Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Síða 21
AFP Ferðalangur fær sér kaffibolla og nýtur útsýnisins yfir Havana. Airbnb hefur sleg- ið í gegn þar í borg og skapar heima- mönnum verðmætar aukatekjur. 30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Útsjónarsamir notendur vefsíða á borð við Airbnb geta stundum kríað út afslátt hjá gestgjafanum. Eru mestar líkur á að afsláttur fáist þegar eftirspurn eftir gist- ingu er lítil eða ef til stendur að gista í margar nætur. Það sakar ekki að reyna, sér- staklega ef úr mörgum áhuga- verðum gistikostum er að velja, en um leið ætti fólk að gæta hófs í prúttinu. Það er jú þannig, eftir allt saman, að leigusalinn er sennilega ósköp venjulegur með- aljón sem þarf á aukatekjunum að halda. Ef peningarnir eru af skornum skammti er líka ekki galið að sjá hvað hótelleitarvélarnar bjóða upp á. Í sumum borgum er það þannig að hótelgisting er ódýrari en heimagisting. Þannig kom í ljós í úttekt sem gerð var árið 2013 að á stöðum eins og Hou- ston og Las Vegas gat verið ódýrara að gista á hóteli. Að prútta eða ekki prútta? * Fylltu út prófílinn og settu inn myndog smá upplýsingar. * Byrjaðu á að senda gestgjafanumlínu með upplýsingum um komu- og brott- farartíma og hverjir fleiri eru með í för. * Láttu vita strax ef þér seinkar svogestgjafinn bíði ekki að óþörfu. * Mundu að ef þú innritar þig mjögsnemma ættirðu að borga fyrir nóttina á undan. * Reyndu að svara pósti hratt og veraekki lengi að gera upp hug þinn. Gestgjafar gætu orðið af tekjum ef þeir taka frá fyrir þig herbergi sem þú svo ekki notar. * Stilltu spurningum í gegnum skila-boðakerfið í hóf. Ekki nota gestgjafann eins og Google. * Umgangur, töskuskrölt og hávaðigetur pirrað nágrannana. * Haltu herberginu sæmilega snyrti-legu. * Ekki teppa baðherbergið á morgn-ana ef gestgjafinn þarf að flýta sér í vinn- una. * Láttu vita strax ef eitthvað er í ólagifrekar en að kvarta eftir á í umsögninni. * Ekki misnota gestrisnina. Þótt gest-gjafinn vilji eflaust allt fyrir þig gera er hann ekki leiðsögumaður, ferðaskrifstofa eða einkabílstjóri. Boðorð hins góða gests, í hnotskurn: Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K , S Í M I 5 1 2 8 1 8 1 VERIÐ VELKOMIN Á NÝJAN VEITINGASTAÐ Í RAUÐA HÚSINU VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.