Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Helstu kröfur andstæðinga aflamarks-kerfisins í sjávarútvegi eru annarsvegar að „allur afli fari á markað“ og hins vegar að „banna framsalið“. Þetta eru ósamrýmanlegar kröfur. Markaður snýst jú um að geta framselt hlutina. Það er reyndar misskilningur að afli sé ekki nú þegar á markaði. Hver sem er getur gert tilboð í fisk upp úr sjó enda er hann allur seld- ur eitthvert á endanum, en ekki fenginn ríkinu eða étinn af útgerðarmanninum. Ekki nóg með það. Sjálfar veiðiheimildirnar eru líka á markaði. Þær má „framselja“, hvort sem er með leigu eða sölu. Þeir sem vilja banna „framsalið“ eru því að krefjast þess að kerfinu verði lokað og komið í veg fyrir nýliðun og hag- kvæmni sem af henni hlýst. Því má svo ekki gleyma að nánast allar veiði- heimildir á Íslandi hafa þegar skipt um hendur og þannig verið keyptar af núverandi hand- höfum þeirra. Hafi einhvern tímann verið um „gjafakvótakerfi“ að ræða er það löngu liðin tíð. Það er eitt að gagnrýna núverandi stjórn fiskveiða við Ísland og hamra sífellt á því að um hana sé ekki sátt. Hitt er svo annað að finna kerfi sem meiri sátt væri um. Mér sýnist nánast óteljandi hugmyndir á kreiki um hvað ætti að koma í staðinn fyrir núverandi fyrir- komulag. Eru menn vissir um að meiri sátt væri um einhverja þeirra? Þá kunna einhverjar að þykjast hafa svar við því með því að „vísa málinu til þjóðarinnar“ með þjóðaratkvæða- greiðslu. Þeir sem telja sjávarútvegsmál henta vel í einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu verða þá einnig að svara því hve marga kosti og útfærslur ætti að tilgreina á atkvæðaseðl- inum. Þegar á allt er litið er íslenskur sjávar- útvegur þó rekinn með hagnaði en ekki á ríkis- styrkjum eins og víða annars staðar. Hann greiðir alla almenna skatta og einnig sérstaka með veiðigjaldi. Fjöldi manna sem starfar við greinina, margir blessunarlega mjög tekjuháir, greiðir einnig skatta, því hærri sem tekjurnar eru meiri. Ekki verður betur séð en að með aflamarks- kerfinu hafi jafnframt tekist að koma í veg fyrir ofveiði og hrun fiskistofnanna við Ísland, ólíkt því sem gerist almennt í heiminum. Verð- mæti aflaheimilda er beintengt því að veiðum sé stillt í hóf. Því betur sem útgerðarmenn ganga um auðlindina, þeim mun verðmætari verða aflaheimildir þeirra. Sáttin um sjávarútveginn * Það er misskilningur aðsjávarafli sé ekki núþegar á markaði. Hver sem er getur gert tilboð í fisk upp úr sjó enda er hann allur seldur eitthvert á endanum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Mikið var skrifað um þjóðarátak um læsi á Facebook í vikunni og létu rithöfundar sig þetta varða. Gerður Kristný skrifaði: „Ég sá bara á feisbúkk áðan að hafið væri þjóðarátak um læsi. Þetta kemur rithöfundum náttúrlega eeeekkert við.“ Andri Snær Magnason skrif- aði: „Þjóðarátak um læsi. Verður spennandi að sjá hvort bækur séu taldar tengjast læsi á einhvern hátt, en skattur á barnabækur var nýlega hækkaður, skólabókasöfn hafa mörg hver haft takmörkuð fjárráð og ekki átt nýjustu bækur að hausti, barnabókahöf- undar fá skarðan hlut þegar kemur að starfslaunum og fræði og fræðslurit fyrir íslensk börn eru allt of fá og fábreytt - enda þurfa forlög að reiða sig á ,,markaðinn“ sem er eðli málsins örsmár þegar aðeins 4000 krakkar eru í hverjum árgangi.“ Stefán Pálsson: „hefur á tilfinn- ingunni að þeir Fésbókarvinir sem mest tjá sig um lestrarkennslumálin eigi það sameiginlegt að hafa komið meira og minna læsir inn í skóla- kerfið og búi því yfir sérlega ómarktækum reynslusögum...“ Flóttamannavandinn í Evrópu er mikið fréttaefni um þessar mundir og hafa margir Íslendingar skoðun á því máli og finnst við ekki gera nóg. Hallgrímur Helgason: „Evrópu- sambandið er til í að taka á móti 20.000 flóttamönn- um, af öllum þeim milljónum sem nú eru á vergangi. Hvernig væri að við Íslendingar byðumst til að taka við 20.000 sjálfir? Við gætum til að mynda nýtt eitthvað af aukahús- unum sem við eigum, sumar- bústöðum og sumarhúsum. Ég býð fram eitt slíkt í Hrísey. Við getum varla haldið áfram lífi okkar eins og ekkert sé.“ AF NETINU Margir muna áreiðanlega eftir Allison Jay Langer í hlutverki sínu sem Rayanne Graff í þáttunum goðsagnakenndu My So Called Life frá tíunda áratugnum. Hún var þar fremst í flokki ásamt Claire Danes og Ja- red Leto, sem hefur gengið vel síðan þá, en Langer er nú greifynjan af Devon. Langer kom enn fremur fram í þáttum á borð við Baywatch og Seinfeld. Hún kynntist eiginmanni sínum Charlie Courtenay á The Hard Rock Circle Bar í Las Vegas en hafði ekki hugmynd um að hann væri sonur og erfingi jarlsins af De- von fyrr en eftir að þau höfðu verið saman í nokkra mánuði og hann keyrði með hana að kastala fjölskyldunnar. „Það var eins gott, því ég hefði ekki vitað hvað ég ætti að gera við þessar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali. Þetta er því algjör Öskubuskusaga. Þau gengu í hjónaband árið 2002 og þá fékk hún titilinn „lafði“. Fyrr í mánuðinum lést síðan tengdafaðir hennar og það þýðir að Charlie Courtenay er jarl og hún sjálf greifynja. Hjónin munu nú taka við rekstri fjöl- skyldukastalans, hins 600 ára gamla Pow- derham-kastala, sem er nærri Exeter. Hún hefur ekki tjáð sig um titilinn nú, en árið 2009 hafði hún þetta um málið að segja: „Við notum ekki titlana daglega en þeir eru þarna og við virðum söguna sem gat þá af sér. Í raun og veru erum við samt bara venjuleg fjölskylda.“ Rayanne orðin greifynja A.J. Langer í hlutverki sínu sem Rayanne Graff í My So Called Life. Fjölskyldusetrið, Pow- derham-kastali nærri Exeter á Englandi. Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.