknum, bæði þingflokki og meðal almennra flokksmanna, um helstu stefnumál og áherslur. Vanda- málin séu önnur og af persónulegum toga. Tvö þeirra stærstu heiti Guð- mundur og Róbert. Guðmundur nær ekki í gegn „En Guðmundur er bara ekki að ná í gegn og fanga athygli og áhuga. Þar vantar mikið á, og þótt ég sjái engan augljósan kandídat til þess að taka við af honum sem formaður finnst mér að það eigi tvímælalaust að ræða það að skipta um kallinn/ kellinguna í brúnni,“ segir óánægður flokksmaður. Flokksfólk úr grasrót Bjartrar framtíðar segist hafa ákveðinn skiln- ing á því hvers vegna Píratar höfði í ríkum mæli til óánægðra kjósenda. Þeir búi yfir ákveðnum frumleika og hafi sakleysislegt og ferskt yfir- bragð. Enginn ferskleiki „En forystan hjá okkur, sem oftast heyrist í í fjölmiðlum, þeir Guð- mundur og Róbert, hefur ekkert slíkt til að bera. Þeir eru bara fall- kandídatar úr öðrum stjórnmála- flokkum og þeim fylgir enginn fersk- leiki. Það er bara hin sorglega staðreynd málsins, og því kannski hægt að segja að Björt framtíð eigi sér kannski ekki svo bjarta framtíð, en flokkurinn á tvímælalaust glæsta fortíð!“ segir óánægð flokkskona sem telur að frambærilegar flokkskonur séu hvergi nærri nógu áberandi í flokknum og nefnir sérstaklega Brynhildi Pétursdóttur, þingmann Bjartrar framtíðar, og Heiðu Krist- ínu Helgadóttur, sem hún segist vilja sjá aftur í forystusveit flokksins. Aðrir taka undir þessi orð og spyrja hvers vegna ekki sé rætt um að skipta reglulega um formann og for- mann þingflokks. Þannig myndi a.m.k. yfirbragð forystusveitarinnar frískast til muna. Erum of værukær Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði vissar áhyggjur af stöðu flokksins nú. „Þetta er margslungið mál. Okkar styrkur í Bjartri framtíð er að við erum ótrúlega samstíga hvað varðar stefnu og áherslur. Al- mennt erum við í flokknum vegna þess að við aðhyllumst ákveðna hug- myndafræði. En hinu er ekki að neita að það er eins og kjósendur hafi bara gleymt okkur og ég hef vissan skiln- ing á því. Ég hallast að því að við í þingflokknum höfum einfaldlega ver- ið of værukær. Sum okkar hafa kannski gleymt sér í nefndastarfinu og vanrækt að vekja athygli á málefn- unum út á við, sem er vitanlega nauð- synlegur þáttur í stjórnmálaþátt- töku.“ Brynhildur kveðst þó telja að Björt framtíð eigi meira fylgi inni en síðustu skoðanakannanir bendi til. Flokk- urinn þurfi að stokka spilin og skoða hvers vegna þeir sem séu óánægðir með gömlu stjórnmálaflokkana styðji Pírata en ekki Bjarta framtíð. Björt framtíð eða glæst fortíð  Guðmundur Steingrímsson, formaður flokksins, er sagður vera helsta vandamálið  Fast á hæla honum fylgi svo formaður þingflokks Bjartrar framtíðar, Róbert Marshall  Augljós forystukrísa Morgunblaðið/Styrmir Kári Hætt saman Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir koma af fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 1. maí 2013. Guðmundur Steingrímsson Róbert Marshall Heiða Kristín Helgadóttir Brynhildur Pétursdóttir Björgunarsveitin Blakkur á Pat- reksfirði bjargaði í gær tveimur göngumönnum, karli og konu, sem höfðu lent í sjálfheldu. Hugðust þau ganga út með Pat- reksfirði og upp á fjallgarðinn milli Patreks- og Tálknafjarðar. Þau lentu hinsvegar í sjálfheldu og samkvæmt góðri lýsingu þeirra virtust þau stödd í Hlíðardal, um fjórum kílómetrum utan við Pat- reksfjörð. Björgunarskipið Vörður sigldi út fjörðinn og þannig tókst nokkuð skjótt að staðsetja göngufólkið. Björgunarmenn gátu því farið beint að þeim en setja þurfti upp línur og hífa þau upp þar sem aðstæður voru ekki með besta móti. Það tók tíma en göngufólkið fór að lokinni björgun með björgunar- sveitarmönnum til byggða. Göngumenn í sjálfheldu í Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.