Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Qupperneq 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Qupperneq 41
30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 vera á sviði og leika. Ég endurtók svo smá uppistand á sjötta ári. Ég var með dag- drauma um að verða grínisti eða leika í bíómyndum en það virtist allt svo fjarlægt og erfitt að ég hélt áfram á þeirri braut sem ég var. Mér lá alltaf svo mikið á að komast á næsta þrep í lífinu að ég staldr- aði ekki við og spurði sjálfan mig hvort ég vildi virkilega gera þetta. Ég fór aftur á skynsamlegu brautina. Það er eins og mað- ur hafi verið að lifa eftir einhverjum tékk- lista, klára læknadeildina og næst á dag- skrá var að fara í sérnám.“ Hann flutti til Svíþjóðar árið 2007. „Af því að ég var alltaf að flýta mér að komast á næsta þrep var ég fyrstur úr mínum ár- gangi að fara í sérnám, þremur mánuðum eftir að ég kláraði kandídatsárið.“ Fór næstum yfir um af stressi Jens segir að ekki hafi verið mikill tími í náminu fyrir innri skoðun og engin áhersla á að hlusta á eigin líkama. „Maður keyrði sig áfram þangað til maður fékk hálfgert taugaáfall. Þetta var mikil pressa.“ Hann flutti til Karlskrona og fór í al- mennar skurðlækningar. Þar tók hann vaktir á bráðamóttöku og sá illa farið fólk eftir slys, „ungt fólk með heilablæðingar og fæturna hangandi á bláþræði eftir bílslys. Þetta átti ekki alveg við mig. Ég var með mígreni næstum upp á annan hvern dag. Ég fór næstum yfir um af stressi vegna langra vakta og álags. Ég hafði þá ekki lært að takast á við stress eins og ég geri í dag. Hætti og valdi háls-, nef- og eyrna- lækningar (HNE). Mér hafði alltaf þótt það skemmtilegt í náminu og flutti þá til Eskil- stuna, sem er bær um klukkutíma í vestur frá Stokkhólmi.“ Eftir nokkra mánuði þar keypti hann sér hús og fór að reyna að lifa sem læknir. Ut- an frá leit út fyrir að lífið léki við hann en líðanin var ekki í takt við það. „Í byrjun var mjög gaman að læra nýjar aðgerðir og allt sem tengdist HNE. En það varð fljót- lega að rútínu. Ég var alltaf að hugsa um að mig langaði að gera eitthvað annað. Að vera á læknastofu eða inni á sjúkrahúsi alla mína starfsævi virtust hörmuleg örlög. En ég hélt áfram,“ segir Jens, sem flutti árið 2010 til Uppsala vegna HNE- námsins. „Þar vann ég meðal annars sex mánuði á lýtadeild og fannst það heillandi. Ég fékk að axla töluvert mikla ábyrgð og vann eins og skepna. Því miður áttu langir dagar inni á spítala illa við mig. Mér leið eins og fugli í búri.“ Árið 2011 gekk hann í hjónaband með konu sem hann var búinn að vera með í þrjú ár. Þau skildu ellefu mánuðum síðar. „Framtíðarplönin voru mikil en á þessum tíma var ég bara ekki til staðar, ekki tilbú- inn í þetta.“ Hann hugsaði með sér að hann hataði líf sitt, hataði vinnuna og þyrfti að gera eitt- hvað í þessu. „Þá fór ég að leita að svör- um, ekki að utan heldur að innan.“ Jens leitaði sér hjálpar hjá manni að nafni Tripp Lanier sem er þekktur fyrir útvarpsþátt á hlaðvarpi sem heitir „The New Man“. „Tripp er frábær maður, traustur. Hlut- verk hans var að spyrja spurninga og hjálpa mér að finna út hvar ástríða mín lægi, hvað ég vildi gera og hvernig ég vildi lifa. Ég var kominn alveg á botninn. Lang- aði ekkert til að vinna sem læknir, vildi ekki búa í Svíþjóð, var giftur og það gekk ekki upp. Allar ákvarðanir sem ég tók virt- ust leiða af sér meira stress og minni lífs- gleði. Ég treysti ekki eigin dómgreind.