Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 52

Morgunblaðið - 08.08.2015, Page 52
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fann holu í lífeyrisréttindum 2. Fyrri breiðþotan af tveimur 3. Fálkaorða til sölu á nytjamarkaði 4. Sígaunakonungurinn dæmdur  Ólafur Arnalds samdi aðalþema- stef stórmyndarinnar Fantastic Four sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær og hérlendis sl. miðvikudag. Þar með bætir listamaðurinn enn einni rós í hnappagatið hjá sér. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur samdi þema- stef Fantastic Four  Augnabliss nefnist sam- starfsverkefni Gunnars Gunn- steinssonar tón- skálds og Krist- jáns Guðjóns- sonar heim- spekings sem flutt verður í dag. Um er að ræða eins dags innsetningu á mörkum lista og heimspeki sem fram fer í dag kl. 13-21 í tómu verslunarrými í JL-húsinu þar sem ráðgert er að reisa hótelið Oddsson. Eins dags listagjörn- ingur í JL-húsinu  Búðabandið spilar ástar- og partí- lög á Kiki queer bar annað kvöld, sunnudag, kl. 21.30. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Hinsegin daga. Bandið skipa söngkonan Bryndís Ás- mundsdóttir, gítarleikarinn Franz Gunnarsson og ásláttarleikarinn Þórdís Claessen. Tónleikarnir munu hefjast á róman- tískum nótum með ástarlögum en smám saman taka partí- lögin yfir. Búðabandið leikur ástar- og partílög FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í austan 5-10 kringum hádegi, en 10-15 syðst. Rigning með köflum S- og síðar A-lands, en rofar til og hlýnar um landið N-vert. Hiti 10 til 17 stig. Á sunnudag Norðan 5-10 m/s og súld eða rigning, en skýjað með köflum S-til á landinu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast S-lands. Á mánudag Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og skúrir á stöku stað. Heldur kólnandi. Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu hefst í dag. Liðin koma misvel undan vetri en þau hafa þegar eytt yfir 500 milljónum punda í leikmenn í sumar. Englandsmeistarar Chelsea eru sigurstranglegastir en lið Manchester City, Manchester United og Arsenal mæta öll efld til leiks. Aston Villa missti lykilmenn í sumar og þykir ólíklegt til dáða. »2 Enska úrvalsdeildin hefst á ný í dag „100 metra baksundið mitt um daginn heppnaðist rosalega vel, það er að segja undanrásirnar. Mér gekk ekki jafn vel um kvöldið vegna þess að ég var allt of stressuð. En mér finnst ég samt vera í mínu besta formi núna,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir sem syndir í úrslitum í 200 metra baksundi á HM. »1́ Finnst hún vera í sínu besta formi Gary Martin segist ekki lengur vera framherji númer eitt hjá KR, í samtali við Morgunblaðið í dag, heldur segist hann vera númer þrjú í goggunarröð- inni. Martin og Jo- nathan Glenn, tveir marka- hæstu leikmenn Pepsi-deild- arinnar í fyrra, voru ekki lykilmenn hjá sínum liðum í sum- ar. »4 Gary Martin segist vera þriðji í goggunarröðinni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir tæplega 70 árum varð Albert Guðmundsson fyrsti atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu. Fyrir skömmu skrifaði Albert Guðmunds- son, barnabarnabarn hans, undir samning til þriggja ára við hol- lenska félagið PSV Eindhoven, en foreldrar Alberts yngri og afi hans, sonur Alberts eldri, gerðu garðinn einnig frægan í fótboltanum. Albert Guðmundsson er stórt nafn í íslenskum íþróttaheimi. Hann ruddi ekki aðeins brautina fyrir at- vinnumennsku íslenskra leikmanna heldur var hann einn fremsti knatt- spyrnumaður landsins og vann að framgangi knattspyrnunnar hér- lendis, meðal annars sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hann var fyrsti knattspyrnu- maðurinn til þess að vera tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. „Þetta truflar mig ekkert,“ segir Albert um fram- göngu langafa síns, en Albert af- hjúpaði styttu af langafa sínum fyrir framan höfuðstöðvar KSÍ 2010. Áhrif fjölskyldunnar Þekkt er í atvinnulífinu að börn feti í fótspor foreldra og jafnvel einnig forfeðra. Mörg dæmi eru um að börn afreksfólks í íþróttum feti sömu braut, en sjaldgæfara er að af- reksfólkið sé í þremur ættliðum og hvað þá fjórum. „Ég hef alla tíð verið með augun á boltanum og alltaf vitað hvað ég vildi gera,“ segir Albert og bætir við að sennilega hafi fótboltasaga fjöl- skyldunnar eitthvað með það að gera. Hann segist snemma hafa byrjað að fara með foreldrunum á æfingar og boltinn þannig verið stór hluti af uppeldinu. „Eftir að skóla lauk á daginn fór ég beint í fótbolta, hafði ekki tíma fyrir neitt annað. Fór meira að segja stundum á morgunæfingar fyrir skóla, þannig að lífið hefur að mestu snúist um fótbolta.“ Albert segist hafa lesið allt sem hann hefur komist yfir um langafa sinn og þekkja líka vel afrek afa síns, en Ingi Björn Albertsson átti lengi markametið í efstu deild á Ís- landi, 126 mörk. „Ég veit alveg hvað mamma, pabbi, afi og langafi hafa afrekað á vellinum og ég hef lært mikið af þeim,“ segir hann. Kristbjörg Ingadóttir, móðir Al- berts, lék m.a. með yngri lands- liðum og Guðmundur Benediktsson, faðir hans, var með bestu knatt- spyrnumönnum landsins en varð að hætta snemma vegna meiðsla. „Sem betur fer er ég ekki með hnén hans,“ segir Albert. „Mér er sagt að ég sé líkur pabba í hreyfingum, létt- leikandi eins og hann var, en ég er ekki með sama markanef og afi,“ heldur hann áfram. „Ég fylgdist vel með pabba æfa og spila þegar ég var yngri og hef tileinkað mér margt frá honum.“ Undanfarin tvö ár var Albert á mála hjá hollenska liðinu Heeren- veen og hann er því öllum hnútum kunnugur í atvinnumennskunni, þó að hann sé aðeins 18 ára. „Í raun var miklu stærra skref að fara úr KR í Heerenveen en þaðan í PSV,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að Albert æfi og leiki með varaliðinu fyrsta árið. „Markmiðið hjá mér er að vera bú- inn að vinna mér sæti í aðalliðinu eftir tvö ár,“ segir miðjumaðurinn ungi. Afreksfólk í fjórum ættliðum  Albert Guð- mundsson í fótspor foreldranna, afans og langafans Efni Albert Guðmundsson í búningi PSV Eindhoven. Hann hefur búið í tvö ár í Hollandi og stefnir hátt. Frumherji Albert Guðmundsson var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu og lét að sér kveða. Albert Guðmundsson ólst upp hjá Val og lék síðan með Glas- gow Rangers, Arsenal, Nancy, AC Milan, Racing Club og Nice, en lauk ferlinum með ÍBH. Ingi Björn Albertsson skoraði 126 mörk fyrir Val og FH í efstu deild og lék einnig í Frakklandi. Kristbjörg Ingadóttir lék með Val og KR. Guðmundur Benediktsson lék með Þór, Val, belgísku liðunum Geel og Ekeren og KR. Og svo er það Albert Guðmundsson yngri. Sóknargen LANDSLIÐSFJÖLSKYLDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.