Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Side 34
Tíska Sarah Jessica Parker efaðist um Carrie Craig Blankenhorn/The Kobal Coll AFP *Leikkonan Sarah Jessica Parker, sem frægust erfyrir hlutverk sitt í þáttaröðunum Beðmál íborginni, var treg á sínum tíma við að leikatískudívuna Carrie Bradshaw. Þessu greindileikarinn Seth Rudetsky frá í vikunni. Ástæðanfyrir trega Parker var sú að hún vildi ekki bindasig við sjónvarpsseríu, fremur taka að sér ólík hlutverk. Hún varð hinsvegar það hrifin af handriti þáttanna að hún ákvað að láta vaða. H vað er það sem heillar þig við tísku? Klæðaburður minn endurspeglar hvernig ég vil að fólk upplifi mig og með því get ég verið hver sem ég vil vera. Hver og einn hefur þetta val og því er svo gaman að sjá fjölbreytileikann í fólki í gegnum tísku. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Míní- malískur, svartur og hvítur, klæðskerasniðinn og klassískur. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Rick Owens nær að móta líkamann á vegu sem enginn annar hönnuður kemst nálægt. Hvað er þitt uppáhaldstískutrend þetta sum- arið? Ég varð mjög hrifin af allri pilsatískunni í New York í sumar og freistaðist til að koma heim með nokkur í yfirvigtinni. Stutt og há í mittið. Helst tennis! Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Gæði fram yfir magn. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Ég hef alltaf verið mjög hrifin af 60’s, lengi vel óskaði ég þess að hafa fæðst ’45. Mér finnst allt frá skónum, make-up-inu, hárinu, kjólunum, káp- unum og bítlunum bara koma heim og saman og mynda hinn fullkomna áratug. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Ég er ekki mikið í að kaupa mér þótt ég eigi nóg af því,en ég á heldur aldrei nóg af kápum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Í dag finnst mér Michèle Lamy á öðru plani, einnig finnst mér einkennisbúningur Karls Lagerfelds mjög flottur, svo er Jackie Kennedy alltaf í uppáhaldi, en Edie Sedgwick hafði eitt- hvað extra. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Flaueli. Áttu þér uppáhaldsflík? Blúndusamfesting frá Imbu, klassískur og sexí í fullkomið bland. ÓSKAÐI ÞESS AÐ HAFA FÆÐST 1945 Sandra Ýr Pálsdóttir segir fatastíl sinn meðal annars einkennast af mínímalisma og klassískum flíkum. Morgunblaðið/Eggert Gæði fram yfir magn Sandra Ýr heillast af tískunni frá sjö- unda áratugnum. Úr vetrarlínu Ricks Owens fyrir vet- urinn 2015/2016. Einkennisbúningur Karls Lagerfelds er flottur. Sandra held- ur upp á stíl eiginkonu og músu hönn- uðarins Ricks Owens, Mic- hele Lamy. Sandra er hrifin af pilsum og segist hafa freistast til að koma heim með nokkur í yf- irvigt frá New York í sumar. SANDRA ÝR PÁLSDÓTTIR STARFAR SEM RÁÐGJAFI Í SAMFÉLAGSMIÐLUM ÁSAMT ÞVÍ AÐ STUNDA NÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLANN Á BIFRÖST. SANDRA HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU OG HEILLAST AF TÍSKUNNI Á SJÖUNDA ÁRATUGNUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.