Morgunblaðið - 08.08.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.08.2015, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Réttu tækin fyrir verktaka Wacker Neuson Beltavagnar upp í 3 tonn og hjólavagnar (dumperar) upp í 10 tonn. Allt sem viðkemur jarðvegsvinnu. Wacker Neuson Smágröfur og beltagröfur frá 800 kg upp í 15 tonn. Hjólagröfur upp í 10 tonn. Erummeð sýningarvélar í sýningarsal okkar að Krókhálsi 16 í Reykjavík. Kíkið við - sjón er sögu ríkari! Eitt þekktasta leikbragðskákarinnar er kennt viðvið William Davies Ev-ans, kaptein í breska sjó- hernum á því tímabili við upphaf 19. aldar þegar Napóleóns-stríðin voru ekki á enda kljáð. Í frístundum sat hann og tefldi á uppihaldskrá sinni í London, beitti bragði sínu við hvert tækifæri og vann margan frækileg- an sigur. Til er í handriti skák sem hann tefldi og vann í 20 leikjum gegn landa sínum Alexander McDonnell. Sá varð síðar frægur fyrir maraþon- einvígi sem hann háði síðar í London við Frakkann La Bourdonnais. Ev- ans-bragð sprettur upp úr Ítalska leiknum: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 og nú 4. b4!? Besta leið svarts hefur löngum verið talin sú að hirða b4-peðið og gefa það síðan aftur við hentugt tækifæri. Fischer og Kasp- arov tefldu stundum Evans-bragð, sá fyrrnefndi í léttari skákum, en frægt varð þegar Kasparov vann Anand í aðeins 25 leikjum á skák- móti í Ríga árið 1995. Það vill nú samt verða svo með unnendur gam- bíta að þeir eiga stundum erfitt með að fóta sig í flóknum stöðum, t.d. þegar þeir hafa leiðst út í að henda miklum liðsafla „fyrir borð“. Í dag vandast málið fræðilega með „skák- reikna“ beintengda við gagnagrunna sem meta stöðurnar á örskots- stundu. En samt hafa gambítarnir, t.d. kóngsbragð, skólað til marga öfl- uga stórmeistara og nægir að nefna Boris Spasskí og Jón L. Árnason. Á skákmóti sem lauk í Dortmund í Þýskalandi á dögunum vann Fa- biano Caruana öruggan sigur eftir mikinn sprett þar sem hann vann fimm skákir í röð og varð að lokum 1½ vinningi á undan næsta manni, Filippseyingnum Wesley So. Í einni af sigurskákunum kom Evans-bragð við sögu. Sennilega hefur andstæð- ingur hans, Nisipeanu frá Georgíu, ætlað að koma Caruana á óvart en Ítalinn, sem brátt mun tefla fyrir Bandaríkjamenn, reyndist öllum hnútum kunnugur. Í skýringum sem hann gerði við skákina komst hann svo að orði að frá sínum sjónarhóli væri bragð Evans búið að vera. Ein- hvern veginn flögrar að manni að Caruana hafi kynnt sér skákir sem Hannes Hlífar Stefánsson tefldi fyr- ir allmörgum árum. Dortmund 2015; 7. umferð: Dieter Nisipeanu – Fabiano Caruana Ítalskur leikur – Evans-bragð 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bxb4 5. c3 Ba5 6. d4 d6 7. Db3 Dd7 Þessi og næsti leikur svarts halda stöðunni saman. lakara er 7. … De7 vegna 8. d5 þó að svartur geti barist áfram með 8. … Rd4! 8. dxe5 Bb6 9. a4 Ra5 10. Da2 Rxc4 11. Dxc4 Re7 12. Ba3 Þekktur staður fyrir biskupinn í Evans-bragði en skapar engin vandamál. 12. … 0-0 13. 0-0 He8 Í skýringum sínum telur Caruna að enn betra hefði verið að leika 13. … Rg6 og eftir 14. exd6 cxd6 15. Hd1 Dg4! hóti svartur m.a. 16. …. Rf4. 14. exd6 cxd6 15. Hd1 Dc6 16. Rbd2 Be6 17. Dxc6 Rxc6 18. Bxd6 Had8 19. Bb4 Hd3! Svartur hefur gefið peð um stund- arsakir en menn hans standa vel. 20. a5 Bc7 21. Rf1 Hxd1 22. Hxd1 Rxa5 23. Rd4 Rc4 24. Rxe6 Hxe6 25. Hd7 Hc6 26. Rg3 g6! Svarta staðan er alltaf betri vegna þess hve illa biskupinn á b4 stendur. Áður en svartur ræðst til atlögu loft- ar hann út og hindrar för riddarans til f5 í leiðinni. 27. Re2 a5 28. Rd4? Hann varð að leika 28. Be7. 28. … axb4 29. Rxc6 b3 30. Hxc7 Rd6! Magnaður lokahnykkur, b3-peðið rennur upp í borð þó að hvítur sé hrók yfir. Endalok Evans-bragðs Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíufræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður er Lilja Ármannsdóttir. Barna- og unglingastarf. Sameiginlegur málsverður eftir samkomu. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Guðs- þjónusta laugardag kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkursöfnuði. Aðventsöfnuðurinn á Akureyri | Biblíu- rannsókn laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Bibl- íufræðsla laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Biblíu- fræðsla laugardag kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er Elías Theódórsson. Barna- og unglingastarf. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðs- þjónusta laugardag kl. 11. Ræðumaður er Stefán Rafn Stefánsson. