Morgunblaðið - 08.08.2015, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
✝ Sigríður Odds-dóttir fæddist
á Reyðarfirði 16.
febrúar 1924. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
25. júlí 2015.
Hún var dóttir
hjónanna Odds
Bjarnasonar póst-
meistara, f. á
Kollaleiru í Reyð-
arfirði 12. desem-
ber 1886, d. 25. mars 1975, og
Guðrúnar Jónsdóttur, f. í Sóma-
staðagerði á Reyðarfirði 29.
september 1888, d. 8. desember
1960. Systir Sigríðar er Pálína
Oddsdóttir, f. á Reyðafirði 30.
maí 1930.
Sigríður giftist 12. apríl 1955
Eiríki Hafsteini Sölvasyni hús-
gagnasmiði, f. 12. apríl 1928 í
Efri-Miðvík í Aðalvík. For-
eldrar hans voru Sölvi Þor-
bergsson, f. 23. mars 1895, d.
11. nóvember 1960, og Sigur-
lína Guðrún Guðmundsdóttir, f.
9. desember 1901,
d. 21. nóvember
1990. Sigríði varð
ekki barna auðið.
Sigríður og Haf-
steinn héldu heim-
ili með foreldrum
Sigríðar, Oddi og
Guðrúnu, að Dun-
haga 11 í Reykja-
vík þar til þeir
féllu frá.
Eftir gagnfræða-
próf fór Sigríður að vinna við
símstöðina á Reyðarfirði og átti
reyndar eftir að verja allri sinni
starfsævi hjá Póst- og síma-
málastofnun. Fjölskyldan flutti
frá Reyðarfirði til Reykjavíkur
1950 og starfaði Sigríður þá í
Landsímahúsinu við Austurvöll,
lengst af við símaskrána, og sá
þar um að skrá ný og breytt
símanúmer og undirbúa skrána
fyrir prentun.
Að ósk Sigríðar fór útför
hennar fram í kyrrþey þann 5.
ágúst 2015.
Á kveðjustund er svo óend-
anlega margt að þakka. Allt mitt
líf hefur Úa (Sigríður), móður-
systir, verið hluti af tilveru
minni. Mér er sagt að Úa hafi
tekið ástfóstri við mig frá fæð-
ingu og eitt er víst að ást hennar
og umhyggja í minn garð og
allra minna átti eftir að vara allt
hennar líf. Ætíð var hægt að
leita til þeirra Hadda ef eitthvað
bjátaði á og hún hafði lag á því
að leysa öll vandamál, með bros
á vör. Synir okkar Leifs, Krist-
ján og Magnús, nutu ekki síður
góðs af elsku hennar og ekkert
fannst henni skemmtilegra en að
eyða tíma sínum með drengjun-
um og hún var óspör á þann
tíma.
Þau Haddi héldu heimili með
móðurafa mínum og ömmu þar
til þau féllu frá og Úu þótti þessi
sambúð alveg sjálfsögð og aldrei
heyrði ég hana tala um neina
árekstra. En svona var hún bara
gerð; örlæti hennar og um-
hyggja fyrir ættingjunum átti
sér engin takmörk.
Allt lék í höndunum á henni.
Hún var svo vel skipulögð og
verklagin, að þótt hún stæði í
stórræðum virtist mér það alltaf
svo einkennilega áreynslulaust.
Þrátt fyrir langa vinnudaga hjá
Símanum var öllum störfum
heima fyrir sinnt fullkomlega og
manni fannst að það hlytu að
vera fleiri klukkustundir í sólar-
hringnum hjá henni en okkur
hinum.
Fyrir utan allt annað þá var
Úa svo ótrúlega nett og „eleg-
ant“ og notaði skó númer 35!
Þegar ég var lítil stelpa fannst
henni ekkert eðlilegra en að ég
fengi að prófa samkvæmiskjól-
ana hennar, gramsa í skartgripa-
skríninu og ganga um í háhæl-
uðu skónum. Mér leið auðvitað
eins og heimsdömu. Við frænk-
urnar fórum reyndar í eitt sinn
tvær saman í reisu til London og
mátti ekki á milli sjá hvor naut
sín betur í stórborginni. Ótalin
eru þá ferðalög okkar fjölskyld-
unnar bæði austur og vestur um
haf og dásamlegar samveru-
stundir í sumarbústaðnum ná-
lægt Elliðavatni.
Móður minni, Pálínu, er þung-
bært að kveðja systur sína, en
þær voru einstaklega nánar og
samhentar alla tíð. Við munum
öll gera okkar besta til þess að
styðja hana og Hadda í sorginni.
Oddrún Kristjánsdóttir.
