Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015
Jeremy Corbyn er sparsamur
og hefur ávallt gætt þess að
misnota ekki reglur um auka-
greiðslur sem þingmenn geta
krafist. Fyrir nokkrum árum
kom í ljós að sumir misnot-
uðu þessar reglur herfilega.
Tugir nýrra þingmanna
fengu í vikunni sæti í lávarða-
deildinni, meðal þeirra voru
bæði gamlir spunameistarar
og þingmenn sem hafa brotið
reglurnar. Einn, Douglas
Hogg, varð að hætta í
neðri deildinni 2010
þegar ljóst varð að
hann hafði
fengið endur-
greidd út-
gjöld við að
hreinsa
síkið við
höllina sína.
Er hann ferskur blær inn ístaðnað andrúmsloft breskaVerkamannaflokksins eða
afturhvarf til löngu liðins tíma, of-
stækismaður með mygluð viðhorf
dauðra marxista? Allt bendir til
þess að flokksmenn velji fyrri skýr-
inguna og geri hinn 66 ára gamla
Jeremy Corbyn að næsta leiðtoga
flokksins. Rætt er um Corbyn-æði.
Lundúnabúinn skeggjaði, sem ekki
á bíl en hjólar, drekkur aldrei
áfengi og hefur verið grænmetisæta
frá því um tvítugt, er eftirlæti fjöl-
miðla.
Hann er sagður einlægur, gott
dæmi um það sem kjósendur vilji:
heiðarlegt fólk sem segi meiningu
sína en láti ekki spunameistara
semja allt fyrir sig, móta atkvæða-
vænar skoðanir með tilliti til þess
hvernig þær hljóma.
Stjórnmálaskýrendur finna þó
enga góða skýringu á því að heldur
þurrlegur maður sem hefur verið á
ysta vinstrijaðri flokksins í áratugi
og setið á þingi í 32 ár skuli skyndi-
lega ná þessum árangri. Eindreginn
vinstrimaður, Ed Miliband, tapaði
þingkosningunum í vor. Margir
flokksmenn virðast nú líta á það
sem rökrétt skref að kjósa yfirlýst-
an Trotskíista sem dáir skrif Karls
Marx en segist vera „lýðræðislegur
sósíalisti“, mann sem vill þjóðnýta
flest sem einkavætt hefur verið síð-
ustu áratugina.
Corbyn vill að Bretar leggi ein-
hliða niður kjarnorkuvopnabúnað
sinn og segi sig úr Atlantshafs-
bandalaginu. Og hörð gagnrýni
hans á Ísrael og Bandaríkin, að-
dáun hans gegnum árin á Hamas-
liðum og öðrum öfgafullum öflum er
þekkt („Hamas hefur helgað sig
friði og félagslegu réttlæti og pólit-
ísku réttlæti,“ sagði hann eitt sinn).
Hann er gamall andstæðingur
Evrópusambandsins en vill ekkert
fullyrða um það hvort hann muni
greiða atkvæði með úrsögn þegar
kosið verður, líklega 2017. Um inn-
flytjendamál segir hann að Bretar
eigi að taka við fleira fólki, það
styrki efnahaginn.
Það sem er mikilvægast er í
huga margra er að hann er á móti
aðhaldi. Hann vill vera vænn og
rausnarlegur fyrir hönd skattgreið-
enda, auka útgjöld til ríkisstofnana
og velferðarmála, taka upp lág-
markslaun og reyndar líka há-
markslaun, hvernig sem það yrði
útfært. Og hann vill leggja niður
skólagjöld í háskólum.
Ríkið hefur safnað auknum
skuldum í tíð íhaldsmannsins Dav-
ids Cameron, skuldabyrðin hefur
frá 2008 aukist úr 37% af lands-
framleiðslu í um 80%. En Corbyn
segist hafa ráð: seðlabankinn láti,
með peningaprentun, nýjan, opin-
beran fjárfestingarbanka hafa
hundruð milljarða punda sem verði
notuð til að efla fjársvelta innviði
landsins, spítala, skóla, samgöngur
og ekki síst til að auka framleiðslu
endurnýjanlegrar orku.
Engin loðmulla
Þessi ráð, segja andstæðingar hans
hneykslaðir, hafa alltaf valdið verð-
bólgu og vaxtahækkunum, þótt
vextir séu núna afar lágir muni
það á endanum breytast. Ráð
Corbyns muni valda því að
hundruð þúsunda Breta með
húsnæðislán fari á hausinn
vegna þyngri afborgana.
