Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 V ið Morgunblaðsmenn sækjum að Anh-Ðào Katrínu Trần að morgni fimmtudags, daginn eftir að hún varði doktorsritgerð sína í menntavísindum við Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Fyrirgefið, hér er allt á öðrum endanum,“ flýtir hún sér að segja en eina óreiðan sem við komum auga á er gjafir og blóm á borðstofuborðinu. Hvernig ætli heimilið sé þegar allt er í röð og reglu? Ég hengi doktorsnafnbótina fyrir framan nafn Anh-Ðào og hún skellir upp úr, augljóslega ekki búin að venjast titlinum ennþá. „Ég er að ná áttum, það hefur verið í mörg horn að líta undanfarna mánuði. Ég er afskaplega fegin og stolt að þetta er búið,“ segir hún. Ritgerð Anh-Ðào nefnist: Untapped Resources or Deficient „Foreigners“: Stud- ents of Vietnamese Background in Icelandic Upper Secondary Schools eða Óvirkjuð auð- lind eða ófullkomnir „útlendingar“: Nem- endur af víetnömskum uppruna í íslenskum framhaldsskólum. Anh-Ðào segir að kveikjan að rannsókninni hafi verið tilraunaverkefnið „Framtíð í nýju landi“ sem hún fór sjálf fyrir á sínum tíma. „Við rannsóknina fór ég í samstarf við nokkra skóla á framhaldsstigi, en tilgang- urinn var að leita skilnings á hugtakinu jafn- rétti og athuga hversu vel íslenska skólakerf- inu hefði tekist að tryggja jafnan rétt ungs fólks úr þjóðernisminnihlutahópum.“ Einblína á vankunnáttu Í rannsókninni færir Anh-Ðào í fyrsta lagi rök fyrir því að þótt lög, reglugerðir og nám- skrá, sem mynda grunn fyrir kennslu og að- lögun nemenda úr hópi innflytjenda, geri að nokkru leyti ráð fyrir að Ísland sé orðið fjöl- menningarsamfélag einblíni þau í of ríkum mæli á vankunnáttu þeirra í íslensku máli og vanþekkingu á íslenskri menningu í staðinn fyrir að viðurkenna þeirra eigin þekkingu og menningu og hvernig þessir þættir geti eflt þá og orðið þeim til framdráttar við námið. „Markmiðið hlýtur að vera að fá börn og ungmenni af erlendum uppruna til að aðlag- ast íslensku þjóðfélagi og mennta sig en því miður er niðurstaða mín sú að skólarnir hafi ekki nægilega mikla möguleika til að uppfylla það. Annaðhvort passa krakkarnir inn í skólana eða ekki. Og geri þeir það ekki flosna þeir upp úr námi. Íslenska er mjög framandi tungumál og erfið að læra, sér- staklega fyrir þá sem kunna ekkert vestrænt tungumál. Þetta gerir mörgum krökkum af asískum uppruna mjög erfitt fyrir og skól- arnir þurfa fyrir vikið að koma til móts við þá. Þessir krakkar trana sér ógjarnan fram sjálfir. Þegar þeir koma inn í tíma þar sem kennt er á íslensku snýst málið um að synda eða sökkva.“ Að hennar mati er æskilegt að framhalds- skólarnir afli upplýsinga um hvern og einn nemanda. „Nemendur eru auðlind og skól- unum ber skylda til að búa þeim umhverfi þar sem þeir geta vaxið og dafnað. Það er eitt að tala um jafnrétti og lýðræði en annað að framfylgja því. Hafi nemendur til dæmis ekki efni á námsbókum leggst lítið fyrir jafn- an rétt til náms.“ Hún vísar í þessu sambandi í reglugerð menntamálaráðuneytisins frá árinu 2009 um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku. Þar er kveðið á um rétt nemenda í framhaldsskólum, sem hafa annað móðurmál en íslensku eða hafa dvalist langdvölum er- lendis og hafa litla kunnáttu í íslensku, til kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Markmið reglugerðarinnar er að nemendur verði færir um að skilja og nota íslenskt mál, stunda nám í framhaldsskóla og taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Anh-Ðào er líka hugsi yfir því að gildandi námskrá framhaldsskólanna sé frá árinu 2004. „Hún var endurskoðuð og betrumbætt árið 2011 en sú námskrá hefur af einhverjum ástæðum ekki enn tekið gildi. Þess vegna fjalla ég um námskrána frá 2004 í rannsókn minni. Með nýju námskránni er stigið skref í rétta átt en betur má ef duga skal.“ Í öðru lagi sýnir Anh-Ðào fram á í rann- sókn sinni að þar sem auðlindir eru af skorn- um skammti og þekking á kennslufræðilegum æfingum mótuðum af heimspeki fjölmenn- ingar-menntunarfræðinnar lítil hafi kennarar gert sitt besta með því að prófa sig áfram og læra af reynslunni. „Ég skoðaði menntun kennara sérstaklega og því miður eru þeir ekki nægilega vel í stakk búnir til að mæta þörfum nemenda sem ekki hafa íslensku sem fyrsta tungumál. Sama má segja um skólastjórnendur. Auðvit- að er þetta einstaklingsbundið; sumir kenn- arar hafa meiri áhuga og gefa sér meiri tíma en aðrir til að sinna nemendum með annað móðurmál en íslensku. Það þýðir að fram- gangur nemenda af erlendum uppruna innan skólakerfisins getur verið tilviljunum háður.