Ef einhver spyr mig hvernig
ég og Úa séum skyld, þá segi ég
oftar en ekki að hún sé amma
mín. Mér finnst frænka ekki
vera nógu lýsandi hversu náin
við vorum. Það eru ekki allir svo
heppnir að eiga þrjár ömmur, en
við bræðurnir erum einir af
þeim. Frá því að við komum í
heiminn höfum við átt ömmu-
systur sem var okkur sem
amma.
Úa og Haddi, ásamt ömmu
minni og afa, gerðu rosalega
mikið með okkur bræðrunum.
Við ferðuðumst saman um landið
á sumrin og áttum margar
skemmtilegar ferðir í „gömlu
sveit“, þar sem þau voru með bú-
stað. Þaðan eigum margar góðar
minningar með þeim öllum. Úa,
Haddi, afi og amma léku þar við
okkur, fóru í „yfir“ með okkur og
fleiri leiki. Eftir stuðið gæddum
við okkur á flatkökum með kæfu,
skonsum með rabarbarasultu og
kannski einni köku, allt heima-
gert af Úu og ömmu.
Hún Úa var nefnilega alveg
svakalega góð húsmóðir. Þegar
ég var ungur var uppáhaldsmat-
urinn minn fiskigratínið hennar
Úu. Seinna þróaði ég þó með
mér fiskiofnæmi en þá varð
uppáhaldið mitt kjötbollurnar
hennar Úu (ásamt bestu kart-
öflumús í heimi). Þegar maður
minnist á mat, þá verður maður
að nefna matinn hjá henni og
Hadda á jóladag. Það var ekkert
venjulegt matarboð. Við mætt-
um um kaffileytið og fengum
svaðalegt hlaðborð af kræsing-
um. Svo voru gestirnir bara látn-
ir slaka á, kíkja í blöðin eða spila
spil. Svo um kvöldmatarleytið þá
var borið fram margrétta máltíð
sem myndi sæma sér vel á jóla-
hlaðborði! Eftir það var svo spil-
að bobb, vist eða manni eða eitt-
hvað af þeim spilum sem einhver
fékk í jólagjöf. Ótrúlegur dugn-
aður.
Það sem stendur samt uppúr
er hvað hún Úa var ótrúlega
barngóð. Ég get varla ímyndað
mér eitt skipti sem hún sagði nei
við mann. Hún var alltaf til í að
gera eitthvað með okkur. Svo
var hugulsemin mikil. Til að
mynda þegar við vorum yngri þá
var alltaf passað upp á að það
væru ný Andrésblöð heima hjá
henni þegar við komum í heim-
sókn. Það var mjög vel séð hjá
litlum drengjum. Allt fram á síð-
asta dag, þá var hún alltaf frá-
bær gestgjafi, að bjóða okkur
glas af kóki.
Kristján Leifsson.
Sigríður
Oddsdóttir
✝ Eggert Ólafs-son í Bakka
fæddist á Siglufirði
16. október 1942.
Hann lést á heil-
brigðisstofnun
Fjallabyggðar,
Siglufirði 24. júlí
2015.
Foreldrar hans
voru Ólafur Sigur-
björnsson, f. 1923
d. 2008, og Jóna
Friðriksdóttir, f. 1922, d. 1999.
Eggert ólst upp á Siglufirði hjá
afa sínum, Friðriki Ingvari
Stefánssyni, f. 1897, d. 1976, og
konu hans, Margréti Marsibil
Eggertsdóttur, f. 1903, d. 1985.
Eggert leit á þau sem sína for-
eldra. Uppeldissystur hans eru
Guðný Ósk, f. 1932, og Guð-
Friðrik, f. 22. 7 1975, sambýlis-
kona Ásthildur Sóllilja Haralds-
dóttir, börn hans eru Kristinn
Dagur og Svala Dís. Sambýlis-
kona Eggerts var Þuríður
Alma Karlsdóttir, þau slitu
samvistum, þau eignuðust einn
son. 3. Ingimar, f. 27. 2. 1984.
Þann 17. júlí 1992 giftist Egg-
ert Sólrúnu Valsdóttur, f. 21.1.
1944 Sólrún á þrjú börn, 1. Val-
dís, 2. Ólafur og 3. Auður, Ingi-
marsbörn. Sólrún á sjö barna-
börn.
Eggert var lengst af sjómað-
ur og vann hann þar ýmis störf
en lengst af var hann kokkur.
Seinustu árin, eða frá því hann
flutti aftur til Siglufjarðar og
þar til hann lét af störfum sök-
um aldurs, vann hann hjá
Siglufjarðarbæ.
Útför Eggerts verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju í dag, 8.
