Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 12
* Sú þjóð sem byggir á kærleiksgildum kristinnar trúar leiðir af sér samfélag friðar,mildi og réttlætis. Sr. Karl V. Matthíasson, í prédikun í Guðríðarkirkju sl. sunnudag. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 UM ALLT LAND AU Áhu MÝVATNSSVEIT Það er ánægjuleg þróun að fólk á sveitabæjum stækki íbúðarhús vegna íveru sjálfs sín þar, í stað þess að breyta NORÐFJÖRÐUR Góður gangur er í gerð Norðarfjarðarga Áætlað er að alls verði grafnir 7.542 m í síðustu viku ÞYKKVIBÆR Fyrirtækið Biokraft áform allt að 10 vindmyllur í Þy er nokkru norðan við þæ sem eru í byggðinni. Ætlað mylla 3 til 3 rafma er áæ 6 mil segir HVANNEYRI Skoða ætti þann möguleik na foreldrarekinn grunnskól vanneyri. Sveitarstjórn í Borgarbygg á veð ð að o aur k i l k Hvanneyrardeild og verðu nemum þaðan kennt á Kleppsjárnsreykjum í sk ssvp ei R sv át d Holuhraunsferðin var mik-ilvæg. Þátttaka í starfibjörgunarsveita krefst þess að fólk þekki vel til lands og staðhátta. Á slíkt reynir oft í leit- ar- og björgunaraðgerðum. Því var þarft að fara á þessar slóðir, enda breyttist svipurinn þarna mikið í eldgosinu þegar hraun, sem er um 80 ferkílómetrar, vall fram,“ segir Margrét Sigurðardóttir á Egils- stöðum. Allra veðra er von Margrét er meðal liðsmanna í Björgunarsveitinni Héraði á Egils- stöðum sem á dögunum gerðu sér erindi að einhverjum mest spenn- andi stað á Íslandi í dag, Holu- hrauni. Leiðin þangað inn eftir hef- ur að undanförnu verið greiðfær ökumönnum á öllum þokkalega búnum bílum og verður væntan- lega næstu vikurnar. Á hálendinu er hins vegar sviptingasamt og allra veðra von. Og séu veðrabrigði snögg, geta óvæntar aðstæður komið upp eða mistök verið gerð og þá geta fjallagarpar lent í vond- um málum. Á slíkum stundum get- ur þurft að leita liðveislu björgun- arsveitanna, það er fólks sem kann að bregðast við aðstæðum og hefur þekkingu til að leysa þrautir. Björgunarsveitin Hérað er ein af öflugri sveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Verkefnin sem fólk innan hennar sinnir eru fjölmörg. Að undanförnu hafa flest þó verið lítil, ef svo má segja, það er til dæmis aðstoð við ökumenn eða leitaraðgerðir sem taka fljótt af. Önnur mál eru viðmeiri. Þar má nefna gæslu við Jökulsá á Fjöllum í Krepputungu síðasta haust, en þá voru allar leiðir sem liggja að Holuhrauni lokaðar vegna eldgoss. Björgunarsveitarmenn af Austur- landi stóðu vaktina við Kreppu í alls tvo mánuði sem þótti krefjandi þolinmæðisverk. Frábær tækifæri „Þetta var mjög lærdómsrík ferð,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Hann er líkt og Margrét einn fé- laga í Héraði og voru þau eins- konar stjórnendur í áðurnefndum Holuhraunsleiðangri. „Ég flutti á Egilsstaði fyrir um áratug og hef verið viðloða störf björgunarsveitarinnar síðan 2009. Tók mér að vísu pásu í svolítinn tíma en er kominn til leiks aftur. Sjálfur starfa ég við sjúkraflutn- inga hjá Heilbrigðisstofnun Austur- lands á Egilsstöðum og að vera í björgunarsveit fellur vel að því. Þarna liggur áhugasviðið og þarna gefast frábær tækifæri til að kynn- ast landinu og skoða,“ segir Guð- mundur sem í fyrrnefndri reisu ók björgunarsveitarbílnum sem er af gerðinni Ford Econoline. Margrét Sigurðardóttir kom inn í björgunarsveitarstarfið fyrir tveimur árum. „Að taka þátt í þessu hafði lengi verið á stefnu- skránni. Það hins vegar tafðist. Ég var ung, komin með börn og bund- in skyldum við þau. Nú eru börnin þrjú farin að stálpast og því hef ég rýmri tíma nú til að sinna mínum hugðarefnum,“ segir Margrét sem er stjórn björgunarsveitarinnar. Verkefnin eru gefandi „Verkefnin eru afskaplega gefandi og þátttakan áhugaverð. Sam- kvæmt staðháttum hér eystra mið- ast æfingar okkar talsvert við að geta farið í verkefni uppi á hálend- inu, í leit og björgun þar. Reyndar geta sveitirnar verið kallaðar hvert sem er ef stórmál koma upp og því er okkur mikilvægt að þekkja vel landið okkar, sem tekur sífelldum breytingum,“ segir Margrét Sig- urðardóttir. EGILSSTAÐIR Þurfum að þekkja breytt landslag STARF MEÐ BJÖRGUNARSVEITUM ER GEFANDI OG LÆRDÓMSRÍKT. EGILSSTAÐAFÓLK FÓR TIL FJALLA Á DÖG- UNUM TIL ÆFINGA OG AÐ KYNNAST NÝJU LANDSVÆÐI. Björgunarsveitarfólkið Guðmundur Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir á vikrunum skammt frá Holuhrauni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í flota björgunarsveita landsins eru sterkbyggðir fjallabílar sem eru þarfaþing, því þegar fólk er statt í nauðum og þarf hjálp er leiðin sjaldnast greiðfarin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.