“ Skortur á skilningi Í þriðja lagi er lýst í rannsókninni hvernig reynsla nemenda úr skólunum er mótuð með beinum hætti af þeirri stefnu og skólamála- umræðu sem ríkti á skólatíma þeirra; þrátt fyrir að þeir beri hlýjar tilfinningar til kenn- ara sinna fyrir að gera sitt besta finna nem- endur fyrir veikleikum sínum vegna lítillar tungumálakunnáttu og félagslegrar einangrunar frá innfæddum samnemendum sínum. „Þakklætið í garð þeirra kennara sem eru að reyna skín í gegn en dugar ekki til. Eins og ég hef komið inn á skortir kennarana kunnáttuna til að gera enn betur. Skólakerfið í heild hefur ekki nægilega mikinn skilning á fjölmenningu, og á grundvelli þeirrar van- kunnáttu er nemendum mismunað. Það þarf að skilja orðið og eðli þess áður en lengra er haldið. Þetta er alls ekki flókið. Íslenskt sam- félag er fjölmenning. Hver og einn einstak- lingur er fjölmenning. Þú og ég.“ Anh-Ðào kallar eftir samstilltu átaki innan skólakerfisins. „Allt snýst þetta um hugarfar. Án skilnings á því hvernig efla má auðinn sem nemendurnir koma með sér í skólana eiga þeir erfitt með að læra. Við lærum öll á því að reyna en á meðan kerfið gefur sér tíma til að læra tapa nemendurnir. Höfum við efni á því sem samfélag?“ Anh-Ðào fæddist árið 1959. Hún kom sem flóttamaður með fjölskyldu sinni til Banda- ríkjanna árið 1975 en hefur átt lögheimili á Íslandi síðan 1984. Hún kenndi fyrst við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík en starf- aði næstu ellefu árin við enskukennslu, að- allega við skóla í Borgarfirði. Anh-Ðào lauk BA-prófi frá Dartmouth College og MA-prófi frá Teachers College við Columbia Univers- ity sem heyrnleysingjakennari. Anh-Ðào hefur verið þátttakandi í rann- sóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um „Námsumhverfi menntunar án aðgrein- ingar og félagslegs réttlætis: Sögur um vel- gengni nemenda af erlendum uppruna og skóla á Íslandi“ frá 2012. Hún vinnur einnig að rannsókninni „Stefna í málefnum nemenda af erlendum uppruna og innleiðing hennar í fjórum sveitarfélögum á Íslandi“ ásamt Hönnu Ragnarsdóttur. Anh-Ðào hefur hlotið riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu nýrra Ís- lendinga og íslensks samfélags og viðurkenn- ingu Barnaheilla fyrir framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Hún er gift Jónasi Guðmundssyni hagfræð- ingi og dóttir þeirra er Heiðrún Giao-Thi. Að langmestu leyti fínt Anh-Ðào brosir þegar spurt er hvernig sé að vera útlendingur á Íslandi. „Að langmestu leyti er það mjög fínt. Nærumhverfið slær skjaldborg um mann, það er að segja fjöl- skylda, vinir og vinnufélagar. Innan um þetta fólk finnur maður ekki fyrir því að vera af erlendu bergi brotin. Öðru máli gegnir þegar maður stígur út fyrir þægindarammann. Þá getur verið von á ýmsu.“ Beðin að útskýra þetta nánar svarar Anh- Ðào: „Það eru fordómar á Íslandi, við skulum hafa það alveg á hreinu. Ég er ekkert feimin við að tala um það. Án umræðu getum við ekki gert okkur vonir um að uppræta for- dómana. Ég fæ gjarnan annað viðmót hjá fólki sem þekkir mig ekki.“ Hún tekur tvö dæmi. Í annað skiptið var hún á leið á fund í einum framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu en gekk illa að finna hann. Stöðvaði fyrir vikið ókunnuga konu á götu og spurði til vegar. Undrunarsvipur kom á konuna, sem Anh-Ðào túlkaði þannig að henni þætti skrýtið að hún ætti erindi þangað. „Þú ert að fara á sama stað og ég,“ sagði hún hvumsa. Anh-Ðào telur að sú stað- reynd að hún var á leiðinni á fund hafi staðið í konunni. „Hefði ég ekki tilgreint það sér- staklega hefði konunni líklega ekki brugðið eins mikið. Þá hefði hún líklega bara gert ráð fyrir að ég væri að fara að hjálpa til í eldhús- inu eða skúra gólfin.“ Hún skellir upp úr. Í hitt skiptið átti Anh-Ðào erindi á fjöl- miðil í höfuðborginni. Hafði verið boðuð í við- tal og spurði eftir manni sem við skulum kalla Jón. „Hvaða Jón áttu við?“ spurði kon- an í móttökunni. „Jón kokk?“ „Auðvitað hlaut ég að eiga erindi við hann,“ segir hún sposk. Anh-Ðào segir fólk af asískum uppruna gjarnan verða fyrir barðinu á fordómum af Enginn getur neitað mér um að vera Íslendingur ANH-ÐÀO KATRÍN TRẦN FÆDDIST Í VÍETNAM EN HEFUR BÚIÐ Á ÍSLANDI Í MEIRA EN ÞRJÁTÍU ÁR. Í VIKUNNI VARÐI HÚN DOKTORSRITGERÐ SÍNA Í MENNTAVÍSINDUM VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, EN VIÐFANGSEFNIÐ ER STAÐA NEMENDA AF VÍETNÖMSKUM UPPRUNA Í ÍSLENSKA FRAMHALDSSKÓLA- KERFINU. NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ KENNARAR SÉU UPP TIL HÓPA AÐ GERA SITT BESTA EN BRÝNT SÉ AÐ EFLA SKILNING OG ÞEKKINGU Á FJÖLMENNINGU INNAN SKÓLAKERFISINS. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Það er horft öðruvísiá fólk af asískumuppruna en evrópskum og staðalmyndirnar eru lík- lega sterkari. Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.