ágúst 2015, og hefst athöfnin
kl. 14.
björg Oddný, f.
1936, Friðriks-
dætur. Systkini
sammæðra Óli Þór,
f. 1944, Jóhanna, f.
1945, Guðný, f.
1948, Alfreð Hjört-
ur, f. 1952, d. 1975,
Friðrik Ingvar, f.
1954, Bernódus, f.
1957, og Katrín
Frigg, f. 1962, Al-
freðsbörn. Systkini
samfeðra Sigurbjörn, f. 1948,
og Gerður, f. 1951 Ólafsbörn.
Eggert giftist Stefaníu Guð-
mundsdóttur, þau skildu. Þau
eignuðust tvö börn: 1. Árný
Sigurlaug, f. 16.12. 1971, maki
Birgir Þórisson, börn þeirra
eru Daníel Ágúst, Stefanía Lilja
og Berglind Rós. 2. Guðmundur
Okkar elskulegi mágur og
svili, Eggert Ólafsson, kvaddi
þennan heim 24. júlí eftir lang-
varandi veikindi. Kynni okkar
Eggerts hófust þegar systir mín
Sólrún (Gógó) og Eggert giftu
sig. Þau áttu strax svo fallegt og
ástríkt samband og sameiginleg
áhugamál. Það að ferðast bæði
innlands og til sólarlanda. Þau
voru í húsbílafélaginu Flakkar-
anum og fóru með víða um land.
Eggert starfaði frá unga aldri
við sjómennsku, þar til hann
veiktist. Þau fluttu úr fallega
húsinu sínu í Fossvogi til Siglu-
fjarðar, keyptu þar hús í mið-
bænum, notuðu það fyrst sem
sumarhús en síðan til búsetu.
Eggert hóf fljótlega störf hjá
Siglufjarðarbæ. Hann var alltaf
fús að taka að sér viðbótar-
störf, keyra skólabörnin, hjálpa
til á skíðasvæðinu á veturna og
útihátíðirnar á sumrin. Okkur
hjónum fannst hann oft á tíðum
ofgera sér. Það var mjög gam-
an þegar þau komu suður til
okkar á húsbílnum sínum og
höfðum við margar skemmti-
legar stundir í Traðarlandinu.
Eggert var alltaf svo hress og
kátur þrátt fyrir að hann væri
orðinn fárveikur. Þegar við töl-
uðum við hann var alltaf sama
svarið að hann hefði það svo
gott.
Við Þórir munum sakna hans
og biðjum Guð að blessa minn-
ingu hans. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Sólrúnar og
fjölskyldu hans.
Helga og Þórir.
Eggert Ólafsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
VICTOR JACOBSEN
leigubifreiðarstjóri,
varð bráðkvaddur hinn 26. júlí. Útförin fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 10. ágúst kl. 15.
.
Aðalheiður Jacobsen, Sigurður Örn Sigurðsson,
Jón Kr. Jacobsen, Katrín Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ELLIÐI MAGNÚSSON
pípulagningamaður,
Árskógum 8,
áður Engjabæ við Holtaveg,
lést á gjörgæsludeild LSH Fossvogi 31. júlí.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 11.
.
Guðlaug Eygló Elliðadóttir, Ari Reynir Halldórsson,
Júlíus Elliðason, Ása Ásgrímsdóttir,
Þröstur Elliðason, Ásthildur Sumarliðadóttir,
Magnús Davíð Elliðason,
Guðrún Hrefna Elliðadóttir, Svavar Valur Svavarsson,
börn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG ELÍN ÞÓRARINSDÓTTIR,
áður Drápuhlíð 30, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 13.
.
Pjetur Stefánsson, María Árnadóttir,
Dóra Thorsteinsson,
Geir Thorsteinsson, Halldóra Æsa Aradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN JÓNAS BÁRÐARSON
húsa- og húsgagnasmiður,
áður til heimilis
að Lindargötu 66,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík þann 3. ágúst.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn
12. ágúst kl. 15.
.
Guðlaug Erna Jónsdóttir, Guðmundur L. Hafsteinsson,
Birna Jónsdóttir,
Guðmundur Ingi Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR HREFNA MAGNÚSDÓTTIR,
Lundi 3,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
5. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn
13. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Barnaspítala Hringsins.
.
Ásta Pétursdóttir, Júlíus Bjarnason,
Erla Pétursdóttir, Ísleifur Leifsson,
Guðrún Sylvía Pétursdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur faðir minn,
SKARPHÉÐINN SKARPHÉÐINSSON,
Háagerði 23,
Reykjavík,
er látinn. Hann verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst
kl. 11.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Stefán Páll Skarphéðinsson.