Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út-
hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt
fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vilt þú létta á líkamanum
eftir grillveislurnar!
Haust/Vetur 2015
Glæný sending frá
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | www.dimmalimmreykjavik.is
Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–17
Sendum frítt
um land allt Iana Reykjavík
Útsöluslár 60% afsláttur
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Laxveiðin hefur víða verið ævin-
týralega góð síðustu vikur og laxinn
gengur enn af krafti í árnar. Met-
veiði er þegar komin í Blöndu en þar
veiddist þrjú þúsundasti laxinn í
fyrradag. Meðalveiði á stöng þar í
síðustu viku, þegar 734 löxum var
landað, var hátt í átta laxar en þar
sem best veiðist á neðsta svæðinu
má segja að margir veiðimenn þar
lendi í moki. Mesta veiði í Blöndu
síðustu áratugi er 2.654 laxar sum-
arið 2010 þannig að þegar Blöndu-
virkjun mun fara á yfirfall, og áin
verða óveiðandi, mun miklu meira
hafa verið veitt af laxi í henni.
Samkvæmt samantekt Þorsteins
Þorsteinssonar á Skálpastöðum,
sem tekur saman veiðitölur Land-
sambands veiðifélaga í völdum lax-
veiðiám á hverju miðvikudagskvöldi,
var laxveiðin í síðustu viku 22 pró-
sentum yfir meðalveiði.
Þorsteinn segir aðeins hafa dregið
úr veiði á Vesturlandi undanfarið en
í Húnavatnssýslunum er hún áfram
frábær. Í Miðfjarðará veiddust til að
mynda 684 laxar í liðinni viku á tíu
stangir, hátt í tíu laxar á stöng á dag.
„Fáránlega góð“ veiði á Ásum
En talandi um frábæra veiði þá er
áhugavert að líta til Laxár á Ásum. Í
þessari litlu veiðiperlu, þar sem veitt
er á aðeins tvær stangir, hafði yfir
900 löxum verið landað í gær. Í lið-
inni viku veiddust 250 – nær átján
laxar á stöng á dag.
„Jú, hér svífa allir um á skýi,“
svarar Arnar Jón Agnarsson sölu-
stjóri leigutaka Laxár, Salmon tails,
og leiðsögumaður við ána, þegar
spurt er að því hvort veiðimenn séu
ekki kátir við ána.
„Það er mjög mikið af fiski í ánni
og laxinn er enn að ganga af fínum
krafti. Við höfum ekki séð jafn mikið
magn af fiski í Laxá síðan við tókum
við henni. Ekki einu sinni sumarið
2013, sem var frábært, enda verður
þetta mun betra. Enn er rúmur
mánuður eftir af tímabilinu og veiðin
á eftir að enda í tólf til þrettán
hundruð.“
Agnar segir laxinn veiðast í öllum
hyljum. „Og allir frægustu hyljir ár-
innar eru stútfullir af fiski.“
Hann segir þessa góðu meðal-
veiði, hátt í tuttugu laxa á stöng,
ekki segja alla söguna.
„Sum hollin hafa verið rólegri en
önnur. En jú, með sæmilegri ástund-
un hafa veiðst allt að tuttugu laxar á
stöng á dag. Og það þrátt fyrir að
hrikalega slæmt veður hefur verið
undanfarið. Hörkurok og lofthitinn
ekki nema sex til átta gráður. Lax-
inn hefur því ekki byrjað að taka
fyrr en vatnið hlýnar aðeins, milli
klukkan níu og tíu og svo hefur tak-
an stoppað aftur fyrir klukkan níu á
kvöldin. Við spyrjum okkur hvernig
veiðin hefði eiginlega verið hefðu að-
stæður verið betri!“ Hann hlær. „Við
höfum verið mjög heppnir með veið-
ina hér í Laxá síðustu þrjú ár, meira
að segja í fyrra þar sem veiðin var
víða slæm. En nú er góð veiði alls
staðar og hér er hún fáránlega góð.“
Arnar segir að á morgnana veiðist
vel á litla keiluhausa en annars séu
laxarnir að taka smáflugur og gáru-
túpur reynist vel.
„Nú eru hér algjörar draumaað-
stæður, gott vatn, mikið af fiski sem
tekur vel og ánægðir veiðimenn.
Eina vandamálið er að menn þurfa
að vera í fernum peysum og þrenn-
um ullarsokkum til að endast vakt-
ina vegna kulda.
Það er gaman að í hverjum ein-
asta hyl sem menn kasta í er eitt-
hvað líf og þeir setja í laxa og landa
oft í þeim öllum. Það er stanslaus og
jöfn veiði. Þetta er ævintýralegt.
Það var settur á kvóti þegar við
tókum við, tveir laxar á stöng á dag,
og það skilar sér í að það er miklu
meira af fiski þegar líður á sumarið.“
Sá stærsti í sumar
Ekkert lát er á stórlaxaveiði í
Laxá í Aðaldal. Í vikunni veiddi
Bjartmar Pétursson við Laxatanga
á svæðum Laxárfélagsins stærsta
lax sumarsins. Var það 110 cm
hængur sem var veginn 27 pund í
háfnum. Tók hann fluguna Dimmblá
númer 8. Í samtali við Mbl.is sagði
Bjartmar laxinn hafa verið gríðar-
lega sterkan og að viðureignin hafi
tekið rúma klukkustund.
Í Svalbarðsá í Þistilfirði, þar sem
veitt er á þrjár stangir, var sann-
kallað metholl að veiðum í vikunni.
Eftir rúmlega fjóra veiðidaga af sex
var búið að landa eitt hundrað löx-
um, góðri blöndu af smálaxi og
stórum Þistilfjarðardrekum. Allt
sumarið í fyrra gaf áin 403 laxa.
„Hér svífa allir um á skýi“
Laxveiðin er góð um land allt og 22 prósentum yfir meðalveiði síðastliðna viku Yfir 3000 laxar
hafa veiðst í Blöndu og er það metveiði Nær átján laxa meðalveiði á stöng í Laxá á Ásum
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórfiskur Veiðimaður klappar 82 cm nýgenginni hrygnu áður en hún syndir aftur út í strauminn í Laxahyl í Húseyjarkvísl. Góð veiði hefur verið í ánni.
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is* Tölur liggja ekki fyrir
Blanda (14)
Miðfjarðará (10)
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Norðurá (15)
Þverá-Kjarrá (14)
Langá (12)
Haffjarðará (6)
Eystri-Rangá (18)
Laxá á Ásum (2)
Hítará (6)
Grímsá og Tunguá (8)
Víðidalsá (8)
Laxá í Aðaldal (18)
Laxá í Kjós (8)
Vatnsdalsá (6)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama
tíma í
fyrra
Á sama
tíma
2013
Staðan 5. ágúst 2015
1563
860
843
733
851
225
567
1306
618
272
302
324
518
322
367
2113
1938
1865
2564
2253
1551
1495
1733
672
*
997
445
606
603
629
2997
2527
2415
2115
1460
1384
1115
905
870
713
696
680
667
644
590
Stærstur Bjartmar Pétursson með
110 cm, 27 punda laxinn í Aðaldal.