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp- ur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. Árbæjarkirkja | Helgistund kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Félagar úr kirkjukórnum leiða almennan safnaðarsöng. Kirkjukaffi á eftir. Áskirkja | Áskirkja er lokuð til 18. ágúst vegna sumarleyfa sóknarprests og starfs- fólks. Næsta almenna messa verður sunnu- daginn 23. ágúst. Sjá nánar á askirkja.is. Bústaðakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Fé- lagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mánud., miðvi- kud. og föstud. kl. 8, laugard. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. Dómkirkjan | Messa kl. 11. Karl Sigur- björnsson biskup prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn syngur og organisti er Eyþór Franzson Wechner. Minnum á bílastæðin í kjallara Ráðhússins. Elliheimilið Grund | Guðþjónusta kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Séra Skúli Ólafsson þjónar. Tónlist er í umsjón Kristínar Waage organista og Grundarkórs. Fella- og Hólakirkja | Helgistund kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Með- hjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffi- sopi eftir stundina. Fríkirkjan Reykjavík | Fermingarguðsþjón- usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Söng- hópurinn við Tjörnina leiðir sönginn við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Ferming- arbarn dagsins er Daníel Sverrir Guðbjörnsson. Garðakirkja | Sameiginleg messa Garða- og Bessastaðasókna kl. 11. Sr. Hans Guð- berg Alfreðsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Bjartur Logi organisti leiðir sönginn. Grafarvogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffisopi eftir messu. Grensáskirkja | Vegna sumarleyfa er Grensáskirkja lokuð til 13. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum. Hafnarfjarðarkirkja | Helgistund kl. 11. Sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, altarisganga. Organisti er Douglas Brotchie. Prestur er Þórhildur Ólafs. Hallgrímskirkja | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Hörður Ás- kelsson. Sögustund fyrir börnin. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Andreas Liebig frá Sviss leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 10.30. Árdegismessa miðvikudag kl. 8. Háteigskirkja | Messa kl. 11. Organisti er Steinar Logi Helgason. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Samskot dagsins renna til félagsstarfs flóttamanna í Reykja- vík. Hjúkrunarheimilið Eir | Guðsþjónusta kl. 15.30. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson spil- ar og syngur létt lög frá kl. 15. Íslenska Kristskirkjan | Fyrsta samkoma eftir sumarfrí er kl. 20. Lofgjörð og fyrir- bænir. Ólafur H. Knútsson prédikar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Kópavogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Langholtskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og Jón Stefánsson organisti. Athugið að sunnudagaskólinn hefst ekki fyrr en í september. Laugarneskirkja | Regnbogamessa kl. 17. Messan er hluti af dagskrá Hinsegin daga og haldin í samstarfi við grasrótarsamtökin Hinsegin í Kristi og Laugarnessöfnuð. Messukaffi að lokinni samverustund. Lágafellskirkja | Guðsþjónusta kl. 20. Org- anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Prestur er Skírnir Garðarsson. Neskirkja | Messað kl. 11. Kristín María Jónsdóttir situr við hljóðfærið og leiðir söng kórfélaga. Kaffi og sætabrauð að messu lok- inni. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Salt kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður er Baldur Ragnarsson. Túlkað á ensku. Selfosskirkja | Messa kl. 11. Halldóra Þor- varðardóttir prófastur setur prestana Ninnu Sif Svavarsdóttur og Guðbjörgu Arnardóttur inn í embætti. Kaffiveitingar að athöfn lok- inni. Kirkjukór Selfosskirkju syngur, organisti er Jörg E. Sondermann. Seljakirkja | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organ- isti er Tómas Guðni Eggertsson. Altaris- ganga. Seltjarnarneskirkja | Helgistund kl. 11. Sr. Árni Svanur Daníelsson þjónar. Kaffisopi eft- ir athöfn. Skálholtsdómkirkja | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarna- son. Þingvallakirkja | Messa kl. 14. Í tilefni af heimsókn góðra gesta frá Þýskalandi fer messan að þessu sinni öll fram á þýsku, jafnt messusöngur, lestrar og prédikun. Flori- an Herrmann þjónar fyrir altari, Lothar Muell- er prédikar og Wolfgang Tretzsch leiðir söng. Umsjón hefur Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti. Bílastæði eru við Flosagjá og á Valhallarreit. Orð dagsins: Jesús grætur yfir Jerú- salem. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja. (Lúk. 19) —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.