“ Kom þetta flatt upp á þína nánustu? „Þau voru ansi hrædd um mig, að ég væri bara búinn að missa það,“ segir hann, en hann átti náinn vin á Íslandi sem var í sambærilegum sporum og gat treyst fyrir þessum hugsunum. Þunglyndislyf ekki lausnin Hann prófaði þunglyndislyf en þau voru ekki lausnin. „Ég var kominn með kvíða- hnút daglega og varð að gera eitthvað í þessu. Ég losnaði við kvíðahnútinn en það var líka búið að minnka allar aðrar tilfinn- ingar. Það sem lyfin gerðu var í rauninni að lækka í viðvörunarbjöllunum og minnka þann sársauka sem ég þurfti að fara í gegnum til að snúa við blaðinu.“ Læknirinn hætti á lyfjunum og segir frá- hvarfseinkennin ekki hafa verið góð. „Smám saman fór ég að hlusta á mína innri visku í stað þess að leita út á við eft- ir leiðarljósi. Byrjaði að skoða hugleiðslu og lesa um allt sem ég gat komist í sem tengdist persónulegum þroska,“ segir hann, en þar hjálpuðu þættir Tripp Lanier hvað mest. „Það rann upp fyrir mér að ég gat ekki setið heima og fundið út hvað gerði mig hamingjusaman. Ég varð að gerast vís- indamaður og tilraunadýr í mínu eigin lífi og taka eitt skref í einu. Og velja að gera meira af því sem fyllti mig orku og gleði og minna af því sem drægi mig niður.“ Tripp hafði gert myndband um karlmenn sem voru búnir að skrá sig út, þar sem enginn var við stjórnvölinn, menn sem treystu á að aðrir hjálpuðu þeim að ákveða hvað þeir vildu. „Það hljómaði eins og ég, búinn að skrá mig út, kominn á lyf og treysti ekki eigin dómgreind. Við komumst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að komast í frí. Það var orðið ótrúlega erfitt að taka minnstu ákvörðun og því var ómetanlegt að hafa einhvern utanaðkomandi til að hjálpa mér að þjálfa þann vöðva.“ Hann segir að allt hafi virkað eins og það hefði svo mikið vægi og næsta skref yrði að vera hið rétta. Hann fór einn í frí til Kosta Ríka til að hugsa málið. „Stundum þarf mað- ur bara að komast út úr hringiðunni og fá sýn að utan.“ Hann fór á námskeið í Stokkhólmi sem heitir Dy- namiskt Framträdande og gat þá loks sagt upphátt hvað hann langaði til að gera. Hann langaði að verða leikari. „Það hefur ótrúlega mikinn kraft að orða hugsanirnar.“ Eftir þetta ákvað hann að prófa spuna- tíma í Stokkhólmi. „Ég var spenntur að prófa. Ég vissi að margir af uppáhalds- leikurum mínum eins og Will Ferrell, Kristen Wiig og Tina Fey byrjuðu í spuna, svo það vakti forvitni mína. Mér leið svo vel eftir fyrsta tímann,“ segir Jens, sem varð heillaður frá fyrstu stundu. Leiklistartímar í New York Næsta skref var að fara í leiklistartíma í New York um áramótin 2013 hjá Anthony Meindl. „Þar fann ég strax að ég passaði inn. Það var alveg æðislegt. Ég gat varla and- að, ég var svo spenntur að fara í fyrsta leiklistartímann minn í New York,“ segir Jens, sem hlær að því að hann hafi ekki beint ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann segist hafa verið heppinn með samnemendur sína og hafa fengið einstakan kennara. „Þetta átti mjög vel við mig. Mér var tekið svo opnum örmum þarna, ég fannLjósmynd/Ingólfur Guðmundsson * Að vera álæknastofueða inni á sjúkra- húsi alla mína starfsævi virtust hörmuleg örlög. En ég hélt áfram.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.