Corbyn er ekki maður
málamiðlana; þeir sem vilja ómeng-
aða vinstristefnu fá óskir sínar upp-
fylltar. En sumir liðsmenn skugga-
ráðuneytisins hafa þegar sagt
berum orðum að þeir muni ekki
taka sæti í stjórn Corbyns. Hann sé
algerlega óhæfur til að verða
flokksleiðtogi, hvað þá forsætisráð-
herra einhvern tíma í framtíðinni.
Það sem þeim þykir líklega verst er
að ef marka má kannanir mun
flokkurinn gjalda slíkt afhroð í
næstu kosningum undir forystu
Corbyns að þeir missi flestir vinn-
una. Engar líkur eru taldar á því að
maður með jaðarstefnu Corbyns
muni geta sótt inn á miðjuna og
þannig þjarmað að Íhaldsflokknum
í næstu kosningum.
Sjálfur hefur Corbyn greitt at-
kvæði oftar gegn línu flokksforyst-
unnar á þingi en nokkur annar, um
500 sinnum, segja keppinautarnir.
Því spyrja þeir og margir aðrir
hvort hann muni beita flokksaga
gegn þeim óþekku. Hvað gerist ef
þeir eru oftast í meirihluta, segir
hann þá af sér? Corbyn hefur vikið
sér undan því að svara. Sumir spá
eldi og brennisteini, flokkurinn
muni einfaldlega klofna og deyja.
En hvað segja þeir sem finnst
Corbyn spennandi? Laurie Penny,
ung kona sem skrifar í New States-
man, finnst þróunin ótrúleg; í fyrsta
sinn í mörg ár sé Verkamanna-
flokkurinn spennandi, ómenguð
vinstristefna í boði. Penny segir að
stærsti sigur hægrimanna á níunda
áratugnum hafi verið að þeim hafi
tekist að neyða atvinnupólitíkusa á
vinstrivæng til að „selja sál sína
fyrir völdin“, hverfa frá vinstri-
stefnunni til að ná meirihluta.
„Stóri vandinn við Corbyn er að
hann sýnir mjög vel hve innihalds-
laust tal helstu ráðamanna í Verka-
mannaflokknum er. Enginn af hin-
um þrem frambjóðendunum boðar
eina einustu eftirminnilega hug-
mynd fyrir utan að þeir vilji leið-
togaembættið,“ segir Penny.
Loksins ómenguð vinstristefna
FRAMBOÐ HARÐLÍNU-VINSTRIMANNSINS JEREMY COR-
BYNS Í LEIÐTOGAKJÖRI BRESKA VERKAMANNAFLOKKSINS
HEFUR HRIST UPP Í FLOKKNUM. ÁHRIFAMENN Í HONUM
ÓTTAST KLOFNING OG SEGJA AÐ HANN GÆTI HRUNIÐ.
Douglas
Hogg
ENGIN SPILLING
Aðdáandi Jeremy Corbyns (í ljósri skyrtu) á fundi í vesturhluta London tekur sjálfu. Niðurstöður í leiðtogakjöri Verka-
mannaflokksins verða kynntar 12. september, þegar hafa vel yfir 550 þúsund manns greitt löglegt atkvæði.
AFP
*Hægt er að tjá með þessari einu setningu allar kenn-ingar kommúnista: einkaeign verði afnumin.Karl Marx, höfundur Das Kapital, helsta rits marxismans. AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
HEIMURINN
NORÐUR-KÓR
J tvö á
spennu, en komið hikunni um að draga úr
ra að undanförnu. Suður-opnaðra átaka milli þeir
er þeir samþykktu aðKóreumenn slökuðu til
arpað hafa yfir landamærinfjarlægja hátalara sem v
mjórn kommúnistans Kim Joáróðri gegn einræðisst orður-Kóreu. Ki
ástæðan sé að ríki hans ráðisegist hafa sigrað og yfir kjarnorkuvopnum.
NUR-SÚDA
óSameinu
helstuðkárni á fimmtu
autarSuður-Súdan, Salv
rt verðiMachar. Í samning
hlautgavið völdum inna
oftveriððar
ergangii íb
ks.
MENLO P
sl. mánuda
milljarðu
jarðarbúi acF
sama de
Mark Z,ook uckerberg, í Menlo
níu. Umlifor
ra inn á miðilinn m
ánuði. Zuckerberg s
árið 2004 þegar
rv d-háskóla
m m fjölg
AUSTURRÍKI
VÍN Minnst 71 lík rla, kvennaka
mtudag íog barna fannst á fim
Austuyfirgefnum flutningabí
umog er talið fullvíst að
ræða flóttamenn frá S
smyglað hafi verið ves
Talið er að líkin hafi v
nokkra dag
kafnað. Bíll
Ungverjala ýr
hafa að un
Balkanskag
um að kom
annarraV-E
eru nú í ha
grunaðir u