Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Page 19
Á Landspítala. Af viðtölunum
með þessari grein má læra að
miklu skiptir að sjúklingar séu
vakandi og virkir og hiki ekki við
að standa á sínu.
Morgunblaðið/Ómar
Nauðsynlegt er fyrir fólk sem stundar kyrrsetuvinnu að standa reglulega upp,
ganga um og teygja úr sér. Langar kyrrsetur hafa slæm áhrif á líkamsstarfsemi,
bæði stoðkerfið og líffæri. Keyrsla í ræktinni eftir vinnu er ekki nóg til að bæta
upp fyrir langan dag á stól. Stöndum upp!
Ekki sitja of lengi*Heilsan er eins og peningar. Viðskiljum ekki verðmæti hennarfyrr en hún er glötuð.
Josh Billings.
Heilsu kvenna hrakar við það að
vinna á vinnustöðum þar sem
karlamenning ræður kíkjum, sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem fram-
kvæmd var við Indiana-háskóla í
Bandaríkjunum.
Kannaðir voru vinnustaðir þar
sem karlar eru meira en 85%
starfsmanna og heilsa kvenna sem
þar starfa skoðuð.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu að streita mældist óeðlilega
mikil hjá konum á þessum vinnu-
stöðum. Hjá konum á karlavinnu-
stöðum mældust óheilbrigðar
sveiflur á streituhormóninu kort-
isól yfir daginn, miðað við það sem
eðlilegt getur talist. Þessar sveiflur
sáust einnig þótt leiðrétt væri fyrir
ýmsum þáttum sem gætu haft áhrif
og einnig þótt tekið væri tillit til
ólíkra persónuleika kvennanna.
Rannsakendur benda á að
óregluleg mynstur í streituhormóni
og mikil streita getur veikt varnir
líkamans til að berjast gegn sjúk-
dómum. Þá getur mikil streita vald-
ið heilsutjóni síðar á lífsleiðinni.
Niðurstöður rannsóknarinnar
bendi því til þess að það að vinna á
karlavinnustað geti verið ógn við
heilsu kvenna.
Karlavinnustaðir ógna
heilsu kvenna
Konur upplifa óheilbrigða streitu á
karlavinnustöðum.
Getty Images/iStockphoto
Nýtt líkamsræktaræði hefur skotið
upp kollinum í heiminum og kallast
„booty barre“. Tímarnir byggjast
upp á blöndu af æfingum sem finna
má í pilates, jóga og dansi en notuð
er stöng eins og sést í balletsölum
og æfir það því líka jafnvægið. Eiga
æfingarnar að styrkja vöðva, auka
liðleika og þrek og eru auk þess
skemmtilegar. Þessi tegund líkams-
ræktar var fundin upp af líkams-
NÝJASTA NÝTT Í LÍKAMSRÆKT
„Booty Barre“
Getty Images/Wavebreak Media
ræktarfrönuðinum Tracey Mallet
sem er vel þekkt í bransanum en
hún býr í Los Angeles og hefur unn-
ið með stjörnunum. Tracey, sem er
bresk, er fyrrverandi dansari og
hefur unnið í líkamsræktarbrans-
anum í tuttugu ár. Hún hefur sér-
stakan áhuga á að ná til vinnandi
kvenna og mæðra sem hafa nóg á
sinni könnu og hvetja þær til hreyf-
ingar.
að leiðum til að lina einkenni sín og
verki, til viðbótar við það sem
læknirinn fyrirskipar. Mikil bólga og
verkir í mjóbaki og niður í fætur
fylgir þeim skemmdum sem orðið
hafa á stoðkerfi Guðmundar og
hafði honum gengið illa að bæta
líðan sína með lyfjatöku. „Þá fór ég
að leita upplýsinga í kringum mig
og kemst að því að hlauparar nota
köld böð til að ná niður bólgu í fót-
unum eftir langhlaup. Í Suðurbæj-
arlauginni er kar fullt af 4°C heitu
vatni. Þar fer ég ofan í upp að mitti í
2-3 mínútur og fer svo beint í heita
pottinn. Þetta virkar miklu betur á
mig en nokkurt bólgueyðandi lyf.“
Svefnvandamál hafa líka plagað
Guðmund og þau svefnlyf sem
hann fékk gerðu lítið gagn. „Svo
mundi ég að ég hafði lært innhverfa
íhugun þegar ég var táningur og þar
var okkur kennt að ekki mætti
íhuga liggjandi því þá sofnar maður.
Ég prufaði því að stunda íhugun
uppi í rúmi og sofna núna með því
að íhuga. Þegar ég vakna aftur, sem
gerist í hvert sinn er ég hreyfi mig,
þá einfaldlega byrja ég íhugunina á
ný, til að sofna.“
Bætir Guðmundur við að fólk
ætti þó alltaf að bera það undir
lækninn sinn áður en það reynir
óhefðbundnar leiðir af þessum
toga. Þannig gætu t.d. köld böð
gegn bólgu verið hættuleg fyrir þá
sem glíma við hjartavandamál.
Guðmundur myndi vilja að þegar
fólk slasast og veikist alvarlega þá
„grípi“ heilbrigðiskerfið það og
veiti meðferð eftir skýrum og
skjótvirkum ferlum. Hann segir að
annað bjóði upp á ótímabæra og
óþarfa örorku og skert lífsgæði. Í
dag sé það hins vegar raunin að
sjúklingurinn er sjálfum sér næstur.
„Það er enginn sem gerir neitt fyrir
þig nema þú sjálfur. Sjúklingurinn
verður að sýna frumkvæðið í eigin
meðferð – og jafnvel berjast með
kjafti og klóm við kerfið.“
Sigrún Lillie Magnús-
dóttir er forstöðu-
maður Ráðgjafarþjón-
ustu Krabbameins-
félagsins. Hún segir
mikilvægt fyrir alla
sjúklinga að vera virkir
þátttakendur í eigin
meðferð og til þess að
það gangi upp þurfa
þeir að vera vel upp-
lýstir. Eins segir hún
að samskipti á milli
sjúklings og læknis
verði að vera skýr;
einkennast af trausti,
heiðarleika, virðingu
og virkri hlustun.
„Mælt er með því
að sjúklingurinn taki
einhvern með sér í
læknisviðtalið, sérstak-
lega þegar um alvarleg veikindi
er að ræða. Það veitir bæði
góðan stuðning að hafa ætt-
ingja eða vin með, en gefur
líka grundvöll til að ræða um
það sem fram fór í viðtalinu
eftirá, og minni hætta verður á
misskilningi.“
Þökk sé internetinu hefur
aldrei verið auðveldara að
leita upplýsinga um sjúkdóma
og lyf en Sigrún segir að fólk
sem vill vera betur upplýst um
eigin sjúkdóm verði að vanda
sig við leitina. Á netinu er
mikið af óvönduðum upplýs-
ingum sem geta gert meira
ógagn en gagn. „Þegar farið er
í gegnum leitarniðurstöðurnar
ætti frekar að smella á þær
vefsíður sem eru almennt virt-
ar og áreiðanlegar.“
Betri skoðun með
minnislista
Það getur líka verið mjög
gagnlegt að gera minnislista
áður en farið er
til læknis og
skrifa þar niður
það sem viðkom-
andi vill ræða við
lækninn. „Oft er
tíminn af skorn-
um skammti á
læknisstofunni og
auðvelt að gleyma
atriðum sem máli
skipta. Getur það
jafnvel gerst að
fólk byrjar að tala
um eitthvað allt
annað við lækn-
inn, eða er feimið
við að vekja máls
á einhverju sem
ætti að líta á.
Hjálpar minn-
islistinn þá til að
halda sér við efnið og meiri
líkur á að læknirinn fái frá
sjúklingnum allar þær upplýs-
ingar sem máli skipta.“
En hvað á að gera ef læknir-
inn virðist hafa tekið und-
arlega ákvörðun og sjúkling-
urinn er ekki sáttur? Sigrún
vill meina að oft sé það rót
vandans að samskiptin eru
ekki nægilega skýr:
„Maður verður alltaf að
fylgja sinni sannfæringu og vera
reiðubúinn að standa með
sjálfum sér. Við erum jú sér-
fræðingar í okkur sjálfum. Ef
niðurstaðan er sú að það
finnst ekkert en t.d. einkennin
eru enn til staðar þarf senni-
lega að rannsaka það betur.
Mikilvægt er, ef eitthvað er
óljóst, að biðja um nánari
skýringar frá lækninum. Ef allt
þrýtur og samskiptin eru ekki
að ganga upp þá er það réttur
hvers og eins að fá annað álit
hjá öðrum lækni.“
SIGRÚN LILLIE MAGNÚSDÓTTIR
Gott að taka
einhvern með
*Maðurverðuralltaf að fylgja
sinni sannfær-
ingu og vera
reiðubúinn að
standa með
sjálfum sér
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.